Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 6
I herbergi, í harauðum gylltum og
' hvítum litum Eg steinsofnaði undir
eins og vaknaði ekki fyrr en klukkan
níu næsta morgun. Brá mér þá illa í
brún. því að ég vissi, að allar mess-
ur myndu um garð gengnar. Heilög
Kirkja er alls staðar árrisul. Fór ég
nú inn í borðsalmn og var þar margt
manna fyrir af fimmtán þjóðernum.
) Evrópumenn frá mörgum löndum.
Ameríkumenn Suður-Afríkubúar
Indverjar og aðrir Austurlandamenn.
Hávaðasamastir voru italarnir. *Þeir
hlógu svo mikið, að aðrir fóru ósjálf-
rátt að hlæja líka. bótt hvorugir
skiidu aðra. Kom nú þarna Polgár
sjálfur, maður á fertugsaldri, dökk-
ur og feitlaginn. Hann kunni ekkert
í ensku, en þýzku hans gekk mér
mjög illa að skilja. Eins fór fyrir
ítölunum, en i þeirra máli virtist
hann kunna eitthvað Iítils háttar.
Óx nú kæti ítalanna um allan helm
ing, einkum eftir að Polgár var far-
inn. Skildi ég loks, að þeir hlógu
svona óskaplega að ítölsku Polgárs.
Var það einkum kerling ein, á áttræð-
isaldri eftir útlitinu að dæma, sem
hló allra manna hæst. Sköllin og
bakföllin. sem hún tók í aðhláturs-
kæti sinni, hefðu fremur átt vi?? hjá
fimmtán eða sextán ára stelpu held-
ur en þessu skorpna gamalmenni
sem ellin virtisl alls ekkert hafa ráð
ið við, hvað sálina snerti.
ítalirnir voru langskemmtilegasta
fólkið, sem þarna var. — Prestur var
með þeim, og hló hann litlu minna
en kerlingin. Matur var ágætur, bæði
mikill og vel fram borinn. Ekki þó
frábrugðinn dönskum mat að öðru en
því, að stórefhs tertusneið var borin
sem eftirmatur með kjötrétti. Brauð
er miklu meiri liður í fæði manna í
suðlægum löndum en hér gerist.
Mýr verndari
Kom nú Polgár aftur og með hon-
um ung stúlka, ungversk, mjög fög-
ur og snyrtileg. Hún talaði ensku
reiprennandi, sagðist vera túlkur og
aðeins hafa lært ensku í þrjá mán-
uði. Þótti mér það' með ólíkindum.
Stúlka þessi var afarviðmótsþýð og
þægileg. Hún spurði, hvaðan ég væri.
og settumst við síðan á tal. Kom nú
móðir hennar þarna líka, fínleg kona
og gæð'aleg. Hún sagðist vera læknis-
ekkja. Loks bauð hún mér að koma
úf með sér og skoða borgina. Hún
sagðist eiga son, sem hefði farið einn
og öllum ókunnur til Skotlands, en
þar hefði hann mætt þvílíkri vinsemd
og hjálpfýsi ókunnugs fólks, að frú-
in sagðist vilja endurgreiða þessa
góðvild í garð sonar hennar, með
því að bjóða mér hjálp, fyrst ég væri
útlendingur. rireip nú dóttirin fram
í og sagði við' móður sína, að ég væri
okki ensk „Það skiptir engu máli,“
sagði þessi góðhjartaða kona, og fór
riðan með mig út. Þá sagði hún
mér, að ef ég hefði farig út með
Polgár og fjöiskyldu hans, hefði það
kostað mig 10 pengö Og að auki
fengju þau tíu prósent af'því, sem
hægt væri að 'eggja á vörnrnar, sem
ég keypti af kaupmönnum. Frúin
sagðist skyldu sýna mér stað, þar
sem ég gæti keypt góðar og ódýrar
'örur. Komum við nú á sölutorg, þar
sem fjöldi sveitakvenna sat yfir varn
ingi sínum. Þetta voru alls konar
hannyrðir. dúkar og dreglar, útsaum-
aðir með skærum litum og brúður í
þjóðbúningum en þeir eru afar marg-
víslegir í Ungverjalandi, Þarna var
líka alls Konai fatnaður, útsaumað-
ur með þlómum og hárauðum hjört-
um. Hjartað er tákn Ungverjalands.
Læknisfrúin samdi um verðið á þeim
smámunum, sem ég keypti. Ein kon-
an varð gráti nær af gremju og von
brigðum. þegai frúin nefndi upphæð.
sem var hversdagslegt gangverg á
slíkum hlut, en það var forkunnar
skrautlegur tregill, sem ég vildi
kaupa. Frúin -sagði, að konan hefði
verið svona grom af því, að hún ætl
aðist til, að hún setti upp miklu hærri
borgun og vild;. ag þær skiptu með
sér ágóðanum Þessar sölukonur voru
ofan úr sveitum, sumar langt að
komnar og höfðu farið alla leiðina
fótgangandi, =agði frúin. Mér þótti í
aðra röndina teitt að geta ekki borg-
að eins riflega og þessi vesalings kona
óskaði eftir, því að ég þóttist vita,
að henni hefði ekki veitt af að bera
ögn meira úr býtum. En frtíin vildi nú
ráða þessum viðskiptum mér í hag.
