Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 8
— Ert þú ekki einn af þessum skíðagörpum þarna p myndinni? — Jú, ég er þarna. Við' erum á leið niður Hofsjökul árið 1926. Þú hefur kannski heyrt um þessa ferð. Miiller ganili átti upptökin að henni. Hann átti sumarbústað í okkar landi og kenndi okkur strákunum á skíðum. Hann langaði ákaflega til að byggja skíðaskála í Hveradölum, en það var erfitt að fá krónur á þessum tíma. Þá datt honum í hug að fara yfir Sprengisand á skíðum um hávetur, til þess að vekja áhuga á skíðaíþrótt- inni. Við fórum norður fjórir saman: L. H. Miiller, ég, Axel Grímsson og Reidar Sörensen. Við lögðum upp úr Eyjafirði. Síðasti bæriinm, sem við gisturn á, voru Tjarnir. Við sváfum þar vel um nótlina, en um morguninn kom Gunnar bóndi inn til okkar með fasi miklu, að okkur fannst. Sagði hann, að snjó- flóð væri fallið á bæina á móti, sem hét Úlfá. Við brugðum við skjótt og fórum með honum að bænum. Héld- um við, að hann væri á kafi undir flóðinu, því að við sáum ekkert til hans fyrr en við komum upp í snjó- flóðið, sem var geysimikið. Húsaskip- an var þannig háttað á Úlfá, að bær- inn, fjósið og hesthúsið stóðu hlið við hlið, en fjárhúsin á túniriu. Þegar við komum upp í flóðið, sáum við, að það hafði skorið hesthúsið sund- vir í miðju, likt og með sög. Fjár- tiúsið var á kafi í flóðinu, sem breiddi jr sér niður dalinn. Þess vegna höfð- um við ekki séð til bæjarins. Undar legast af öllu var þó, að fólkið á bæn um var allt í fasta svefni og hafði ekki hugmynd um, hvað fram hafði farið. Því brá að vonum mjög, þegar við vöktum það og sögðum tíðindin. Hestana í htsthúsinu sakaði ekki. Þeir höfðu verið í þeím helmingi húsins, sem eflir stóð. Fjárhúsið stóð þannig, að eitt hornið var grafið inn í hól, sem vissi að flóðátlinni, og þar voru kindurnar í kró. Þær voru fáar, því að bóndinn á Úlfá hafði orðið heytæpur og var nýbúinn að koma flestum kindunum í fóður á öðr um bæjum. Fjárhúsið tók alveg af, og stafninn ba-rst með flóðinu iangar leiðir. Þar undir stafninum fannst ein kind lifandi, þótt furðulegt sé. Það var strax hafizt handa um að grafa niður á fjárhúsin, og í krónni fast við hólinn var helmingur kind- anna lifandi. Við þennan atburð lagð ist byggð niður á Úlfá, enda bjó þar fátækt fólk, sem ekki þoldi mikil fjárhagsleg skakkaföll. Snjóflóðið var svo mikið, að snjóinn tók ekki upp árið eftir. — Þetta hefur verið góð byrjun eða hitt þó heldur. — Já, en það seinkaði ekki ferð okkar nema um einn dag. Við lögðum á brattann með sléðana okkar upp svokallaða Hákarlakorfu og fengum gott veður í fyrsta náttstað. Þegar við lögðum okkur til svefns í tjöld- unum okkar, var sautján stiga gaddur og skafrenningur. Ég hafði alltaf verið með hroða fyrir brjósti eftir lugnabólgu, en þarne um nóttina hvarf hann algjörlega og ég hef aldrei fundið til hans síðan. Demantar úr snjó Daginn eftir gerði ösku-norðanbyl og frostið herti. Það var komið í 21 stig, þegar við tjölduðum. Mtíller var mjög góður stjórnandi og varkár, og hann skipaði okkur að líta alltaf í andUtið á hvor öðrum, til