Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 19
af dálítilli hreyfingu. Og svo er allt- af gotf að létta sér ögn upp“. Feðginin gengu þegjandi áleið'is til Gordóla. Vegurinn hlykkjast eftir hlíðinni, hátt uppi yfir farvegi ár- innar, sera rennur með fossaföllum og iðuköstum eftir dalskorunni. „Getum við ekki gengið með ánni?“ sagði Sylvía. „Ekki býst ég við' því“, svaraði fað- ir hennar. En hann vildi þó fara að vilja dóttur sinnar, svo að hann bætti við því, að þeim lægi ekkert á — þau gætu reynt það. Þau fóiu niður snarbrattan stíg, sem lá í ótal krókum og bugðum nið- ur að ánni, þar sem hún féll beljandi í klettaþröng. Neðan við þröngina var lygn hylur, spegiltær — svo tær, að hver steinvala í botninum sást greinilega. Hingað til höfðu feðg- inin aðeins skipzt á örfáum, hvers- dagslegum or'ðum. Þetta fálæti olli því, að Daníel fann betur en nokkru sinni áður, hve mikil breytiug hafði orðið á framkómu Sylvíu. „Sjáðu, hvað steinarnir eru falleg- ir!“ sagði Sylvía allt í einu, og benti á einkennilega, fetsbreiða malarrönd niðri í vatninu „Þetta eru riðstöðvar silungsins," sagði faðir hennar. „í lok september- mánaðar kemur silungurinn neðan úr dalnum og gýtur hér í hyljunum. Hryggnurnar leita upp hylji með sporðinum og ryðja grópir í botninn. f þær hrygna þær, og svo fá hrognin afdrep á milli steinanna". „Er það þannig, sem silungarnir verða til?“ „Þegar hrygnurnar hafa hrygnt, koma hængarnir og frjóvga hrognin. Þeir fylgja hiygnunum eftir og spræna þykkum, hvítum vökva ofan í grópirnar, þar sem hrognin eru. Að nokkrum i;ima liðnum kviknar líf í hrogmmum." Sylvía starði hugfanginn á malar- röndina í hylnum, þar sem þessi ævin- týri gerðust. „En hvað þetta er skemmtilega ein- falt“, sagði hún. „Silungurinn iðkar ekki kirkjuferð- ir, barnið mitt“. Lengri urðu samræður þeirra ekki á heimleiðinni. „Talaðirðu við hana?“ spurði Fíló- mena, þegar Damíel kom heim. „Ekkeit“. Svo rann upp sá dagur, að verk- fræðingurinn fór í fyrsta skipti út úr herberginu, þar sem hann hafði hafzt við, og lagðisf á stól úti í ald- ingarðinum. Ágústínus og Katrín komu gangandi eftir veginum frá Gordóla. „Ungfrú Sy!\'ía“, kallaði verkfræð- ingurinn. Katrín heyrði þetta. Hún nam skyndilega staðar — stóð kyrr sem gróin væri við jörðina. Svo gekk hún að limgerðinu, sem á milli aldingarðs- ins og vegarins var, og gægðist inn fyrir. „Daníel“. sagði hún, titrandi frá hvirfli til ilja, „Daníel! Þetta er njósnarinn, sem ég sagði þér frá“. „Ertu gengin af vitinu?“ hrópaði Daníel. Og svo sagði hann henni, að með þennan mann hefði verið komið þangað stórslasaðan, að kvöldlagi, þegar hann var ekki heima. Katrín gekk að limgerðinu í ann- að sinn og lýndi á manninn, sem nú var niðursokkmn í innilegar sam- ræður við Sylvíu. „Auðvitað er þetta hann“, sagði hún. „Eg forða mér burt, áður en hann sér mig“ „Gott og vel ‘, sagði Daníel. Hann var orðinn býsna fölur. „Segðu Ágústínusi að koma hingað á morgun um þetta leyti. Eg skal haga svo til, að maðurinn sjái hann ekki“. Sylvía kom til föður síns að litilli stundu liðinni. „Sjúklingurinn okkar er alveg að ná sér“, sagði hún við hann. „Það væri fallega gert af þér, ef þú talaðir svolítið við hann stöku sinnum. Mikið var gaman, að tilviljunin skyldi færa okkur svona góðan mann“ „Já, auðvitað — ég hefði gaman af því að tala við hann“, svaraði Daniel og leitaðist við að dylja geðs- hræringu sína. „Við gætum matazt öll saman í dag.