Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 15
stjóranna eins og um hafði verið tal- að. Ummæli ökumannskonunnar sýna að ekki fögnuðu allir komu bílanna og að hugmyndir sumra um þessi tæki voru næsta ófullkomnar. Mánudagsmorguninn 30. apríl er svo tekið til starfa við bílana. Annar þeirra hafði verið fluttur að sunnan í mörgu lagi og þurfti því að setja hann saman. Þetta var í ’sannleika sagt hálfgert skran, sem þeir félagar höfðu komizt yfir og sett saman, Vörubíllinn var gerður úr gömlum fólksbíl (Ford), en fólksbílinn höfðu þeir sett saman úr ýmsu dóti sitt úr hverri áttijmi, og mátti þar kenna þrjár gerðir: Ford, Chevrolet og Over land. Fyrsta ökuferðin var norðan af bryggju og inn fyrir ána. Það var daginn, sem bílstjórarnir unnu við bílana. Annar bíllinn var þá orðinn ökufær og nú óku þeir heim til há- degisverðar. Mik'il forvitni ríkti meðal þorpsbúa. Allir þurftu að sjá, þegar þessi nýju farartæki færu af stað. Var óhugur í sumum við nýju vagn- ana. ,,sem fóru sjálfir á fleygiferð" eins og komizt var að orði. Börn og fullorðið fólk stóð uppi á kofunum, og á einum stað voru tvær konur að draga þá þriðju upp á kofavegginn og var auðséð, að það átti að ganga fljótt, en hún hafði o^ðið futlsein á vettvang. Bílarnir voru sameign þeirrá fé- lag i, Þeir skiptu þanmig með sér störf um, að Páli ók vörubílnum, en Vil- berg hiniim. Stóð svo meðan sam- vinna þeirra hélzt, en það var skemur en hugað var i fyrstu, því að Vil- berg fór alfarinn til Reykjavíkur seinni parts sumars 1923. Hvernig gekk svo að fá vinnu fyrir bílana? Fremur illa til að byrja með. Vilberg gekk betur með fólksbílinn. Það voru margir, sem höfðu gaman af að prófa þetta nýja farartæki. Auð- vitað voru þetta engin uppgrip, því að ekki var hægt að aka nema stutt ar leiðir. Ég minnist samkomu á Blönduósi á fyrsta ári bílanna. Báðir bílarnir voru þá stöðugt í gangi á staðnum. Páll setti bekki á pall vöru- bílsins. Ekið var hvað eftir annað frá samkomuhúsinu innan árinnar og út í Kaupfélag og þaðan aftur til baka, og kostaði farið hjá Páli 25 aura fyrir manninn. Mun mikill hluti samkomugesta hafa farið sinn fyrsta biltúr daginn þann. Ég var einn far- þeganna. Þetta var þó ekki fyrsta öku ferðin mín. Hún var farin suður í Borgarfirði vorið 1921 og var með nokkrum ævintýrablæ. Ég fór þá fótgangandi norðan úr Húnavatnssýslu og suður í Borgarnes og þaðan með skipi til Reykjavíkur. Við vorum tveir saman. Þegar við er- um komnir langleiðis til Borgarness, ók fram á okkur vörubíll. Okkur göngumönnunum er boðig að stíga upp á vörupallinn, en bíllinn flutti nokkuð af alls konar varningi. Hlífð- arborð voru til hliðar á vörupailinum, en hann var alveg óvarinn að aftan Ekki mun vegurinn hafa verið góður, því að mikið hristumst við, þó að hægt og gætilega væri ekið, en þrátl fyrir þag bar svo til, ag koffort og kassi, sem setið var á aftast á bílr um, hossuðust aftur af og fylgdu far þegarnir með. Lenti ég ásamt 2—3 öðrum á götunni, en allir sluppur við þó við meiðsli Hvernig var svo ástandið í vega málurn Húnvetninga, þegar Pá]] Bjarnason og félagi hans komu me? bíla sína til Blönduóss? Við látur Pál sjálfan segja frá: Vorið 1923 voru byggðir vegir sem bér segir:- Húnvetningabraut að Vatnsdalshólum; Langadalsvegur að Gunnsteinsstöðum og Svínvetninga- braut að Tindum, en þó ekki malborið nema ag Kagaðarhóli. í þurrviðri að sumrinu var sums staðar hægt að aka nokkuð lengra, t.d. i VMngcIai. í hvernig ástandi voru svo vegirn- ir? Þeir voru næsta frumstæðir. Slit- lagið var lítið og lélegt, og surnir veg- irnir voru þag mjóir, að þeir voru naumast ökufærir. Svínvetningabraut var þá ekki enn orðin þjóðvegur og því eðlilega af mestum vanefnum gerð. Hún var svo mjó, að hjólin voru úti á vegakanti báðum megin og varla haagt að mæta ganaandi manni, hvað þá öðru. Um mölina er það að segja, að sums staðar var