Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 12
ÞORSTEINN JÓHSSON FRÁ HAMRi; FRÓDLEIKSKORN UM KRUMMA O Hrafninn var í heiðni mikill átrún- aðarfugl með norrænum þjóðum, og valda því ekki sízt þeir kumpánar Huginn og Muninn er sátu á öxlum Óðins og sögðu honum tíðindi hvar- vetna að, — og af þeim var hann Hrafnáss kallaður. Krummi er og ásamt erninum sá fugl er teingdastur er vígaferlum og tíðast nefndur í skáldskap þegar mærður er valurinn: „Hrátt gat hrafn at slíta — hold slæliga goldit“; „Rauð hilmir hjör •— þar vas hrafna gjör“. Hrafninn var líka spáfugl bardagans: Út heyrik svan sveita sára þorns er momar — bráð vekr borginmóða — bláfallaðan gjalla----- Sem slíkur er hann í för Högna og Skarphéðins þegar þeir fara tH hefnda eftir Gunnar á HHðarenda: „Hrafnar tveir flugu með þeim alla leið“. Og þá veit krummi á sigur þess eða þeirra er fyrir slíku .verða: Dyggva fylgju hygg ek ins dökkva vera hrottameiði hrafns, Seglr í Sigurðarkviðu. Og hrafnar kojna í draumi til Sigurðar Styrbjam- arspnar og kveða honum sitt vísuorðið 'hvor — og boða Örlygsstaðafund: Hverir munu birni beitask? Hverr býst mest við rómu? Hverr mun falla .inn frækni, faðir Kolbeins eða Sturla? Brátt kemr böðvar ótti. Beit egg í tvau leggi. Menn gera, mest þeirs unnu mannspell, í styr falla. Krummi hélt áfram að vera spakur fugl og forspár þótt kristinn siður kæmi í land og aldir liðu. Hann hefur í þjóðaryitundirini feingið að njóta vitsmuná sinna og sérkennilegs út- 372 lits eða hátternis; hann hefur orðið vísindafugl, og þeim, sem til hans þekkja kemur víst saman um að vits- munir hans séu firna miklir. Huginn og Muninn lifðu líka áfram á vörum sagnaþula og kvæðamanna, og þegar krummarnir komu soltnir heimundir garð með gorhljóði í sláturtíðinni, fannst mörgum sem þar væru komnir hinir vísu foglar ljóslifandi úr heimi fomeskjunnar; hugðu menn vandlega að kækjum hans og krúnki, en þar af mátti margan vísdóm ráða. Ef krumma varð á ag setjast á kirkju- burst og krúnka þar, var einhver feigur í sókninni; og ef hann settist á bæjarburst með sama hætti var einhver heimilismanna feigur. Þetta hafa margir þótzt geta sannað um dagana; og þessi trú er sýnilega að verki þegar Sveinn lögmaður Sölva- son kveður við íngibjörgu biskupsfrú, en hann hafði heyrt hrafn krúnka úti: Hrafn situr á hárri staung, höldar mark á taki: Ei þess verður ævin laung sem undir býr því þaki. En hún svaraði þegar: Eingin hrakspá er það mér þó undan gángi ég nauðum; en ef hann kvakar yfir þér ekki seinna dauðum? Annars þurfti ærna kunnáttu td að ráða rétt spár hrafnanna af hegðun þeirra, og getur Jón Ámason m. a. þessa í Þjóðsögum og ævintýrum: „Ef hrafn flýgur meg þér á veg og fljúgi hann fram undan til hægri hliðar á veginn þegar þú ert nýfarinn að heiman, merkir það heill og ham- íngju á þeim degi. En fljúgi hann á móti manni þegar .maður fer að heim- an eða hátt í loft upp yfir manni, merkir það að þeim muni illa gánga . . . . Ef hrafn valhoppar hingag og þángað uppi á húsunum, haltrar við á fótínn, skiptir um í sér hljóðumœ ☆ Hrosshársgrana hauka saung hefja vil ég téSan; r sinnishýra silkispaung, sittu kyrr á meftan. — Hákon í Brokey. og krúnkar uppí loftið, beygir háls- inn og höfuðið, hristir vængina og ypptir fiðrinu, hann boðar að menn séu staddir í sjávarháska eða vatns- háska. Ef margir hrafnar fljúga sam- an hvor að öðrum með ýmislegum látum þá eru þeir að tala um manna- dauða sín á milli í þeirri átt sem þeir snúa sér í þegar þeir setjast .... Ef hrafnarnir þyrpast saman með miklum köllum merkir það rekald við sjó, komið eða ókomið, af fiski eða öðru æti sem sá á í hlut, sem þeir krúnka framan í. Stundum öfunda þeir þann, sem meg mat fer og biðja hann að gefa sér þegar þeir setjast á dyrabranda, og þykir það jafnan rætast sem mælt er „að guð borgar fyrir hrafninn" ef honum er gefið“. Þá eru og þíng krumma all-fræg. Q En þótt af hinum ýmsu hreyfíng- um og tónbrigðum krumma mætti margt ráða, var alls æskilegast að skilja mál þeirra til fulls, og var trú manna að það kynnu sumir menn. Slík kunnátta var eignuð Sveini bisk- upi spaka, Oddi Gottskálkssyni, Oddi biskupi Einarssyni og séra Þorleifi Skaftasyni. Um Þorleif (d. 1747) er sagt: „víst er það að hann hefur ritað ibæklíng einn lítinn, sem nokkurs konar leiðarvísir að taka til greinar aðferð, misflug og tilbreytin,g á kras- máli hrafna. Þann ritlíng mun nú vart að finna“. Enn segir Jón lærði í Tíðfordrífi: „Úngur heyrði ég og sá gamlan prest við hrafna tala. Ég meina nú víst fúnar Flateyjar druslur og steina, sem forðum huldir lágu í Túngu hjá séra Ároa mínum Jóns- syni, sem nú síðar var kominn á eign sína, Látur fyrir ofan Flatey“. Ekki er Ijóst hvort Jón á hér við að séra Árni í Látrum hafi verið presturinn sem hann sá tala við hrafnana, en eitthvað er hann þó að gefa í skyn um slíka þekkíngu hans. Eftirfarandi saga, sýnir líka að slíkar sögur hafa geingið um hann, en hún er einmitt ' I M 1 N N — SÚNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.