Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 5
lýsingum íyrir hann í dulargervi, sem höfðu mikla þýðingu, jafnt í hernað- arlegu tilliti sem öðru, er laut að landstjórn. Napier mat upplýsingar hans mikils, en hið sama verður vart sagt um aðra yfirboðara hans. Þær orkuðu lítið á þær óvinsældir, sem hann hafði aflað sér með framkomu sinni. Árið 1848, sex árum eftir að hann kom til Bombay, var hann borinn um borð í briggskipið Eliza, hálfblindur, skjálfandi af hitasótt, náfölur og nið- urbrotinn. Hann hafði verig túlkur á vígstöðvum, þar sem barizt var við uppreisnarflokka innborinna manna. Þar hafð'i hann auðvitað átt í útistöð- um við alla yfirmenn sína, eins og fyrri daginn. Að hans eigin áliti var hann algjörlega saklaus. Allt voru þetta ofsóknir annarra á hendur hon- um. Honum var ljóst, að frami hans í Indlandi yrði aldrei neinn og hann skellti allri skuldinni á aðra. „Ég var alveg saklaus" — segir hann. Já, al- veg saklaus: Hann hafði aðeins haft horn í síðu hvers einasta starfsfélaga síns. Vissulega staðið uppi í hárinu á hverjum einasta yfirmanni sínum, að undanskildum Napier, sem fór fljót- lega frá Indlandi. Áunnið sér hatur allra undirmanna sinna með hroka- fullri framkomu sinni. Hann breytti almennustu kurteisi í ókurteisi og ósvífni, sem gekk alveg fram af öll- urn hinum heiðvirðu og siðavöndu of- ursta-konum í hverfi Evrópumanna í Bombay. Hann vissi allt betur en yf- irboðarar hans, að eigin áliti. Stað- reyndin var líka sú, að hann hafði í mörgum tilfellum meiri þekkingu á málefnum Indlands en yfirboðarar hans. Vandræðin, sem spruttu af hon um alls staðar, stöfuðu að miklu leyti af því, að hann var óspar á að útbreiða vitneskiu um þessa yfirburði sína. — Sennilega hefur enginn Evr- ópumaður, sem sneri til Englands frá brezkri nýlendu og átti að teljast í hópi betri borgara, átt jafn fáum góðum heimfararóskum að fagna og liann. Hann hafði yfirgefið England og enginn saknað hans nema fjöl- skylda hans. Nú sneri hann aftur og enginn fagnaði honum nema hún. Eftir að hann kom tíl Englands gaf hann út nokkrar bækur um ferð- ir sínar í Indlandi Þeim var ekkert sérstaklega vel tekið, en þær leiddu fram geysimikla þekkingu á siðum og venjum innborinna manna þar í landi, framúrskarandi athyglisgáfu og samúð með þessum undirtyllum Breta veldis. Þessar bækur ásamt himni miklu tungumálakunnáttu hans urðu til þess, að hvíslið og, baknagið um Iþennan óskammfeilna og siðtítla mann varð lágværara. Annars hafði hann gert mikið að því sjálfur að þreiða út um sig sögur, sem vissu- lega voru ekki til þess fallnar að bæta mannorð hans í augum fjöldans. Síðan kvartn*! hann biturlega yfir rógburði manna um hann! Það á sér lítið markvert stað í lífi hans um þessar mundir — ekki fyrr en hann fær þá stórkostlegu hug- mynd, að taka sér ferð á hendur og fara ytír þveran Arabíu-skaga gegn- um Medína til Muskat. Þetta ferða- lag átti að gera út um deilur land- fræð'inga um vatnaskd í þessu ó- byggilega landi sands og kletta. Það gæfi og yfirsýn yfir eyðimerkurnar. Burton lagði þessa áætlun íram fyrir „Hið konunglega landfræðifélag" í Englandi og heppnaðist að fá það til þess að stýðja sig með