Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 3
an heldur Rannveig áfram og segir þau hafi ekki greitt henni kaup, enda ekki verið ráðin þannig, en hafi gefið henni það hún þurfti. Hún hafi viljað ganga fínna klædd en Rannveig telji sig hafa ráð á. Svo eftir að Torfhild- ur hafi farið að verða óánægð, hafi hún orðið ill í sambúð, og hún segist ekki þá hafa verið svo umburðarlynd að taka allt fyrir góða vöru. Þegar Torfhildur er að fara heim, skrifar Rannveig bróður sínum, að hann muni hafa litla ánægju af að hitta hana, því að hún virðist líta svo á, að aðrir menn séu skapaðir fyrir hana, og að frægðin hafi ekki verkað vel á hana. En hvað sem því líður, þá tók Torf- hildur til óspilltra málanna eftir heimkomuna. Hún gefur út skáldsög-. una „Elding“, sem fékk heldur lélega dóma, og aðra stutta sögu, „Högni og Ingibjörg“, gefur hún út um svi’pað leyti. Og hún safnar áskrifendum og byrjar árið 1891 að gefa út tímaritið „Draupni", sem hún gaf út til ársins 1908. f því birti hún skáldsögur eftir sjálfa sig, auk annars efnis. Hún skrifar mest sögulegar skáldsögur. „E!ding“ var um kristnitökuna, og í „Draupni" birtast „Jón biskup Vídalíin“ og „Jón biskup Arason.“ Einnig hóf hún að gefa út rit fyrir börn, sem varð að vísu skamm- líft, aðeins tvö hefti. Og um aldamót- in hefst hún enn handa og gefur út blaðið „Ðvöl“, sem kom út einu sinni í mánuði. Síðasta eintak þess kom út í desembermánuði 1917. Auk ritstarfanna kenndi Torfhild- ur tun^umál og ýmiss konar hann- yrðir. Eg hef séð flostjöld, sem hún hafði málað á mynztur, og myndir kenndi hún að mála á dúk. Torfhildur Hólm var fyrsta konan, sem Alþingi veitti styrk til ritstarfa, fyrst 500 krónur, sem seinna voru lækkaðar í 200 krónur og færðar undir ekkjulífeyri. Á efri árum rýmk- aðist þó hagur hennar, meðal annars erfði hún húseign eftir systur sína, Ingólfsstræti 21, og bjó þar frá 1910 til dauðadags. Þó að skáldsögur Torfhildar Hólm teljist ekki bókmenntaperlur, þá vann hún afrek miðað við aðstæður allar 'og tiðaranda, og sízt væri mak- legt, að íslenzkar konur létu minn- ingu hennar gleymast með öllu. Heimildir: Tímaritið óðinn, formáli eftir Viihjálm Þ. Gíslason að Ritsafni T.Þ.H., formáli eftir Finn Sig- mundsson að Þjóðsögum og sögn um, Fiunur Sigmundsson: Konur Skrifa bréf. i ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? EINAR BEINTEINSS0N: í ÁRGILINU Þar sem liátt um hamrastalla hvannastóð úr dufti rís, vil ég þreyttur höfði halla, heimsins glaum ég flýja kýs, hér í fjallsins helgidómi hvildarstundin verður góð, kátir þrestir klökkum rómi kveða mér sin vögguljóð. Alls kyns tónar hœfa hlustir, hvergi 'söngvagleðin dvin, hamraþilsins háu burstir hljómum kasta milli sín. Einn ég vaki, söngvar seiða, sjónum birtist yrýði flest, gamburmosans mjúka breiða meðan hvílir lúinn gest■ Hér er sœlt við söngva giaða, sumardýrð og geislaflóð, hér um órof aldaraða yrkir slcáldið söguljóð, strengi hrœra sterkir fingur, snilldin heillar anda vorn, heiðadalsins sögu syngur silfurhœrður þulur forn. Loftabylgjur bœrir léttar bragahljómur fagurklár, meðan glóey guíli fléttar geislasveig um öldungshár, undratónar klökkvir kvika kristalshreinir gígju frá þar sem straumar bjartir blika bergsins traustu rótum hjá. Stoltar bjarkir höfuð hneigja hárum þul, er gígju slœr, fram a.f bergi tœrnar teygja tónagleðin heillar þær. Yndislega blómstur bœra bjarta kolla, stillt og hljóð, líkast er þau œtli að lœra aldna skáldsins töfraljóö. Það er eins og hulinn helmur, hreinn cg fagur opnist mér, gljúfrabúans háttahreimur huga minum svölun ber. Sorg og gleði saman rima silfurstrengir gigju hans. Ást og hatur allra tíma i hans Ijóðum stígur dans. t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? i ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? T I M I N N SUNMJDAGSBI.AÐ 36?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.