Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 20
verið drepin eða ekki og hvort fall- byssurnar hefðu orðig herfang óvin- anna eða þeim hefði verið komið undan. En hanri sá ekkert, nema him- inhvelfinguna hátt yfir höfði sér. Himinninn var ekki heiður, en þó ómælanlega langt í burtu, og grá skýin voru á hægu reki. Hve hljótt, kyrrt og hátíðiegt, hugsaði Andrés fursti — ó, hvað þetta stingur í stúf við öskrin og orrustugnýinn. Hin hljóða för skýjanna um endalausan geiminn er svo gerólík sviptingum Frakkanna og skyttunnar, sem börð- ust um þerriburstann úr fallbyssunni í heiftþrunginní örvæntingu. Hvemig stendur á því: að ég skyidi þó loks renna þangað augum núna! Allt er hégómi og blekking nema þessi óend- anlegi himinn Ekkert, ekkert er veruleiki nema hann. Og reyndar er hann ekki tii beldur. Ekkert er til nema kyrrðin og friðurinn. Og guði sé lof fyrir það . . .“ “ Tunglið var komið upp og hellti geislaflóði sínu yfir Magadínódal- inn. „Tunglið er með augu og nef eins og við“. sagði Lovísa. „Það eru vötn og fjöll“, sagði Sylv- ía rödd leiðbeinandans við systur sína. „Ef tunglbúar horfa niður á jörð- ina á þessari stundu, er hún vafalaust svipuð i þeirro augum“, sagði gest- urinn, sem kailaðist verkfræðingur. „Hvernig skyldu stórborgir jarðar- innar vera, þegar horft er á þær ut- an úr geimnum- ítalía líkist líklega helzt striki, og Sviss er eins og punkt- ur.“ „Hverju líkist þá Mússólíni?" sagði Lovísa. „Eða Motta?" bætti Daníel við. Allir hlógu. Daníel gekk á móti Ágústínusi, þegar hann sá til ferða hans morg- uninn eftir, og fór með hann inn í húsið um dyr á þeirri hlið þess, er sneri frá aldingarðinum, þar sem verkfræðinguriiin svonefndi lá í sól- baði. Þeir fóru upp í herbergi Lovísu. Ágústínus gæs/ðist út um gluggann, lét gluggatjöldin skýla sér, svo að maðurir.n yrði hans ekki var. „Þetta er sami maðurinn," hvíslaði Ágústínus. „í þetta skipti skal hann þó ekki ganga okkur úr greipum", bætti hann við Hann neri hendutn- ar. „Ertu að gera að gamni þínu?“ sagði Daniel með þeim raddhreim, að Ágúsfínus leii við. „Refurinn sit.ur fastur í gildrunni", sagði hann. „Ætlar þú að sleppa hon- um úr henni'' Einn þeirra manna, sem myrða félaga okkar á ítalíu í fangelsum og tangabúðum út um all- ar eyjar, er genginn okkur í greipar af tilviljun Eigum við að láta hann sleppa?" Það <rar auðheyrt, að Ágúst- ínusi hafði runnið í skap. „Hann er á mínu heimili — hann er gestur minn ‘, svaraði Daniel hóg- værlega. „Hann er njósnari", sagði Ágústín- us. „Hann var njósnari, en nú er hann gestur minn“, svaraði Daníel af sömu hægð og áður. „Hann kom hingaö dauðvona og leitaði á náðir okkar. Hann náði heilsu á heimiii mínu . . .“ Ágústínus trúði ekki sínum eigin eyrum. „Hvers konar linka er þetta?“ sagði hann. „Þú veiz; mætavel, hvaða tök- um fasistarnir beita okkur. Ekki láta þeir samvizkusemina hindra sig.‘“ „Eg veit það“, svaraði Daníel." Og þess vegna er ég ekki fasisti". „Við lutum í lægra haldi, af því ag samvizkusemin var okkur fjötur um fót“. „Og samt sem áður munum við sigra“, sagði Daníel. Ágústínus gat ekki annað en hrist höfuðið andspænis slíkum þráa. „Hvað verður hann hér lengi?" spurði hann svo. „Ef til vill eina viku enn. Hann er ekki búinn að jafna sig“. - „Þá getum við talað betur saman, áður en hann kveður fyrir fullt og allt“, sagði Ágústínus. Daníel afréð að minnast ekki á þetta vig mæðgumar. Hann