Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 9
TÓMAS TÓMASSON (Ljósm.: TIMINN-GE). Fyrir sköm'mu varð Ölgerðin Egill Skalla-Grimsson fimmtug. Það var ekki mikið veður gert út af þessu afmæli: Menn héldu áfram að skola hálsinn jneð d.rykkjum hennar og leiddu lítt huganin að því, að á bak við flöskuna, sem þeir héldu á í hend- inni, er fimmtíu ára saga, sem upp- Ohófst í kjallara nokkrum með því, að maður einn, sem byrjað hafði feril sinn 'hér syðra sem vimnumaður á &el- tjarnarniesi, en varð síðar verkstjóri í gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas, tók að brugga öl á eigin ábyrgð, sfcandaindi þarna í kjallaranum á tré- klossum meðan gufan og öllyktin læddist upp í fínu stofumar fyrir ofan. Þessi maður hét Tómas Tómas- son, var Rangæmgur að ætterni og hafði víða farið milli manna í upp- vextinum. Hann hafði eignazt átta systkini og var einn þriggja, sem höfðu komizt upp. Hin dóu, fjögur þeirra í sömu vikunni úr banavejki. Föður sinn hafði hann misst, þegar hann var á öðru ári, og fór þá í hús- mennsku með móður sinni. En eftir fimm ára a'ldur ólst hann upp hjá vandalausum. — Þama stóð 'hairnn þá í kjaliaíranum, óvitandi um framtíð sína, barn nútíðarinnar, eins og við erum öll. — Já, þetta var eiginlega tilviljun. Ég var í vinnumeninsku á Seltjarnar- nesinu 1906. Það var mín fyrsta vera hér fyrir sunnan. Þá var Sanitas ein- mitt að byrja sinin relcstur á Seltjarn- arnesinu, og þar kynntist ég Gísla Guðmundssyni gerlafræðingi, sem var einn aðaleigandi Sanitas. Ekki er að orðlengja það, að árið eftir réðst ég í verksmiðjuna hjá honum. Sani- tas hafði fullkomin tæki á þessa tíma mælikvarða. Þar voru framleiddir gosdrykkir og söft, og mestu afköst vélanna voru 240 flöskur á klukku- stund. Ég varð verfcstjóri fyrir fram- l'eiðslunmi. En 1913 hætti ég hjá Sani- tas og byrjaði á ölgerðinni. — Hvar féfckstu tækin til þess? .— Ég fékk gerkar frá Hanmörku og alúminíum lagertunnu frá Þýzka- Iandi. Það vom ekki gerðar miklar kröfur þá td ölgerðar, og fyrsti suðu- potturinin minin var 60 lítra þvotta- pottur. Ég leigði þrjú herbergi í norðurenda kjiallarans undir Þórs- hamri. Það var Sigurjón Sigurðsson, sem átti húsið. Ég var a'lveg hissa á því, að hann skyldi ekki reka mig úr húsinu, þegar öllyktin og gufan fór að fiara um húsið. Ölframleiðsla á ebki 'heima í íbúðarhúsi. Ég var einn í þessu til að byrja með, stóð þarna daginn út og inn á tréklossunum yfir pottunum, oftast rennblautur. — Var eftirspurnin mi'kil? — Já, ég gat ekki fullnægt eft-ir- spurninni. Þetfca var hvítöl og maltö], sem ég framlieiddi. Það hafði verið stofnuð ölgerð á Norðurstíg 7, þar sem nú er Fiskhöllin. Það voru dansk- ir menn, sem stóðu að henni og þar var bruggað danskt hvítöl. En •beir hættu skömmu eftir að ég byrjaði. Það kom sér vel svona í byrjun að vera laus við samkeppni þeirra. En annars var hér á boðstóluni danskur pilsner og maltöl í Öllum búðum. Mín fyrsta framleiðsla var náttúrlega ekki samkeppnisfær við danska ölið, sem var flutt hér inn þangað til 1926. Samt sem áður féll fólki ágætlega við ölið hjá mér og það seldist vel. Ég komst í hæf'ara húsnæði, þegar Sigurjón keypti Thomsens-húsin gömlu. Þá bauð hann mér að flytja þangað með mitt hafurtask. Þar var ég í fjögur ár með framleiðsluna. í fyrstunni einn, en svo kom til mín maður, sem hét Sigurður Jónsson. Hann hefur unnið hjá mér síðan, í 49bí ár. Nú er hann innheimtumað- ur hjá okkur. — Við höfðum fyrst dreng til þess að keyra út ölið á handvagni, en 1915 keypti ég brúnan Tómas Tómasson fæddist 1888. Foreldrar hans voru þau Tómas Jónsson og Sigurlaug Sigurðar- dóttir í Miðhúsum í. Hvolhreppi. Tómas er kvæntur Ágnesi Tómas- son frá ísafirði. Þau hafa eignazt þrjú börn, og eru tveir drengir þeirra lifandi og uppkomnir. 417

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.