Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 22
býr meðal annars, að vinnumönnun- um hefur þótt sauðaeignin tryggari í íharðæri. Sömuleiðis skyldu þeir, er stóðhross áttu, farga þeim sem fyrst, en vildu vinnumenn eiga hross, þá skyldu það vera brúkunarhestar, er þeir og bændur hefðu gagn af. í öðru lagi ákváðu þeir að gera það að fastri reglu að halda reikning um fjárhag sinn og láta eigur sínar ekki standa ávaxtarlausar. Ef hús- bóndi gyldi ekki kaup á réttum tíma, þá álitist það sem hver önnur skuld, er heimtuð yrði af venjuleg leiga. Ber þetta atriði með sér, hvar skór- inn hefur kreppt að: Bændur drógu að borga kaupið, en svöruðu ekki vöxtum af því. í þriðja lagi leyfðu vinnumennirmr sér að skora á alþingi að fella niður dagsverk til presta og hálfan ljóstoli til kirkna, er hjú guldu þá af lausa fé. í stað þessa skyldu þau greiða eftir sama mælikvarða og aðrir, er meiri tíund gerðu, að réttri tiltölu. Sennilega hefur verið orðið áliðið kvölds, er þessum fundi vinnumann- anna lauk, því að næsta laugardag fóru þeir Gísli og Jón að Gröf í ann- að sinn og gengu þá U1 fullnustu frá fundargerðinni. Var hún síðan send Þjóðólfi til birtingar. Er hún sögu- legt plagg, því að hér er um að ræða einhvern fyrsta vísi til verkalýðssam- taka á landfnu. IV. Engum getum skal að því leitt, hversu vel vinnumennirnir í Hruna mannahreppi hafa haldið samþykktir sínar. Það má vel vera, að þessi við- leitni hafi verið frá öndverðu verið dauðadæmd En hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá fóru nú í hönd þeir tímar, sem hlutu að ríða slikum sam- tökum að fullu. 1 uppsiglingu var mesti harðindakaflinn í sögu þjóðar- innar um langt skeið. Fénaður féll um land ailt á næstu misserum, og áræði bænda dvínaði, þegar svo stór skörð voru höggvin í bústofninn. Það lísriddi af sjálfu sér, að kapphlaupinu um vinnuhjúin var lokið í bili, og þá voru það sannarlega ekki vinnumenn- irnir, sem gátu sett kostina Það var því ofur eðlilegt, að vinnumannasam- takanna í Hrunamannahreppi getur ekki frekar Það er ekki heldur kunn- ugt, að Oess hafi verið freistað að fara þessa sömu leið í öðrum sveitum, svo sem vel hefði getað gerzt, ef byr- Iegar hefði blásið næstu árin. En vinnumannaforingjarnir áttu langa ævi fyrir höndum,- Gísli Einars- son hafi fylgt séra Valdimar Briem að Stóra-Núpi, og þar var hann, unz hann kvæntis! Margréti Guðmunds dóttur frá Ásum vorið 1884 og hóf búskap á Urriðafossi. Sökum greind- ar og áræðis hefði hann mátt virðast líklegur til nokkurra mannaforráða. En honum var svo farið, að hann undi hvergi til langframa og bjó aldr- ei nema fá ár á sama stað. Fór hann jörð af jörð um mestalla Árnessýslu og varð hvergi rótfastur, unz hann fluttist á gamals aldri að Hæli í Hreppum til dóttur sinnar, Margrét- ar, efckju Gests Einarssonar. Þar andaðist hann, meira en níræður, á nýársdag 1942. Jón Jónsson fór alfarinn frá Hruna vorið 1882 og gerðist ráðsmaður í Múla í Biskupstungum hjá Önnu Jóns dóttur, systur séra Sæmundar í Hraungerði og ekkju Egils hrepp- ■stjóra Pálssonar. Var þar hið mesta myndarheimili og góð efni í garði. Var Jón þar lengi ráðsmaður, og er það mál manna, að þessum frum- kvöðli verkalýðssamtaka á íslandi hafi verið í bezta máta lagið að gæta hagsmuna þess bús, sem honum var trúað fyrir. Mun Jóni hafa verið svo farið. að hann liefði verið trúr yfir hverju því, er hann tókst á hendur. Hann kvæntist aldrei og hafði aldrei fyrir búi að sjá, er hann ætti sjálfur, en eignaðist tvö börn. Hann andaðist árið 1926, nálega áttræður. J.H. REFURINN Framhald af 380. síðu. Það var eins og þetta væri leikþátt- ur á sviði „Nei!“ sagði hún allp í einu ekka- þrunginni röddu. „Nei! Nei! Það get- ur ekki verið satt. Það hlýtur að vera misskilningur! í guðsbænum — segðu það, Ágústínus, að þetta sé ekki satt!“ Daníel var fljótur að átta sig. „Við verðum með einhverjum ráð- um að bjarga þeim, sem ekki er búið að hremma“. sagði hann Þeir Ágústínus flýttu sér burt. Daníel kom ekki heim aftur fyrr en seiint um kvöldið. Fílómena og Lovísa sátu við ofninn, en Sylvía húkti á kassa. þar sem dimmast var í eldhúsinu. Daníel staönæmdist í eldhúsdyr- unum. „Smygtararnir okkar voru handteknir sncmma í morgun", sagði hann. „Bókage.vmsla fannst við hús- rannsókn um liádegisbilið Lögreglan er búin að gera Katrínu heimsókn, og Ágústínus verður sjálfsagf handtek- inn og i'ekinn úr landi. Hefur lög- reglan komið hingað?‘“ „Nei“, sagði Fílómena. Daníel settist á þröskuldinn. Nóttin færðist yfir, og stjörnurn- ar tindruðu á himninum. Haninn gal- aði í fyrsta sinn, en það hvarflaði ekki að neinutu að leggjast til svefns. Öll kveinkuðu þau sér við að stíga fæti á neð'ri hæðina, þar sem hinn rangnefndi verkfræðingur hafði hafzt við til skamms tíma. Haninn galaði í annað sinn. Filómena og Lovísa sátu grafkyrrar við ofninn. Sylvía húkti sem fastast A kassanum, þar sem dimmast var í eldhúsinu, og Daníel sat á þröskuldinum. Það var eins og einhver væri dáinn — eins og þau vektu yfir líki. Haninn galaði í þriðja sinn. Nístandi vein rauf þögnina. Þetta var líkt og hundur ýlfraði af megn- um sársauka, og svo heyrðist marg- radda garg dauðhræddra hænsnanna. Daníel spratf á fætur og hljóp niður garðinn í áttina að hænsnakofanum. Hann sá, að refur var fastur á löpp í gildrunni. Kvikindið hrökklaðist aftur á bak á þremur löppum og reyndi að slíta sig laust. Þegar það sá Daníel, hentisf það sitt á hvað í örvæntingu, en gat ekki komizt lengra en keðjan á gildrunni leyfði. „Loksins", hrópaði Daníel. Hann þreif öxi, sem lá við hænsnakofann, og hjó henni hvað eftir annað í refinn af viðlíka offorsi o-g harnn væri að fella gamla eik. Hann hjó hann í hausinn, bakið, vömbina og lappim- ar og linnti ekki fyrr en hann hafði höggvið hræið ■ smábita og ekki var annað eftii en blóðug stappa, sem ekkerf sköpulag sást á. J.H. þýddi. Lausn 57. krossgátu 382 T I IVl I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.