Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 8
væri sönn, og kvað hann þetta rétt
vera. Ekki virtist honum þessar til-
tektir frú Arizona sæta neinum firr-
um. Sagði, að fjöldamargir nætur-
klúbbar væru í Búdapest, og meðal
þeirra frægustu skemmtistaðir í
Evrópu.
Gengum við nú enn um stund. Þá
luktist upp fyrir okkur mikilfenglegt
útsýni. Sást hér niður að Dóná, sem
rennur í gegnum Búdapest. Árbakk-
arnir fjær okkur voru háir hamrar,
sem gengu á einum stað þverhníptir
niður að fljótinu. Að hömrunum lágu
ávalar hæðir, allar þaktar bygging-
um, en gras og trjálundar á milli á
stórum svæðum. Þessi hálendi hluti
borgarinnar heitir Búda, og er elzti
hlutinn. Hinum megin árinnar er
slétta, og á henni stendur borgarhlut-
inn Pest. Þetta voru upprunalega
tveir bæir, sem nú voru runnir sam-
an í eina borg Búdapest. — Gistihús
Polgárs var i Pest, sem er miklu
þéttbýlli og stærri um sig en Búda.
Yfir ána, þar sem við komum að,
lá fögur hengibrú — Elísabetarbrú-
in. Elísabetarnafnið bera ýmsar bygg-
ingar og staðir í Búdapest, og eru til
þess ærnar ástæður, þar sem um
tvær frægar Elísabetar er að ræða:
Sú fyrri er hínn ljúfi 13. aldardýr-
lingur, Erzebeth eða Elísabet frá
Thúringen. Hún var dóttir Andrésar
II. Ungverjakonungs, en var gift
landgreifanum í Thuringen á Þýzka-
landi. Elísabet. var ákaflega brjóst-
góð við munaðarlausa og fátæka og
svo stórgjöful, að hún gaf allt, sem
hún hafði handa í milli, ef Guðsölm-
usur bar að garði. Mann sinn, land-
greifann, missM hún snemma. Bjó
hún þá áfram með börnum sínum á
óðali þeirra undir umsjá hins nýja
landgreifa. Sá var enginn gæðamað-
'ir, harður og miskunnarlaus við
snauða menn Elísabet gerðist nú svo
guðelskandi og góðgerðasöm, að hún
varði öllum stundum til guðræknis-
'ðkana og líknarverka. Landgreifan
um líkaði stónlla gjafmildi hennar
og taldi, að hún eyddi brátt staðinn
að öllu gózi, ef hún mættj ráða
Bannaði hann henni loks alla ölm
usugjafir En Eiisabet mátti alls ekki
aumt sjá og ‘ór sínu fram í leyni
Helgisagan segir. afj eitt sinn hafi
hún stolizt út með fulla svuntu sína
af brauði. sem hún ætlaði að gefa
fátækum. Þá er hún svo óheppin að
mæta hinum harðlynda landgreifa.
Hann spyr hana. hvað hún sé að
rogast með i svuntunni Elísabeí
vissi, að ef landgreifinn sæi byrði
hennar, mynd i hungraðir menn eng-
an málsverðinn fá í það sinnið Hún
svaraði: „Rósiv „Láttu mig sjá þær
rósir“ segir 'andgreifinn háðslega
Elísabet breiddi út svuntuna Og sjá:
Svuntan var full af hinum fegurstu
rósum. Drottinn lét ekki dýrling sinn
sér til skammar verða.
Grímur Thomsen hefur þýtt kvæði
um þessa sögu og nefnir það „Brauð-
in og blómin“. Þar eru þessi erindi:
Takið eftir; til hann' þreifar,
trúir eigi frúar orði; —
brauðs eru þá burtu hleifar,
breyttur allur matarforði,
allt í einu skammtar skornir
skírum voru að blómum orðnir.
Með það sinna fór hún ferða,
að finna þá, sem vildi hún hjúkra;
aftur blóm að brauðum verða,
blessun fylg:r skammti sjúkra.
Draga má af dæmi frúar
dygðar hvert, sé afl og trúar.
Elísabet frá Thúringen andaðist
tíu árum fyrir fall Snorra Sturluson-
ar. Hún er því samtímamaður Guð-
mundar biskups góða, og virðast þau
hafa verið lyndislík í brjóstgæöunum
við snauðá mcnn og volaða.
Ilin Elísabetin var fædd snemma á
19. öld, konungsdóttir frá Bæjara-
landi. Hún varð drottning Franz
Jósefs Austurríkiskeisara, stórgáfuð
og forkunnarfögur. Litla ást virðist
hún hafa borið til manns síns, keis-
arans, enda voru þau hjón gerólík
að skapferli. Drottning tolldi aldrei
heima, og var kennt um heilsubresti.