“ En það varð fátt um samræður við matborðið. Daníel afbar það ekki að horfa á þennan mann, sitjandi á milli systranua. Hann afsakaði sig, kvaðst vera með höfuðverk og gekk út. Að stundu liðinni komu þau út í aldingarðinn til hans. „Hvað hafa biöðin sagt í fréttum?" spurði verkfræðingurinn svonefndi gestgjafa sinn. „Eg hef ekki séð dag- blað í margar vikur“. „Það gerist einhver voði á hverjum degi“, svaraði Daníel. „í gær varð ægilegt járnbrautarslys í Frakklandi, og hundruð manna fórust“. „Það gerist alltaf einhver voði", tók verkfræðingurinn upp eftir Daníel. „Enn hörmulegra er þó, hvernig fólk steypir sjálfu sér í ó- gæfu. Hugsum okkur þessi hundruð manna, sem fórust í járnbrautarslys- inu í gær. Þetta hafa verið stúdentar, bændur, kaupsýslumenn, liðsforingj- ar, læknar, sölumenn og lögfræðing- ar, allir í sömu lest. Þeir voru í sömu lest — og þó ekki. Bændurnir voru að hugsa um markaðsverðið, lögfræðingarnir um heiðursmerki, liðsforingjarnir um auðugt kvonfang, læknarnir um þras við bæjaryfirvöld- in I þorpunum, þar sem þeir áttu heima, stúdenlamir um nýju bindin, sem þeir höfðu keypt. Þannig fór hver sínar götur. Það ekur hver í sinni lest. En svo voru þeir skyndi- lega allir settir í sömu lestina — lest dauðans Bindi stúdentsins eru troðin í svaðið undir stígvélum bónd- ans, sverð liðsforingjans nístir hjarta kaupsýslumannsins, nýju skórnir í farangri sölumannsins tortímast 1 reyk og eidi. heir voru allir í sömu lest, þó að þeir vissu það ekki“. „Yfirmenn járnbrautanna flýttu sér að rjúfa þessa einingu dauðans", sagði Daníel. „Þeir flokkuðu líkin eftir því, hvort þau voru í Ioðfeldum eða ekki.“ „Á þá togstreita mannanna að ná út yfir gröf og dauða?“ sagði Sylvia. „Það er regindjúp á milli eðli manns, ætlunarverks hans og þess, sem þjóðfélagið gerir úr honum“, svaraði slasaði maðurinn. „Þetta lá á mér eins og mara á meðan ég barð- ist við dauðann. Við erum öll hvert í okkar lest, og þó ökum við eftir sömu brautartemunum." „Þjóðfélög nútímans eru grund- völluð á aðgreiningu og fjandskap eins í garð annars", sagði Daníel. „Miklum meirihluta mannkynsins er meinað að njota ávaxtanna af iðju sinni. Menn hafa ekki fyrr lokið verki en það, sem varð fyrir atbeina þeirra, er ekki lengur þeirra eign, heldur óvina þeirra. Ávöxtur starfs- ins gengur í bandalag við óvini þess, sem innir það af höndum. Dauðir hlutir eru gerðir að skurðgoðum, sem allir verða að lúta.“ „Þaif þetta að vera svona um alla framtíð?" spurði Sylvía. „Þegar ég var ungur“, sagði slas- aðj maðurinn, „lét mig líka dreyma um þjóðfélag, sem væri betra en það, sem við lifum í . . .“ Daníel tók til rekunnar og hélt áfram moldarvinnunni í aldingarðin- um. Vorið nálgaðist, og það var margt, sem kallaði að. Hann rak rekuna af afli niður í moldina, steig á fót- stigið með hægri fæti og fylgdi fast eftir, kastaði síðan moldarkögglinum af blaðinu. Fílómena muldi moldina með hrífu og rakaði yfir jafnóðum. Höfugan þef aí rakri mold lagði um allan aldingarðinn. Stórir svitadrop- ar hnöppuðust a þungbúnu og þreytu- legu andliti Daníels. Slasaði maður- inn hélt kyrru fyrir i garðinum, þar til komið var kvöld og fyrstu stjörn- ur fóru að tindra yfir Senerífjalli. „Eg hef ekki horft upp í himininn í mörg, mörg ár“, sagði hann lágt, þegar hann var setztur að kvöldverð- arborðinu með heimiliisfólkinu. Sylvía stóð upp og gekk burt. Hún var aftur með bók i hendinni. „Þetta minuti mig á kafla í öðru bindinu af Stríði og friði eftir Tol- stoj“, sagði hún. „Andrés fursti særð- ist í orrustu milli Rússa og Frakka í nóvembermánuði 1805. Tolstoj segir þannig frá: „Hann opnaði augun i von um að sjá, hvernig stimpingunum hefði lykt- að — hvort rauðhærða skyttan hefði T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 379

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.