cáðum og dáð. 3. april 1853 lagði Mirza Abdullah kaupma'ður frá Bushire (öðru nafni sir Riehard Burton) úr höfn í Sout- hampton, og hálfum mánuði síðar st'é hann á land í Alexandríu í Egypta landi. Þar eyddi hann um mánaðar- tíma sem gestur kunningja síns í dul arklæðum. En hann komst fljótlega að raun um, að liið persneska gervi hans var engan veginn tryggt, ef hann ætlaði sér að ferðast í gegnum Arabíu' Persar höfðu sagt skilið við iiöt'uð stefnu Múhammeðstrúarinnar, og á helgum stöðum gætti mikillar tor tryggni í garð þeirra. Hann fór því frá Alexandría tíl Kairo dulbúinn sem múhameðskur munkur. Hann hafði lært frumatriði munkareglunn- ar í Indlandi. En í Kairo komst hann að raun um, að þetta var heldur ekki öruggt gervi og tók því á sig nýtt: Nú vair hainh af afghanisku bergi brob inn, fæddur í Indlandi. Það liðu nokkrir mánuðir, áður en pilagrímsför hans hófst. Þann tíma notaði hann tíl þess að kynna sér með hinu snilldarlega innsæi sínu í sálarlíf og siði framandi þjóða hvert einasta atriði — frá liinu stærsta tíl hins smæsta í trúarbrögðum Múham meðstrúarmanna. Hann fékk meira að segja org fyrir að vera gæddur lækningamætti! — Síðan lagði hann af stað á úlfalda sínum með skamm- byssu í beltínu, en fagurrauðan sdki- borða með hinni helgu bók Múhain- meðstrúarmanna bundinn yfir axlir sér! Ferðinni var heitið frá borginni Babel Nasar ytír eyð'imörkina til Súez. Það er einkennandi fyrir Burton, að hann fór þegar í keppni við inn- borinn úlfaldahirði á reiðskjóta sín- um. Ilann vildi sanna sjálfum sér, að hann væri fuligildur ferðalangur á eyðimörkum. Það tók þá ekki nema tvo daga að leggja að baki sér 150 km. af eyðimerkursandi. Frásögn hans af komunni til Súez er líka sprottin upp af blöðum Aust- urlanda-rómana. Það er saga um skot hríð, handalögmál, farangursstuld og annan ófögnuð á skini, sem var drekk hlað'ið mönnum, svo að vart. mátti sig hræra. Þetta skip hét háróman tísku nafni. — „Gullni þráðurinn“. — Burton hafði um þessar mundir safn að að sér lúr?5 manna, þeirra i meðal' var drengur, sem kallaður var Múham '• ^pámannsins ni 'kla, afr- ikanskur þræll, sem hét Saad' ,.dem- ón“. Auk þei.rra töldust þrír "ðrir til hirðar hans. Þeir'komú sár fyrir á hádekl, „Gullna 'þriífa-rins-".. A.11 • voru farþegar skipsins piJrgrímar innblásnir af guðlegum anda sþá- mannsins og þó - Skyndile.ga gerðu pílagrímarr.ir á lágþiljunum innrás á hádékkið. Árás þeirra brot.n- aði á hinum bringubreiða þræli: ,Tík- arsynir, nú skulið þið sjá, bvernig Arabi berst. Ég er demóninn Saad“. —: Að svo mæltu upphófst hin heift* arlegasta orrusta, þar.sem öllum til- tækum vopnum var beitt. Orrustunni lyktiaði með sigri þeirra hádekks- manna, er Burton greip heljarmikinn leirkétil og fleygði honum niður á lágþiljurnar Þóttust þá þílagrímár Hann hélt yfir öldur eyðimerkurinn- f 1 1 # H m ar í hópi sjö þúsund pílagríma. — Rykið og þorstinn og æðisigenginn hiti eyðimerkurinnar voru föru- nautar þessara furðulegu manna, sem lögðu á sig ótal hættur til þess að geta lofað spámanninn í borg hans, Mekka. T I M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 413

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.