Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 18
:i.lvrlMr-. " ' ■• . '-l-r- ■ ;*-■ Eövarð Árnason, efnafræðingur: ELDINGA I FORNÖLD álitu menn, að guð- írnir stjórnuðu öllum veðurbrigðum. Eldingar og þrumur notuðu þeir til að tá útrás fyrir skapofsa sinn og til að hræða mannkrílin á jcrðinni og minna þau á hver máttinn hefði. Hjá Hellenum var það víst Seiiur sjálfur, sem sá um þessar aðgerðir, en hér á norðurslóðum var þetta á verksviði Þórs gamla, og af hans nabd eru dreg in nöfnin á þrumunum, svo sem Þór- dunur. torden, donner o. fl. Síðar, er menn höfðu vaxið frá þessum þrumuguðum, trúðu þeir því að eldingar væru einhvers konar gas- sprengingar í lofti. Gas a.t rotnandi lífrænum efnum stigi upp , loftið og þar kviknaði í því af sjálfu sér. Það var Benjamin Franklin, sem sannaði það fyrir röskurn tveim öld- um, að eldingar væru raímagnsfyrir- bæri og jafnframt kenndi hann mönn tim ráð til að verja hús og önnur mannvirki gegn tjóni af voldum eld inga Eftir þetta var hægt að hefja ýmsar rannsóknir á eldingum og ým islegt fróðlegt hefur komið í ljós, þótt enn sé margt á huldu í þessum efnum Eldingar eru mjög misst.órar, Spenn an frá þrumuskýi til tarðar er oft 3 til 8 milljónir volta, >g straumur eldinga er reiknaður í þúsjndum amp era Elding með 30000 ampera straumi er t. d. ekki sjaldgæt (til sam anburðar má benda á að orkulínan frá Sog> fl.vtur nokkur hundruð amp- era straum, með 132 þúsund volta spennu) Tími eldinganna <.-r þó alltaf mjög stuttur, og því mæidur í mill- jónustu hlutum úr sekúndu. Eldingar eru því afar aflmiklar, en tiltölulega orkulitlar Talið er afj <>rka eldinga sé vanalegast á sviðinu > til 100 kw st (kílówattstundir), og séð hef ég að orka meðaleldingar sé talin 4 kwst, en það samsvarar því, sem með- alfjölskylda í Reykjavík eyðir á sól- arhring af raforku til Ijósa, mats- eldunar og fyrir ísskáp útvarpsvið- tæki. ryksugu o s, frv Hver kíló wattstund kostar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur nálægt 80 aurum Svo eftir þeim gjaldskráriið myndi með- alelding ekki kosta meira en kr. 3,20. Fjöldi eldinga í heimimnn öllum er áætlaður 6000 á sekúndu. Við l'ærum í un.glingasKÓla að eitt herstafl samsvari því að á einni sek- úndu sé lyft 75 kg. um 1 metra og er þá sagt að hestaflið sé J5 kílógramm VADINN metrar á sek. Á einni kiukkustund getur hestaflig unnið 3600 sinnum það verk, eða 270.000 kílógramm- metra. 4 kwst samsvara því 4x1,34x 270.000=1.447.200 kílógrammmetr- um eða því að bjarg, sem er eitt tonn á þyngd falli niður úr 1447 metra hæð, en sú hæð er ámóta og hæð Heklu var fyrir síðasta gos, ef ég man rétt. Það er því auðskilið að eldingar geta valdið stórtjóni, sundr- að trjárisum og kveikt skógaelda, eyðilagt síma- og háspennulínur og kveikt í húsum. Sums staðar á jörðinm er þrumu- veður svo að segja daglegt brauð. — Þrumuveðursdagarnir komast upp í 200 á ári. Tíðust eru þrumuveðrin í hitabeltinu. Þau eru mik'u sjaldgæf- ari í tempruðu beltunum og heim- skautabeltunum. Hér á íslandi er þessi ófögnuður mjög sjaldgæfur og brumuveðursdagamir venjulegast 1 -2 á ári Fyrr á öldum eru þess þó iæmi að eldingar hafa valdið all- verulegu tjóni hér, t. d. í Skálholti tvisvar, í Bræðratungu 1634, á Brjáns nesi vig Mývatn 1718 og sjálfsagt víð ar (Heimild M. Stephensen). Á ein- um degi brenndu eldingar meira en 30 kirkjur í landi því, sem nú heitir Þýzkaland og 1760 sló eldingu niður f konungshöllina í