Aldrei undi hún sér við hirðina í
Vínarborg, en flakkaði víða um lönd
og eirði hvergi, nema helzt í Ung-
verjalandi. Andnassy greifi, ungversk-
ur stjórnmálamaður, kunni betur að
haga orðum við hina eirðarlausu
drotlningu heldur en keisarinn, mað-
ur hennar. Dvaldisf hún í Búdapest
löngum og varð mjög ástsæl þar í
landi. — Mæðusöm varð hún í meira
lagi, því að elzti sonur þeirra Franz
Joseps, Rúdólf rikisarfi, fyrirfór sér
með undarlegum hætti í veiðihöllinni
Meyerling. Hafa margar sögur geng-
ið um hinn duiarfulla dauðdaga rík-
isarfans og ástkonu hans, hinnar
barnungu Mariu Wetseru, og verið
gerðar um betta efni kvikmyndir
oftar en einu sinni. Drottning hélt
áfram flakki sinu stað úr stað, unz
hún var myrr ) Sviss af pólitískum
ofstækismanni árið 1898. Franz Jósef
hafði alltaf etskað hina stórfögru
en þunglyndu drottningu sína, og
umbar duttlunga hennar með stakri
bolinmæði.
Eftir lát hennar lét keisarinn reisa
drottningu sinni minnisvarða víðs
vegar um hið víðlenda ríki sitt, og sá
ég einn þeirri ’ Búdapest á bökkum
Dónár. Situr arottning þar í skrúða
með kórónu á höfði. Feguið hennar
gerir að verkum, að minnismerki
drottningar eru til hinnar mestu
prýði.
Við gengum nú út á Elísabetar-
brúna, og blast) þá við konungshöll-
in í allri sinni tign o gmikilfengleik.
Höllin er reist. af Habsborgarkeis-
urum, eins og flestar áberandi skraut-
byggingar í Búdapest. Konungshöll-
in er feiknastór, í nýklassiskum stil.
Mikill og fagur trjágarður er i brekJc-
unni fyiir neðan höllina, niður að
Dóná. Nú vorum við Polgár ungi far-
in að tala saman, og var drengurinn
orðinn skrafhreifinn. Hann sagðist
lesa mjög mikið. Einkum fannst hon-
um mikið til um bækur hins ógæfu-
sama enska skálds, Óskars Wildes.
Fannst mér bað sérkennilegur bóka-
smekkur fimmtán ára drengs og fór
að hugleiða, hve margir jafnaldrar
hans á íslandi gætu lesið rit Oskar
Wildes á fruramálinu — og hefðu
löngun til slíks lesturs. Komst ég að
þeirri niðurstöðu, að þeir myndu ekki
margir. Við fórum nú heirn, og mætti
ég aftur læknisfrúnni í ganginum.
Hún spurði um hagi mína, og blöskr-
aði henni, þegar hún frétti um flutn-
ing minn milli herbergja. Taldi hún
víst, að ekki myndi Polgár láta mig
fá neinn afslátt. þrátt fyrir þessa lé-
legu vistarveru. sem hún sagði, að
væri allsósæmandi staður fyrir hótel-
gest eftir hugsunarhætti fólks þar í
landi. Sagði frúin mér nú hreinskiln-
islega, að hún þyrði ekki að tala við
mig oftar. Dóttir sín væri í þjónustu
Polgárs og þær mæðgur fátækar, svo
að hún mætti fyrir engan mun styggja
húsbóhdann, því að þá gæti hann
átt það til að reka dóttur hennar úr
vinnunni, en atvinnuleysi mikið í
landinu. Sagði frúin, að ég skyldi
reyna að leita uppi einhverja Norður-
landabúa, sem gætu greitt fyrir mér,
til þess að ég gæti losnað frá Polgár-
fólkinu, sem hún sagði, að mundi rýja
mig inn að skinninu — án þess að
ég fengi nokkuð annað borið úr být-
um en ráp á milli sölubúða með þeim.
Mér féllst nærri hugur út af öllum
þessum vandræðum. Kvaddi ég frúna
og þakkaði herini góðvildina, því að
ég þóttist sk-iia hvernig ástæður
hennar voru ’ Mn var ekki ráðin í
þjónustu Polgar^ og mátti því ekkert
skipta sér af géstum hans sem túlkur.
Fór ég síðan cin út í borgina til þess
að reyna að leita uppi þá staði. sem
eitthvað sæist af hinum miklu hátíða-
höldum, sem eg ætlaði upphaflega
að sækja. — En milljónaborg er eng- •
inn smáræðis túnskækill, sem hægt
er að renna augum yfir í einni sjón-
hending. — Auðvitað vissi ég ekki
mitt rjúkandi rað í þessu völundar-
húsi. Datt mér nú í hug að reyna
að leita uppi danska sendiherrann,
sem ég vissi, að hlaut að búa þarna
einhvers staða’ Bað ég lögregluþjón
að vísa mér ieið til sendiherrans.
Hann kallaði strax á þokkalega bú-
inn mann, sem sagðist skyldi fylgja
mér. Eftir langa og þreytandi göngu
í hitanum, komum við loks að danska
sendiráðinu. Á leiðinni var ég að
velta því fyrii mér, að rétt væri
Framhald á 309. siðu.
296
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