Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 16
faenni eftir. ÁgúStínus beið uppi á stígnum. „Heyrðu“, sagði Daníel við konuna. „Þú skalf ekki vera hrædd. En segðu Ágústínusi það, sem þú hefur sagt mér, og gerðu síðan það, sem hann ráðleggur þér“. Daníel horfði á eftir þeim, þar sem þau gengu í áttina til Gordóla. Síðan sneri hann til svínastiunnar sinnar til þess að huga að grísunum. Nokkrum dögum síðar var hann með Sylvíu. dóttur sinmi, að vinmu í laufskálanum í víngarðinum. Þá skaut Ágústínusi allt í einu upp. Daníel hafði ekki séð hann síðan gyltan gaut. Daníel hafði ætlað að nota þessa morgunstund til þess að forða því, að sníkjusveppir eyðilegðu vínviðinm hans. Hann strauk greinarnar með litlum vírbursta í leit að sýktum blettum, og Sylvía fylgdi honum eft- ir með sjóðheitt vatn í könnu. Því úðaði hún þar, sem sýkingar varð vart. Ágústinus ók vörubifreið, sem var hlaðin múrsteinum. Hann nam staðar og kallaði: „Þetta er allt í fullum gangi“. „Hvað er í fullum gangi?“ spurði Daníel, sem áttaði sig ekki undir eins á því, hvag hann var að fara. „Þú veizt, hvað ég á við1", sagði Ágústínus. Svo veifaði hann hend- inni og ók brott. Daníel hristi höf- uðið. „Þessir ítalir eru bezta fólk“, sagði hann vig dóttur sína. „Þeir eru hjálp- fúsir og fljótir til — og hugrakkir. En þeir eru of málgefnir". Sylvía herti upp hugann og vék að því, sem hana hafði lengi langað til að mlnmast á: „Pabbi“, sagði hún, „ég veit, að þú hefur oft hjálpað þeim, sem vilia frelsa ítalíu, þó að þú talir ekki um það. Get ég ekki gert eitthvað líka?“ „Tíndu þarna saman greinarnar og kveiktu svo i hrúgunni", svaraði fað- ir hennar. „Annað getur þú ekki gert eins og sakir standa“. Sylvía hlýddi Daniel fylgdi henni eftir rneð augunum á meðan hún tíndi upp greinarnar og bar þær saman í litlar hrúgur Hún varg tvítug í nóvember. og Daníel virti hana fyrir sér, bæði hreykinn og kvíð'inn, því að hún var dýrmætasta og ótryggasta eign hans. Næst sá Daníel Ágústínus á sunnu- dagsmorgun. Það var fáum dögum síðar. Daníel og Fílómena voru að tala um ref, sem komizt hafði í hænsnabú í Kadenazzó og Róbasakkó nóttina áður. „Það fundusí hér um bil fimmtíu ungar hausstýfðir", sagði konan. „Hafi hausinn verið stýfður af þeim og blóðið sogið úr þeim, þá hefur það verið mörður, en ekki refur,“ sagði Daníel. Bílstjóri frá Kadenazzó kom aðvíf- andi, og þau le.ituðu álits hans. „Það var refur — tvímælalaust“, sagði hann. „Og seunilega fleiri en einn. Hjá einum var ekkert eftir nema stélfjaðrimar". „Við verðum að hafa gát á ung- unum okkar“ sagði Fílómena við Daníel. „í fyrra misstum vig þá alla úr einhverri pest. Það færi alveg með okkur, ef refurinn hremmdi þá núna“. „Við verðum að egna fyrir hann“, sagði Daníel. í þessum svifum var það, að Ágúst- ínus kom. Hann kallaði Daníel á ein- tal og sagði honum, að allt gengi að óskum. „Katrin fór að ráðum mínum og gerði það, sem ég sagði henni að ■ gera“, sagði hanin. „Njósnarinn gein við agirímu. Nú verðum við að vera viðbúnir‘'. „Hvað ætlastu fyrir?“ spuiði Daníel með ákefð. „Við ginnum hann í gildru", svar- að'i Ágústínus.' , Daníel gat ekki ag sér gert — hann hló. Þetca orð, gildra, var hið eina, sem Fílðmena hafði heyrt af orðaskiptum þeirra, og nú gaf hún ekki orða bundizt. „Það er ekki nóg að egna gildru", sagð'i hún vig Ágústínus. „Hann er slægur, refurinn, og gín ekki um- svifalaust við hvaða agni sem er. Og þó að það freisti hans, þá byrjar hann á því að krækja klónum í það. Það getur kannski verig gott að setja upp stálgildru, en ég held nú, að Jiað sé betra að eitra