þess að við yrðum strax varir við kalbletti. Við hlóðum tvöfaldan vegg úr lausa snjó við tjaldið, hituðum okkur hafra graut og fengum okkur heitblandaðan wiskysopa. En rétt í því skall vind- hviða á tjaldið og feykti öllu um koll inni í því. En það stóð, þótt snjó- kögglarnir byldu á því. Við settum matarkassana út í hornin á tjaldinu og sátum á þeim. Vindarnir komu að úr öllum áttum. Við máttum ekki hreyfa okkur af kössunum. Þarna sát- um við veðurtepptir í 48 tíma, en þá lægði veðrið lítíð eitt. Þetta var á vatnaskilunum, og við kölluðum staðinn Skrattabæli. Vig fórum það- an, þótt veðrið væri ekki sem bezt, og höfðum ekki lengi farið, er við fengum glaðasólskin. Hins vegar var himtaníinn jafnljótur yfir Skrutta- bæii eftir sem áður. — Var frostig mikið? — Það var mest 29 stig að nóttu. Þá höfðum við tveggja tíma vaktir lil þess að kuldinn næði ekki tökum á okkur í svefni. Ég tók aðra vakt- ina þá um nóttina. En svo voru veðra- brigðin mikil, að þegar ég gekk út til að huga að mælinum, var frostið fallið niður í 8 stig. Mtíller trúði mér ekki, þegar ég sagði honum frá þessu og spurði: „Heyrðu, Tryggvi, hvað erlu búinn að gera við wisky-flösk- una? En hún var á sínum stað og ég óíullur?" — Voruð þjð nokkurn tima hætt komnir? — Nei, ferðin gekk vel, enda notuð um við allar varúðarráðstafanir, sem við þekktum, en ég er hræddur um, að verr hefði farið hefði Mtíliers ekki notið við. Það gekk alltaf einn maður í bandi á undan sleðanum og kann- aði leiðina. Á Hreppamannaafrétti fengum við logndrífu í tvo daga og sáum ékki út úr augum. Þá gengum vig í bandi. Yngri mennirnir urðu dálítið leiðir á þessum hægagangi. og einu sinni skelltu þeir sér fram úr okkur Mtíller. Þeir hurfu okkur í hriðinni, og við vissum ekki til þeirra fyrr en við sáum hvar þeir höfðu farið fram af snjóhengju. Við köll- uðum, en fengum ekkert svar. Okkur varð mjög órótt innanbrjósts við þetta, en tókum það til bragðs að láta alúminíumpott fullan af snjó síga fram af hengjunni. í honum var miði er við höfðum skrifað á, að þeir ættu að kippa í pottinn, ef allt væri í lagi. Aldrei var tekig í pottinn, og urðum við nú alvarlega hræddir. Við tókum nú pottinn upp og létum hann síga niður á öðrum stað. Þá loks kipptu þeir í pottinn okkur til mikils hugarléttis. Þeir voru ómeidd ir eftir falhð, höfðu komið niður í lausan snjó. Þetta hefði getað farið verr, en heppnim var með okkur. — í annað skipti féll sá, sem var í band inu fyrir sleðanum, niður um ís á Þjórsárkvíslum, en náðist strax upp ú’r. Við þurftum að vaða Blaulu- kvísl, en Mtíller hefði reiknað með þeim möguleika eins og öðru. Hann hafði látið gera brækur miklar, sem vógu ekki nema 200 grömm. í þeim óðum við ána í 11 stiga gaddi og varð ekki meint af. Ég verð aldrei svo gamall, að ég gleymi þessar iferð. Það var furðu- leg og fögur sjón, að sjá hrímkrist- allana í 800—900 m. hæð. Þeir glitr- uðu eins og breiða af demöntum. Fjallasýnin var dásamleg. Og eitt Framhaid á 381. síðu. Upp úr Eyjafirðinum inn á öræfin. 368 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.