Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 15
J IGNAZIO SILONE: RtFURINN Daníel var úti í svínaistíu, stumr- andi yfir gyltu, sem var að gjóta, þegar Fílómena, kona hans, kallaði á hann heiman ftá íveruhúsinu. „Daníel“, kallaði hún. — „Það er hér gestur, sem vill tala við þig“. Hann var önnum kafinn — hafði lika harðbannað, ag sér yrði gert ónæði á meðan gyltan væri að gjóta — og þess vegna gaf hann því eng- an gaum, þótt kona hans kallaði á hann tvisvar eða þrisvar. Þegar hún fékk ekki neitt svar, gafst hún loks upp. Það er ávaili hæpið, hvort komizt verður hjá óhöppum, þegar gylturn- ar gjóta. En Daníel hafði einskis látið ófreistað til þess að koma í veg fyrir slíkt Hann hafði gætt sér- staklegrar varúðar vig matgjöf síð- ustu dægrin, og til enn frekari var- úðar hafði hann hellt vænum skammti af laxerolíu ofan í gyltuna, því að hann óttaðist, að hægðateppa kynni að verða henni til baga. Af því gat hlotizt, að ekki félli til hennar. Daníel hafði beðið' Ágústínus að koma sér til aðstoðar. Hann var ætt- aður frá Bergamó, en hafði dvalizt í Tessínalandinu í nokkur ár. í raun- inni var hann smiður, en þó liðtækur til flestra verka. þegar hann var á lausum kjala. Allt virtist ætla að ganga vel. Þrír litlir grísir, ekki öllu stærri en mýs, voru fæddir. Ágústínus hafði ekki aðhafzt annað en velja grísunum hæfi leg nöfn. En fjórði grísinn lét á sér standa. Ágústinus vai'ð að taka um trýnið á gyltunni og halda henni á meðan Daníel smeygði hendinni inn í burðarliðinn til þess að draga grís- inn frá henni, svo að þeir, sem á eftir komu lokuðust ekki inni. „Þennan hérna“, sagði Ágústínus og benti á litla grísinn, sem ekki hafði viljað' hverfa úr vistinni í móðurlífi. „Þennan héi'na skulum við kalla Benító". „Ertu frá pér?“ svaraði Daníel. „Eg er búinn að selja ítölsku fyrir- tæki grísina.“ „Þú ert alltaf að hugsa um pen- inga“, sagði Ágústínus. í sömu andrá gullu við ný hróp. Það var Lovísa, yngri dóttir Daniels, sem kallaðh „Pabbi! Það' er kominn gestur, sem vill fá að tala við þig.“ Daníel gaf sig ekki að því freka, en áður. Hann hélt áfram að sýsla við grísina. Nú reið á því að koma í veg fyrir, að einhverjar pestir yrðu þeim að grandi. Hann hafði sagt þeim mæðgum, að hann vildi vera í fiiði við sitt verk a meðan hann væri við það, og það rnætti alls ekki ónáða hann. Hann anzaði því ekki Lovísu íremur en móður hennar, heldur sökkti sér niður í það, sem hann var að gera. Hann lét.litlu grísina með mestu vartð 1 stóran kassa, sem þakinn hafði verið innan með hálmi, og breiddi yfir hann ullarbrekán. Ágústínus tók hildirnar og hreinsaði stíuna. Þá heyrðist Sylvía, eldri dóttir Daníels, hrópa hástöfum: „Pabbi! Það er alltaf beðið eft- ir þér“. Hún kom hiaupandi niður stíginn í átt til svínastíunnar. Andartaki siðar birtisf hún í dyr- unum, og á eftir henni kom Katrín saumakona, roskinn einstæðiskven- maður frá Flórens, sem dvalizt háfði í Mínúsíó mörg síðustu árin. Þar vann hún fyrir sér. við fatasaum, en þó einkum við að venda fötum og breyta þeim. „Ætlarðu að segja mér, að þið hafið sífellt verið að kalla á mig í hálfa klukkustund vegna þessarar konu?