Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 21
Aldrei friður Ólafur var mjög argur yfir því, hve ónæðissanu var í kirkjunni. Það var ekki fyrr farin að síga að honum notaleg værð í sæti sínu en hann varð að standa upp. Þó umbar hann þetta lengi án þess að mögla til muna. En þegar presturinn fór að blessa yfir söfnuðinn, gat hann ekki lengur orða bundizt: „Aldrei er fnður“, sagði hann, „nú á að fara að blessa“. Dómsdagur Séra Hallgrímur Thorlacius í Mikla garði var að spyrja fermingarbörn á kirkjugólfi og kom víða við. Ein spumingin var á þessa leið: Bitvargar Framhald af bls. 426. ist þörf; ég handsamaði venjulega kvikindjn með klístrugu vaxstykkinu og velti því logandi milli fingranna, þar til skordýrið rifnaði og af- skræmdist og breyttist í ofurlítinn, ógeðslegan reykjarstrók. Til þess að ég yrði fljótari að grípa til öskjunnar með vaxkveikjunum, án þess að bitvargur slyppi inn fyrir netið, geymdi ég hann yfir eina nótt undir höfðalaginu. En þegar ég ætl- aði að nota vaxkveikina, voru þeir orðnir mjúkir vegna hitans, og rétt þegar ég bar eld að einum, beygðist kveikurinn og brennisteinninn klístr aðist djúpt undir nögl mína! Ég sló frá mér í myrkrinu eins og hestur við vespubit með þeirri afleiðingu, að hið tötralega moskitónet mitt rifnaði að endilöngu jafn langt og handleggurinn náði . . . Ég kveikti Ijós og virti fyrir mér eyðilegging- una, sá að óvinnandi virki mitt var orðið rústir einar . . . . þá féll ég á kné í rúminu og bað stutta, skjálf- andi bæn til fjandans. Og svo lagðist ég niður undir þýðingarlausum hengslum netsins, já, ég ætlaði að sýna þeim, að ég þyrði það. Ég fyllti m g illskulegri þolinmæði, vildi ekki taka þátt í leiknum lengur, bless, til fjandans með ykkur, mýflugur, veggjalýs og kláði, nú vildi ég fá minn svefn og engar refjar. Mýflugurnar sungu frísklega um- hverfis varnarlaust rúmið; það söng í öllu myrkri herbergisins eins og í sjóðandi katli. Öðru hvoru sló ánægð mýfluga vængjunum á andlit mitt, mjóróma tónar vængjanna bólgnuðu skyndilega út, og ég fann gi-anna fætur skordýrsins á andlitinu. En ég hafði gert mig ónæman, vildi ekki bregðast við þessu, og á meðan höfuð mitt var umlukið gráðugu skýi skor- kvikinda, heilli hljómsveit þyrstra bitvarga og sjóðheit nóttin féll að „Nær verður áómsdagur?“ Börnin þögðu við, og svaraði prest- ur sér þá sjálfur: „Það er ekki von, að þið vitið það, börn. Það vita ekki englar guðs og ekki guð sjálfur og ég varla“. Étur ekki mat Loftur Loftsson í Ranakoti eignað- ist eitt sinn spesíu, og bar hann hana siðan lengi á sér, enda hafði hann lítt haft peninga á milli handa um dagana. Þessa spesíu tók hann iðu- lega upp úr vasanum, þegar hann hitti ókunnuga, velti henni milli fingra sér og mælti: „Þessa var ég að innhenda í morg- un. Það étur ekki mat, þó að maður eigi svona dálítinn hégóma hjá sér“ mér eins og gufa í baðstofu, sofn- aði ég. Daginn eftir vaknaði ég í eldi og svita. Andlitið á mér var líkt og al- sett brennandi blóðkoppum. Ég leit í spegilinn með öðru auganu og vissi ekki, hverju ég átti að trúa — hitt augað var alveg lokað. Eh ég hafði sofið vel og gekk eineygður fram og aftur og drap mývargana með fingrinum; þeir sátu sljóir og þungir af blóði á veggjunum. Þegpr ég drap þá, varð eftir stór blóðblettur á veggn um. Sumir höfðu ekki getað dregizt að veggjunum, en lágu á gólfinu at- aðar í blóði. Að öllu samanlögðu hafði þessi ræningjahópur rænt mig blóði, sem