Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 10
Hér var áður blómleg sveit með mörgum bæjum. En nú er sveitin í auðn, að undanskildum tveim bæjum. Náttúran er þó söm við sig: Sefið í tjörnunum og grasið við rætur fjallanna verður grænt á hverju vori. (Ljósmynd: Páll Jónsson). núna. En ég byggði upp Sævarenda og kom honum undir þak, rétt þegar þeir hleyptu af fyrsta skotmu í heims styrjöldinni síðustu. Einu sinni voru tíu bæir í þessari sveit, en þegar ég ólst upp, hafði þeim fækkað um einn. Þú sérð, að mikil breyting hefur orð- ið síðan þá. Nú eru líka allar jarðir í, víkunum milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar í eyði nema Húsa- vík. Þar eru enn fjórir bæir. Það var búið í öllum krókum með ströndinni, þegar ég man fyrst eftir mér. í Litlu- vik og Breiðuvík voru mannmörg heimili og einnig í Kjólsvík, Brúna- vík og Glettingsnesi. f Glettingsnesi var vitavörður, en nú fæst enginn til þess starfa. Það var líka töluvert mikil umferð af þessu fólki í Loð- mundarfirði hér áður. Fólk fjöl- mennti iðulega á veturna til að ná i skip á Seyðisfirði, og fram eftir öll- um árum var allt fé rekið til Seyðis- fjarðar um Loðmundarfjörð. Þá sá maður margan fallegan fjárhópinn. Þeir koma ekki lengur. Allt fer sömu leið, — burt úr einangruninni. ■— Eru góð búskaparskilyrði í firð- inum? — Þar er nóg land og grösugt, vantar bara tæknina til að þurrka það og breyta því i töðuvelli. Sums staðar er þó landslag þannig, að ekki er hægt að slétta það, en þar«a er gott fyrir fé að vera, og aðkomufé sækir mikið niður í fjörðinn. í fyrstu smölun er jafnvel fleira utansveitar- fé en heimaféð. — Sjáið þið nokkurn tíma prest þarna? — Stöku sínnum. Það var kirkju- * staður á Úlfsstöðum um langan ald- ur, en það er langt síðan nokkur hef- ur messað þar. — Eru sálir ykkar þá ekki alveg formyrkvaðar? — Það er nú erfitt að gegnum- lýsa þær, góði. En ég hugsa, að við hlustum meira á guðsþjónustur í út- varpinu en Reykvíkingar. — Ég hélt, að það þyrfti prest til að halda draugunum niðri. — Það eru hreint engir draugar til hjá okkur. — Jú, blessaður, hellingur af þeim, skýtur Stefán inn í og fær sjóara- glott á andlitið. — Vertu nú ekki að kríta það, segir Baldvin föðurlega. Það sögðu emhverjir, að nokkrir draugar hefðu flogið úl Ameríku og komið aftur, þegar þeim fór að leiðast. En ég hef ekkert heyrt eða séð til þeirra. — Ó, jú, það er hellingur af þeim, segir Stefán. — 0, nei, nei, segir Baldvin. En Stefán brosir í kampinn. — Það hlýtur að vera nóg myrkur fyrir þá. — Já, við höfum náttúrlega ekki rafmagnið, en við höfum tunglið og norðurljósin. Það er okkar bíó. Svo kemur sólin heim 8. febrúar í Stakka- hlíð, en 20. febrúar í Sævarenda, og þá glaðnar yfir öllu. — Og snjórinn bráðnar. — Já, það getur fest anzi mikinn snjó, ef þannig stendur á áttum, og á veturna er sjaldan hestfært til Seyðisfjarðar vegna snjóalaga í fjöll- unum. Það er þriggja tíma ferð á hestum til Selsstaðar og Dverga- steins, en þangað er bílfært úr 298 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.