“ hreytti Daníel út úr sér, þeg- ar hann sá Katrínu. Katrínu var ekki þannig farið, að hún ryddi þvi fyrirvaralaust úf úr sér, er hún ætlaði að segja. „Katrín vili tala við þig“, sagði Sylvía og lét ofanígjöfina eins og vind um eyrun þjóta. Ágústínus og Sylvía gengu upp stíginn. Katrín varð ein eftir hjá Daníel. „Þú veizt, að ég er þannig gerð, að ég hef alltaí haldið mig við minn leista", sagði hún. „Mér er alveg sama um þinn leista", svaraði Daníel, allt annað en nota- lega. „Þú veizt það þó, að ég hef ekki verig með nefið niðri í annarra ösk- um þau ár, sem ég hef verið hér í TessínalandimT'. „Það kemur mér ekki við“, hreytti Daníel út úr sér og gerði sig líkleg- an til þess að ganga heim^ Bn þegar Katrín varð þess áskynja, að Daníel ætlaði ekki einu sinni að hlusta á hana, sleppti hún öllum málalengingum. Hún vék formála- laust að því, sem henni lá á hjarta: „Það kom tii mín ítali, sem vildi, að ég gerðist n jósnari", sagði hún. Daníel stakk við fótum. Katrín greip andann á lofti. Svo sagði hún honum sögu sína. Hún hafði hitt þennan ítala af tilviljun í skrifstofu í Lókarnó. „Þú ert búi'n að vera hér í Tess- ínalandimu í mörg ár‘‘, sagði hann i við mig, „og þú þekkir hér alla. Þú i ert hingað og þangað í vinnu. Þú kem- ! ur á mörg heimili og heyrir fjölda ■. fólks tala saman. Þú ert einhleyp og i farin að eldast. og enginn er smeykur ; vig að láta þig heyra það, sem hon- : um býr í brjósti. „Eg nýt hér fullrar virðingar" segi ég. ,d2g hef alltaf haldið mig við minn leista". Hann hélt áfram þrefinu: „Eí þú gætir sagt mér“, segir hann, „hvað sumir þessara ítölsku andfasista, sem haf- ast við hér í Tessínalandinu á milli Askóna og Beliinzóna, eru að þinga um sín á milli, þá væri ekki vonlaust um, að þú kynnir að geta lagt eitt- hvag fyrir til elliáranna" “. Daníel var búinn að jafna sig eft- ir undrunina, sem hafði lostið hann. Hann leit rannsóknaraugum á Katr- ínu, sem hafði romsað þessu upp, snöktandi og skjálfandi. „Hvers vegna ertu að segja mér þessa sögu?“ „Hvað áttu við?“ „Eg er Tessúii", sagði Daníel, „og mér koma þín itölsku málefni ekkert við. Hvers vegna kemur þú til mín? Hver sendi þig hingað?" „Eg hef þó þekkt þig í þrjátiu ár“, sagði konan ekkablandinni röddu. „Þú veizt, að ég hef alltaf unnið fyr- ir mér með heiðarlegum hætti. Þú veizt, að ég hof alltaf haldig mig við minn leista . “ „Það, sem ég vil vita, er þetta“, sagði Daniel og brýndi röddina: „Hver sendi þig tO mín?“ „Enginn“, svaraði Katrín. Og svo bætti hún við, lágum rómi: „Mér leiðist það, að ég skyldi ónáða þig. Eg skal ekki íefja þig meira“. Hún vatt sár frá honum og rölti af stað niður á veginn til Gordóla og Mínúsíó. Daníel dokaði við, en fór svo á eftir henni. „Hafi engimm semt. þig, hvers vegna komstu þá til mín? spurði hann. „Eg ætlaði að leita ráða“, svaraði Katrín. Hún leit ekki við og hélt áfram göngunni. „Hvaða ráða væntirðu hjá mér?“ „Mér datt í hug ag spyrja, hvort ég ætiti að veröa við þessum tilmæl- um mannsins“. sagði konan og nam staðar. „Eg veit ekkert, hvað ég á til bragðs að laka. Eg hef aldrei kom- izt í aðra eins klípu á ævi minni. Ef ég geri þetta, fæ ég dálitla pen- inga fyrir það, en þá leiði ég ógæfu yfir fólk, sem aldrei hefur gert mér mein. Neiti ég, skrá þeir mig and- | fasiista og ofsækja mig á allar lundir. | Þú hefur þekkt mig í þrjátíu ár, og j þú veizt, að ég er hvorki fasisti né andfasisti. Þú veizt, að ég hef alltaf í unnið fyrir mér með heiðarlegu móti og haldið mig við minn leista“. Daníel var hugsi. Katrin rölti ! snöktandi rf stað, og Daníel fylgdi T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 375

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.