svaraði einni fullri fingur- björg í stærra lagi. Uss!, hvað var það, sem þaut í iðr- um jarðar!, — líkt og galtóm kvörn, sem malar og ískrar, særir sjálfa sig með löngunarfullum söng sínum . . .? Hvaða þúsund radda söngur var þetta? — Það voru bitvargarnir undir skolpræsislokinu. (B.S. þýddi) Olgerðin Framhald af bls. 419. um við með mikinn lager á Alþingis- hátíðina á Þingvöllum. Þar var margt um manninn og margur drykkjar- þurfi. Þannig gekk þetta stig af stigi. Síðara stríðiff hleypti mikilli spennu í framleiðsluna, og þá fengum við leyfi til að brugga sterkt öl handa hernum. Á þeim tíma höfðum við líka ölgerðina Þór í gangi, en annars var hér ekki markaður fyrir meira en eina ölgerð. Almenningur gaf þessum sterka bjór gælunafn og kallaði hann „Egil sterka“. Enski herinn keypti mikig af honum. Það var þeim hag- kvæmara en flytja ölið yfir hafið. Þeg ar herinn fór í stríðslok, féll fram- leiðslan á Agli sterka niður, en byrj aði aftur, þegar bandaríski herinn fékk bækistöð á Keflavíkurflugvelli. Landkönnuðurinn Framhald af bls. 416. Þeir deildu og þrættu, sjúkir á sál og líkama, og þegar þeir áttu skammt eftir ófarið til strandarinnar, skildust leiðir. Þeir héldu hver í sínu lagi td Englands. Þar héldu þrætur þeirra áfram. Þeim lauk með hörmulegum hætti: — Þeim hafði verig gert að skýra mál sitt og rökræða staðhæfing ar sínar á opinberum fundi árið 1864. Speke hafði í millitíðinni farið til Afríku og komizt aftur ti! vatnsins, sem hann hafði fundið i æiðangrinum með Burton. Hann hafði enn sann- færzt um, að ályktanir hans voru rétt- ar. Níl ran,n úr vatninu. Fundurinn átti að standa í tvo daga. Var það „Brezka félagið" svokallaða, sem stóg fyrir honum. Voru þar mörg mál á dagskrá, en rökræður þeirra Spekes og Burtons áttu að fara fram síðari daginn. Þeir mættu báðir i fundar- salnum fyrsta daginn. Speke var mjög órólegur í fasi og yfirgaf salinn með- an fundahöld stóðu sem hæst. Daginn eftir mætti Burton með ræðu sína, en Speke var hvergi að sjá. Tuttugu og fimm mínútur liðu og ekkert spurð ist til hans. En þá var tilkynnt, að Speke hefði framið sjálfsmorð. — Hið hörmulega var, að Speke hafði rétt fyrir sér,- en Burton ekki. Eftir þetta fór að halla undan fæti fyrir Burton. Hann fór að vísu í einn leiðangur til Afríku, sem aflaði honum töluverðrar frægðar. En hann var þó ekki sambærilegur við fyrri l'eiðangra hans. Hann flæktist víða um með konu sinni, Isabell, var að lok- um gerður ræðismaður í Trieste og sleginn til riddara. Þar andaðist hann árið 1890 og fékk þá hvíld eftir hvíld- arlaiisa ævi. Auk þess framleiðum vig hann fyrir sendiráðin. — Þú vilt auðvitað, að sala á áfeng- um bjór verði frjáls? — Ég er alveg hlutlaus í því máli og læt það lönd og leið. — Þig hefur ekki dreymt um í kjallaranum forðum, að fyrirtækið ætti eftir að verða svona umsvifa- mikið. — Nei, það hvarflaði ekki að mér, og engum, að þetta ölbrugg mitt yrði jafn umsvifamikið og raun er á. Nú rekum við ölgerð við Frakkastíg, gos- drykkjaverksmiðju í Þverholti, og höf um auk þess komið á fót lager í öl- gerðinni Þór. Þetta hefur vaxið meira en nokkurn hefur órað fyrir, enda hefur manni aldrei fundizt maður hafa tíma til þess að fara frá því. Nú er ég náttúrlega farinn að slitna og er minna viðloðandi starfið en áður. •fig hef líka alltaf haft gott starfslið, T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 429

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.