vildi ekki gera þær skelkaðar. Hann forð- ast líka að vekja tortryggni gestsins. Ein af mágkonum Daníels hafði al- ið barn fyrir skemmstu, og það var afráðið, ag þau hjónin heimsæktu hana og Sylvía færi með þeim. Lovísa varð eftir heirna hjá gestinum. „Þú er> búinn að vera hér margar vikur, og þér hefur aldrei verið sýnt húsið“. sagði stúlkan vig verkfræð- inginn svokallaða. „Það er af því, ag ég hef legið rúmfastur“, svaraði hann. Lovísa sýndi honum allt, hátt og lágt, meira að segja kjallarann, þar sem Daníel gcymdi kartöflur sínar, sveppi, ávexti og garðyrkjuverkfæri, Og hún fór með hann inn í herbergi sitt, þar sem þær Sylvía sváfu nú saman. Athygh hans beindist að mynd, sem hékk á veggnum. Hún var í ramma og skreytt tveimur rauðum pappírsslaufuni. „Af hverjum er þessi mynd?“ spurði hann „Matteottí". Hann hlammaði sér á stól. „Hver er Matteottí?" spurði hann. „Það var maður, sem Mússólíni lét myrða. Hann talaði máli fátækling- anna“. „Ertu andfasisti?" „Já, auðvitað'. „Er Sylvía þag líka?“ „Hún er enn þá meira á móti fas- istum en ég“ „Og faðir ykkar?“ „Honum er verst við þá af okkur öllum . . . En hann talar ekki um það — hann lætur verkin tala“. Svo fór Lovísa með hann upp á efri hæðina. „Hér er herbergi foreldra minna“. „Og hvaða herbergi er þarna?“ „Þarna fær enginn stíga inn fæti sínum. Pabbi bannar það. Það er fullt af alls konar blöðum þarna inni, og hann vill ckki, að aðrir séu að róta í þeim“ Þau fóru aftur niður í garðinn. Næsta hálftímann var hainn á sífelldu flökti fram og aftur um garðstíg- inn. Svo tók hann ákvörðun. Hann fór til Lovísu og mælti: „Viltu skreppa fyrir mig með sím- skeyti á stöðina?" Hann fékk henni skeytið og dálítið af peningum. Sjálfur sagðist hann vera þreyttur og ætla beint í rúmið. Sylvía færði honum morgunverð daginn eftir. Hún barði að dyrum, en fékk ekki neitt svar. Dyrnar voru læstar Það hlaut eitthvað voveif- legt að hafa gerzt. Sylvía hljóp hróp- andi að stiganum, og allt heimilis- fólkið kom steðjandi til þess að for- vitnast um, hvað gengi á. Daníel braut upp hnrðina. Herbergið var mannlaust, rúmig óbælt, föggur gests- ins horfnar. „Hann er farinn", veinaði Sylvía. „Hann hefur farið án þess að kveðja", bætti Lovísa við. „Hann hlýtur að hafa farið i gær- kvöldi". sagði Fílómena og benti á römið Daníel hljóp upp á loftið, og mæðg- umar heyrðu að hann öskraði og ragnaði eins og hann væri genginn af vitinu: „Þjófur! Ræningi! Svikari! Hann hefur síolið öllum skjölunum mínum!“ hrópaði hann á milli for- mælinganna. Mæðgurnar hlupu upp stigann. Allf var á tjá og tundri í hei'berginu. Það hafði verið hvolft úr öllum skúffum á gólfið. í þessum svifum kom Ágústínus. Hann var fölur og æstur, þótt ekki væri hann búinn að frétta, hvað gerzt hafði á heimil; Daníels. „Njósnarinn strauk í gærkvöldi og hafði á burt meg sér hér um bil öll skjölin mín, þar á meðal allt, sem viðkom smyglinu yfir landamærin. Við verðum að gera öllum viðvart, sem við þetta eru ri.ðnir", sagði Daní- el við Ágústínus“. Við megum enga stund missa“. „Tuttugu verkamenn voru hand- teknir í járnhrautarstöðinni í Lúínó snemma í morgun", sagði Ágústínus“. Það voru allt menn, sem koma dag- lega til vinnu hérna megin landamær- anna og fara aftur heim á kvöldin“. Sylvía starði á þá, Ágústínus og föður sinn, í senn ringlug og forvið'a. Framhald á 382. síðu. 380 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.