Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 11
StakkahlíS i LoðmundarfirSi.H ér ólst Baldvln Trausti upp. Þar búa nú bróðlr hans, systir og mágur. (Liósm.: Páll Jánsson). Seyðisfirði. Það kemur bátur til okkar með vissu millibili með vörur og annað, sem við þörfnumst. — í gamla daga var miklu erfiðara um að- drætti, því að þá urðu menn í Loð- snundarfirði að verzla við Eskifjörð. En síðar drógu menn sig á árum til Seyðisfjarðar, og það gat bæði verið áhættusamt og erfitt. — Stundið þið ekki útræði? — Það var gert áður; þegar fjörð- urinn var í blómlegri byggð, en þeg- ar mönnum fækkaði, lagðist útræði niður að mestu. Það er erfið lend- ing hjá okkur, farið út um ósa árinn- ar, sem fellur í fjörðinn, en hann hefur breytzt svo mikið á undanförn- um árum, að hann er ófær nema á Mflæði, þegar sjór er lítill. Nýlega var steyptur bryggjukantur á klöpp, þar sem vélbátar geta lagzt að í blíð- viðri. Það kemur stöku sinnum selur í ósinn, og við skjótum einn og einn- Svo er þarna æðarvarp, sem við höf- um alltaf nýtt, þótt ekki gefi það mik ið af sér. Og þá eru hlunnjndin upp talin. — En hvernig er með biksteininn? — Eg veit. ekkert um það. Jarð- fræðingar segja, að það sé nóg af honum. Erlendir og innlendir menn hafa verið að koma úr öllum áttum og rannsaka hann siðan skömmu fyx- ir stríð, en meira hefur ekki úr því orðið. Hann er á stóru svæði, byrjar að verða vart við hann niður undir sjó og nær hann allt upp tU fjalla. Manni virðist, að það þyrfti ekki mikinn til- ikostnað til að nýta hann, en ég hef auðvitað ekkert vit á því. — Til hvens er hann notaður, þessi biksteinn? — Hann er víst talinn eitt bezta einangrunarefni, sem til er, bæði gagnvart hita og kulda og einnig hljóði. Svo hefur hann þann kost, að hann er ólífrænn, og þess vegna hafa mölur og önnur meindýr ekki lífsað- stöðu í honum. — Þú gætir orðið milljónamær- ingur, ef farið væri að nýta hann. — Ég hef nú ekki lifað í þeirri von fram að þessu, og er áreiðanlega ekki fæddur til að verða ríkur, eins og maðurinn sagði. — Hvað gera menn sér annars til skemmtunar á svona stöðum? — Menn dunda við sitt og rabba saman þess á milli um heima og geima. Það er líkt og annars staðar í sveitum, sem ekki eru í þjóðbraut, að maður verður að hafa ofan af fyrir sér með þeim ráðum, sem tiltæk eru, en ekki sökkva sér niður í leiðindi og einmanaleika. Það er fyrir mestu að gera sér greim fyrir þvi, sem maður hefur og sætta sig við það, en leiða hugann frá því, sem maður hefur ekki. — Verst er þó með útvarpið. Það heyrist svo skrambi illa í því stundum, þrátt fyrir endurvarps- stöðina á Eiðum. Erlendar stöðvar eru Framhald á 310. síSu. SéS heim aS Sævarenda, þar sem Baldvin Trausti býr. — Skyidi þetta býll | verSa merkt meS krossi á íslandskortum komandi áratuga? 2991 T í M I N N — SUNNUDAGSBL AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.