Uppsölum, og svo mætti lengi telja. Bænir og guðrækni hjálpaði ekkio g áheit á dýrlinga svo sem hinar helgu kvenpersónur, Bar- böru og Önnu, sem nutu mikils álits, var heldur ekki einhlítt ráð. Enda eru eldingar varla kvenna meðfæri. Aftur á móti var ráðið, sem Franklin, prentsmiðjueigandi í Bræðraborg (Philadelphia), kenndi okkur,\ágætt, en það var að setja járnstöng upp af mæni húsa og jarðbinda járnstöng ina vel með málmtaug eða málm- keðju BENJAMIN FRANKLIN (1706—1790). Benjamin Franklin fæddist 17. jan- úar 1706 og var fimmtánda barn for- eldra sinna en börnin urðu alls . sautján. Jasías Franklin, íaðir þess- arar stóru fjölskyldu, var ættaður úr Norðurheimtúnshéraði (Northampt- onshire) í Englandi, en var Kalvíns- trúar, og þurfti því ag hrökklast vestur um haf í nýlenduna og settist að í Boston. Þarna í Bostúni vann hann fyrir sér og fjölskyldu sinni rneð því að sjóða sápu og steypa kerti. Skólaganga Benjamins litla varð aðeins tvö ár, en þá þurfti hann, 12 ára gamall, að fara að vinna. — Hann lærði prentiðn hjá bróður sín- um, en þeim bræðrum samdi ekki og Benjamin strauk úr vistinni. Fá- um árum síðar er Benjainin þó orð- inn mikilsvirtur prentsmiðjueigandi í Bræðraborg (Philadelphia). Hann reyndist í öllum störfum ötull og reglusamur og álit hans óx með hverju ári. Árið 1731 stofnaði hann fyrsta almenningsbókasafnið vestan hafs og árig eftir hóf hann útgáfu á „almanaki snauða Ríkarðar" (Poor Richard’s Almanac), sein hann hélt áfram að gefa út svo áratugum skipti. Franklin var ágætur rithöíundur og almanakið var alltaf metsölubók. — Hann stofnaði brunalið Bræðraborg- ar og næturvarðaþjónustu. Hann kom því tíl leiðar að stofnað var fyrsta bæjarsjúkrahúsið í borg- inni, kom á rekspöl gatnahreinsun og götulýsingu, og borgarvömum (því auðvitað var stríð í heiminum á þessum tíma, sem öðrum). Aðferð Franklins til að koma málum sín- um fram var sú, að hann skrifaði nafnlausa grein um það og fékk menn til að mæla með því og styðja hugmyndina, unz málið hafði fengið nægilegt fylgi. Hann var mannþekkj- ari mikill og vissi, að ef hann tranaði sér fram, myndu menn ósjálfrátt snú- ast tíl andstöðu vig hann og málefni hans. Ævisaga B. Franklins hefur komið út á íslenzku, í þýðingu Jóns Sigurðssonar, forseta. Úr þeirri þýð- ingu er Bræðraborgarnafnið. Árið 1747 hættí Benjamin Franklni, þá rösklega fertugur að aldri, flestum störfum sínum, svo sem prentsmiðju rekstri o. fl., en helgaði sig upp frá því vísindastörfum, málanámi og ýmsum störfum í þágu almennings. Einhvern tíma á árunum 1740— 1745 sendi Englendingur, Collinson að nafni, Franklin glerpípu, sem var ætluð tíl að núa með ullarklút og varð pípan þá rafmögnuð við núning- inn. Nokkru síðar, eða snemma sum- ars 1746 fékk hann nýjar fregnir um rafmagnið frá Hollandi, eða París, en við verðum nú að yfirgefa sóma- manninn Benjamin Franklin um stund og skreppa austur yfir pollinn og sjá, hvað þar er á seyði. LEYDEN FLASKAN. í byrjun 18. aldar og raunar lengi síðar var það skoðun mar.na að raf- magnið væri einhvers konar fljótandi, þyngdarlaust efni. Hvað var þá eðii- legra en að reyna að setja það íflösku og geyma þag þar. Fyrstur tíl að reyna þetta, og heppnast það, var prestur í Pommern (í Þýzkalandi), Ewald von Kleist að nafni. Haustið 1745 reyndi hann að setja rafmagn í meðalaglas, en í stút glassins hafði hann sett nagla. Glasig var rakt bæði 306 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.