móhellan einrág og máttu þeir vegir heita ófærir, þegar blautt var. í Svinvetningabraut var ofaníburðurinn eingöngu móhella alla leið frá Hnjúkum og fram eftir svo langt sem malburðurinn náði. Um erfiðleika þá, sem móhellan olli öku- mönnum, segir Páll eftirfarandi sögu frá fyrstu starfsárunum: Það var síðla dags, að Páll tygjar sig til ferðar fram að Sólheimum var það vöruflutningar fyrir nafna hans, Pál bónda á Guðlaugsstöðum. Veðurútlit var þannig, að Páll bjóst við, að skammt yrði að bíða úrfellis, og vildi hann ljúka för sinni meðan þurrt héldist. Þegar Páll var í þann veginn að leggja af stað, kemur til hans bróðir Páls á Guðlaugsstöðum, Guðmundur Hannesson prófessor, sem þá var staddur á Blönduósi, en þurfti að komast fram í Guðlaugs- staði. Falast Guðmundur eftir fari með Páli, en biður hann að bíða til morguns, því að hann vilji ekki vera svona seint á ferff, þar sem hann verði að fá hest í Guðlaugsstaði, þeg- ar leiðir þeirra Páls skildu. Það varð því úr, að Páll frestaði förinni til morguns, en þá var komin rigning og sóttist ferðin mjög seint. Bíllinn snerist sitt á hvað á móhellunni og mátti oft litlu muna, að hiann færi út af. Guðmundur var alveg hissa á hvað seint gekk eins og vegurínn væri þó sléttur, bíllir.n hlyti að vera í ólagi Þegar kom fram undir Sól- heima, varð einhver stanz. Fór þá Guðmunúur út úr bílnum og hugðist ganga td bæjar, en hann sneri fljót- lega við, enda þótti honum þungfært. Móhellan hnoðaðist svo utan um íæt- urna á honum, að þeir voru orðnir íins og meðalpotthlommar Hafði Guðmundur nú alveg skipt unt skoðuu i bílnum og spurði, hvar mennirnir hefðu getað fengið þennan fjanda, til þess að bera í vegrnn. Þessum óþverra þyrfti að moka í burtu og fá almennilega möl í staðinn. Vörubíllinn hafði í fyrstu mjö.g iít- 'ð að gera. Til að byrja tneð var lítið um annað að ræða e« vöruflutninga frá bryggju og heim í hús, þegar skip komu Næst komu svo heyflutn- ingar lyrir Blöndósinga og svo nokkr- ir sláturflútningar með haustinu. Fyrstu verulegu skiptin við sveita- mennina voru víð þá Giljárbræður. Vorið 1924 seldi Eysteinn Erlendsson á Beinakeldu 100 hesta af lieyi norð- ur í Þingeyjgrsýslu Kaupfélag Hún- ■vetninga sá um flutninginn á því að skipshlið, og tók Páll að sér flutning- inn að Beinakeldu og út á bryggju. Þegar til átti að taka. var ófært með bíl frá Giljá og upp að Beinakeldu, vegna holklaka. Nú stóðu sakir þann- ig, að um,þetta leyti voru þeir bræð- ur Eysteins á Beinakeldu, þeir Sig- urður og Jóhannes á Stóru-Giljá, að hefja byggingu íbúðarhúss á jörð sinni, og þurftu þeir því á miklum vöruflutningum að halda frá Blöndu- ósi. Bauð Páll þeim bræðrum vmnu- skipti, skyldu þeir flytja heyiff frá Beinakeldu og niður á veg norðan Giljár, en Páll taka byggingarefni fyrir þá á Blönduósi. Varð þetta upp- haf mikilla og góðra viðskipta þeirra Páls og Giljármanna. „Það var happ fyrir mig, að komast í kynni viö þá ágætismenn", segir Pált oe bið sætir hlýju í röddinni Hvernig var svo vegiiium haldið við? Viffhaldinu mjög áfátt, meira hugsað um að lengja vegina en að halda þeim við. Verst var ástand þeirra 1926. Páli segist svo frá, að þá hafi hann oft orðiff að flytja grjót í verstu holurnar. Minnisstæðust er honum frá því sumri för ein í Vatns- dal. Þá varð hann ag bera sex sinn- um af bílnum frá Blönduósi og fram í Kornsá og tvisvar að sækja tré heim á bæi til þess að vega bílinn upp úr forinni. Næstu sumrin var unnið lítils háttar að viðhaldi, en ekki að ráði fyrr en 1930. Þá var þag aukin umferð vegna þjóðhátíðar- innar á Þingvöllum, sem rak á eftir. Nokkuð bar á því í byrjun, að fólk var hrætt við bílana, og hafði Páll stundum gaman af. Hitt féll honum verr, hve blessaðir hestamir voru hræddir, en Páll er hinn mesti hesta- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf) 423

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.