fyrir hann“. Agústínus skildi ekki strax, hvað hún var að fara „Það er ekkert tryggara að eitra fyrir hann“, sagði Daníel og sneri sér að konu sinni. „Sé tófa hungruð, þá er eins oft, að hún hirðir ekki um að tína upp smábita, sem dreift er hingað og þangað. Og þó að hún gleypi eitraðan kjötbita eða eitraða kastaníuhnot, þá er alls ekki tryggt, að það komi að gagni. Það veit eng- inn, hvað mikið þarf af strykníni til þess að granda tófu, sem menn hafa ekki séð, Sé stryknínið dauft og tóf- an feif og hraust, þá getur alveg eins verið, að hún fái bara magakvöl um stundarsakir, og ekki kemur það í veg fyrir, að hún leggist á ungana. Og sé of mikið notað af eitrinu, ælir hún því samstundis, og þá verður hún hálfu gráðugri en áður, þegar hún hefur jafnað sig“. „Það er með öðrum orðum ógerlegt að ráða niðurlögum refs“, sagði Ágústínus, er nú hafði loks skilið, hvað hjónin voru að tala um, þegar hann kom. „Ekki er það ógerlegt, þó að það sé erfitt“ sagði Daníel. „En hingað til-^s hafa menn ekki veitt þá með málæð- inu einu saman“. Fílómena gekk inn, þvi að yngri dóttirin kallaði á hana. Karlmennirp- ir hurfu inn í aldingarðinn, þar sem þeir héldu áfram samræðum sínum. „Þegar Katrín var búin að snökta og andvarpa nægju sína, féllst hún á að gera það, sem ég vildi“, sagði Ágústínus. „Þessi ítalski þrjótur kom svo til hennar i gær og sagð'i henni heimilisfang “Sitt í Pallanza. Hún á að skrifa honum, þegar hún hefur kom- izt á snoðir um eitthvað". „Tilgreindi hann ekki einhverja, sem hún á ag sitja um?“ „Ekki hefur hann ger* það enn“, svaraði Ágústínus. „En hann mæltist til þess, að hún forvitnaðist um nöfn ítalskra verkamanna, sem koma dag- lega i vinnu hérna megin landamær- anna og eru í kunningsskap við flótta- menn og aðra, sem tortryggilegir þykja i stjórnmálum. Hann lét þess getið, að henni yrði borgað rausnar- ef hún hjálpaði honum til þess að komast á snoðir um, hverjir smygla byltingai'ritum og áróðursbæklingum frá Sviss til ftalíu". „Nefndi hann þá ekki meinn, sem grunur hvílir á?“ spurði Daníel. „Ekki í þetta skipti“, svaraði Ágústínus. „Hann sagði Katrinu, að eiríhver ráð yrðu með að koma henni fyrir í Ziirich, ef böndin bærust að henni eða hún teldi sér hættu búna“, bætti hann við. „Hún hefur verið hér í Tessinalandinu i þrjátíu ár, og hana hefur sjálfsagf alltaf langað til þess að flytjast aftur til stór- borgar“. „Heldur Katrín, að ég sé í einhverj- um tengslum við ítalska byltingar- menn?“ spurði Daníel. „Áreið'anlega ekki“, sagði Ágúst- ínus. „Það linnir ekki andvörpun- um, þegar hún talar við mig, og alltaf tönnlast hún á því, ag hún hafi unnið heiðarlega fyrir sér og haldið sig við sinn leista. Og signor Danfel er svo stakur heiðursmað- ur og Tessíni í ofanálag, segir hún — hann hefur aldrei flækz) í neinar stjómmálaerjur og getur borið mér vitni, segir hún . . .“ Sylvía var í litla herberginu sínu uppi á loftinu og nú sá hún þá Ágústínus í aldingarðinum. „Má ég koma til ykkar?“ kallaði hún. „Auðvitað máttu það“. Stúlkan kom hlaupandi út í garð- inn. En þegar hún nálgaðist, breyttu þeir um umræðuefni og fóru að tala um veðurhorfurnar. Daníel egndi gildru við hænsmakof- ann á hverju kvöldi og eitraði auk þess fyrír refinn hér og þar. En það bólaði ekki á því, að hann léti blekkjast. Og sömu sögu var að segja af refnum, sem Ágústínus hugð- ist veiða: Hann gekk ekki heldur í þá gildru, sem egnd hafði verið fyrir hann. Að minnsta kosti hafði Daníel ekki neinar spurnir af honum. „Líf bóndans er þrotlaus barátta", 376 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.