Fórum við nú heim í gistihúsið aft-
ur, og tók Polgár sjálfur
á móti mér í forstofunni og sagði
mér að koma með sér. Fór ekki milli
mála, að hann gaf læknisfrúnni óhýrt
auga, einhverra hluta vegna. Var ég
nú leidd inn í skrifstofu Polgárs.
Sátu þar fyrir frú hans og lítill karl,
rauðbirkinn. Frúin var málaðasta
kona, er ég hafði augum litið. Hún
var ein þeirra kvenna, sem eru allt-
af að stríða við að sýnast tvítugar
— löngu eftir að þær eru orðnar
þrítugar. Ósköp var hún yfirlætis-
leg, enda hefur henni fundizt fátt
um kvenmann, sem ekki notaði einu
sinni varalit, en slíkt fannst mér
ekki samrýmast búnaði pílagríma,
enda hvergi greint í fornum sögum,
að þær Auður Vésteinsdóttir, ekkja
Gísla Súrssonar, eða aðrar frægar
suðurgöngukonur hafi málað sig. —
Þá fór Polgár að tala við mig um
greiðslu á gistingu minni, og var
karlinn túlkur. Þau báðu mig að
sýna sér, hve mikla peninga ég hefði
meðferðis. Sögðust þau gera þetta í
þeim tilgangi að greiða fyrir mér,
þar sem ég myndi ókunnug gjald-
eyri landsins. Karlinn sagði nú, að
Polgár vildi fá Í28 pengö fyrir þessa
átta daga, sem upphaflega var ætlazt
til, að ég byggði þarna. Hann vildi
líka fá greiðslu fyrir dagana tvo, sem
ég var í Slesíu. Sögðu þau, að ferða-
skrifstofa Cooks hefði pantag fyrir
mig gistingu þessa tvo daga líka.
Greiddi ég þetta allt umtölulaust.
Buðu þau mér nú aðstoð sína við
að verzla og skoða mig um. Engan
áhuga virtust þau hafa á að sýna
mér hátíðahöídin sjálf, heldur voru
þau alltaf að klifa á, að ég þyrfti
að skoða verzlanirnar. Karlinn fór
nú áð færast 1 aukana og hélt all-
skörulegan ræðustúf. Fyrst fullviss-
aði hann mig um drengskap þeirra
Polgárs, ég þyrfti ekki að óttast, að
hér yrði farið að féfletta einmana,
unga stúlku. Eg hafði óljósan grun
um, að hér hefði karl í huga vinskap
minn við læknisfrúna. og ag hann
hefði hana grunaða um að hafa sagt
mér fullmikiö um viðskiptahætti
Polgárs. Lét ég sem ekkert væri og
hlustaði með eftirtekt. Karl hóf nú
að segja mér brot úr sögu Ungverja:
Sagði, að þeir nefðu verið sem brim-
brjótur gegn áhlaupum Tyrkja inn
í Evrópu öldum saman. Á 16. öld
tókst Tyrkjum að vinna virki það, ér
stóð á Búdahæðum, og drottnuðu þeir
síðan yfir Ungverjum með harðri
hendi hátt á aðra öld. Þá tóku Habs-
borgarar frá Austurríki við völdum í
landinu. Síðastur konunga af ætt
Habsborgaranna var Karl erkihertogi,
sem var krýndur konungur Ungverja-
lands árig 1916, ásamt Zítu, konu
sinni. Kari hrökklaðist frá- völdum
1918, en reyndi þrem árum síðar að
endurheimta ríki sitt, Zíta, drottn-
ing hans, sýndi það hugrekki að
fara líka, en svo lauk, að þau hjón-
in máttu þakka sínum sæla að sleppa
með lífi og limum frá Búdapest.
Fluttist Karl konungur þá til eyjar-
innar Madeira, og Zíta drottning með
honum, ásamt börnum þeirra átta,
sem þá voru s mjög ungum aldri.
Skömmu síðar andaðist Kari, hinn
fyrrverandi konungur Ungverja. Var
nú Horthy aðnn'ráll orðinn ríkisstjóri
Ungverjalands og hafði gegnt því
embætti nærfellt tvo áratugi, þegar
hér var komið sögu. Hann sat í kon-
ungshöllinni, ásamt frú sinni og tveim
sonum. Bar annar þeirra hið forn-
fræga nafn Istvan, sem er sama og
Stefán. Ríkissfjórafrúin vár útnefnd
,,verndari“ eða heiðursdama þessara
hátíðahalda. =em nú stóðu yfir.
Horthy var mótmælatrúar, en frú
hans rómverskkaþólsk. — Um ung-
versku þjóðina sagði karl, að á dög-
um Rómaveldis hins forna kallaðist
þar Dakía og Pannónía, þar sem nú
heitir Ungverjaland. Þjóðir þær, er
þá bjuggu þarna, voru Keltar, Illyriu-
menn og Þrakverjar. Eftir fall Róma-
ríkis ruddust Húnar frá Asíu inn yfir
landið, og var frægastur höfðingi
þeirra Attila Húnakóngur, sem kom
á fót afarvíðlendu ríki í Mið-Evrópu,
en aðsetur hans var í Ungverjalandi.
294
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