Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 22
sem ég get treyst, og það er lífsskil- yrði hvers fyrirtækis. — Hefðirðu ekki viljað hafa minni umsvif og minna að starfa? — Nei. Ég hef ánægju af starfi. — Hver heilbrigður maður þarf að starfa. Þess vegna hef ég ekki óskað mér þess, að ég hefði minna að gera. Ég er ánægður með mitt hlutskipti og þakklátur forsjóninni, sem hefur la.gt mér lið i erfiðleikum mínum. Birgir. ástrík sambú$ Framhald af bls. 421. í Hlíðardal, og hafði Týrus mikið dálæti á honum. heimsótti hann oft og fór með hann í langar gönguferðir, en skilaði honum jafn an heim að lokinni skemmtigöng- unni. En það er af endalokum Týrus- ar að .segja, að auk hins fasta emb- ættis, ;em tiann hafði í Háteigi, vai hann a efri árum kvaddur í þjónustu listarinnar Þegar Leik- félag Reykjavíkur sýndi hið ágæta leikriti, Mýs og menn. var hann meðal leikenda. En þar endaði hann ævi sína. því að hann varð bráðkvaddur á leiksviðinu Eins og að líkum lætur um svo ungar, lífsglaðar og ástfangnar persónur eins og þau Týrus og Limmí voru ) öndverðu, þurftu þau oft að bregða sér út. þrátt fyrir bannið. Það kom fyrir á vetrum, þegar fallið hafði snjór á næturna og mjöllin lá ósnortin og hrein yfir allar götur, er við komum snemma út. að við sáum á sléttri snæbreiðunni einkennilega þúst, sem m'öll lá þó yfir En þeg- ar fótatak okkar barst að þúst inni. kom það í ljós, að þetta var Týrus. Hann hafði komið í heim sókn til Limmíar eftir að húsinu var lokað. en síðan beðið hennar rólegur undir hinni svölu ábreiðu. Ég vann um eitt skeið á Veður stofunni í Sjómannaskólanum. Þá kom það oft fyrir, að Limmí leidd ist heima Langaði hana þá til þess að ná fundi mínum Rakti hún þá fótspor mín alla leið í skólann og þefaði upp yfirhöfn mína og lá síðan bolinmóð hjá henni, stundum klukkustundum saman F.n svo var hún vinsæl af scarfsfólkin" að enginn amaðist við henni Ejtt-sinn bar það við i einni þessa-- 'erð Limmíar. að hún æilaði að i.anga beint i það her- bergi. sem Ó2 vann vanalega i. En þegar hún «om inn. brá hennt i brún, því ið þá voru margir herra- menn. öæði útlendir og innlendir á fundi. Varð hún þá svo hrædd, að hún stökk > toft upp, þaut til dyra, lagðist hjá kápunni minni og lá þar til kvölds. Þá skal að síðustu sagt frá ævi- lokum Limmíar. Einn dag kom til okkar stúlka frá Háteigi og sagðist hafa vondar fréttir að færa. Limmí hafði verið á einni af sínum ólöglegu ferðum að svipast um eftir Týrusi sínum, sem þá var löngu dauður. En þá vildi svo illa til, að bíll ók.á hana og með þeim afleiðingumrað hún fótbrotnaði. Og sennilega hefur hún lemstrszt meira. Hún var flutt heim, og dýralæknir setti fótinn í gips. Þolinmæði hennar og still- ing var söm við sig, og hún lá í körfu sinni eins róleg og bezt varð á kosið, þótt hún væri oft sórþjáð. En helzt vildi hún, að ég sæti hjá sjúkrabeði hennar, og lagði hún þá gjarnan framfótinn á hönd mína. En batinn vildi ekki koma. Smám saman dró af henni, og ég varfj þess vör, að hún hafði misst heyrnina. Dýralæknir kom oft til hennar. og loks úrskurðaði hann. að ekki væri annað að gera en gefa heoni sprautu, sem batt enda á þjáningar hennar. Limmí varð okkur öllum harm dauði, og okkur fannst fátæklegra inni hjá okkur, eftir afi hún var horfin. Og skarðið, sem hún skildi eftir. reyndist vandfyllt. Bergsteinn Kristjánsson. GerningatrúBur Framhald af bls. 411. Hann hentist að borðinu og greip lang an stál-pappírshníf, stökk í átttaa að stólnum. En hann hlýtur að hafa rekið fótinn í snúruna frá lampanum, því í sama vetfangi varð aldimmt í herberginu Á meðan ég þreifaði fyrir mér til þess að finna slökkvarann, heyrði ég ryskingar og snöggan andardrátt manna, sem börðust um yfirtökin. Mér gekk illa að finna slökkvarann, en þegar ég kveikti. var Nickey með hnéð á brjósti gínunnar, og í villi- mannlegri grimmd rak hann papp- írshnífinn á kaf í háls henni. Síðan þreif hann gínuna og fleygði henni, af ástríðufullri heiftúð, á gólfið. En í sama bili og hún féll á gólfið, hey'rðist annar dynkur — eitthvað Lausn 59. krossgátu féll þunglega á gólfið uppi yfir okkur. Hvað sem við kunnum að hafa ætlað að fara að segja, þá dóu orðin á vör- um okkar. Við þutum fram að dyr- unum, allir þrír, en Niekey hafði af- læst, svo að við yrðum ekki ónáðaðir. Við þeyttum upp hurðinni og hent- urnst upp stigann. Við hringdum, hömruðum og börðum á yztu hurðina, en enginn kom fram. Þá hljóp Som- ers niður aftur, og við vissum, að hann hafði farið að sækja dyravörð- inn. Hvorugur okkar Nickeys talaði orð á meðan við biðum, en eins og hrædd börn l’eituðum við hvor að annars hendi. Þegar þeir komu aftur og við kom- umst inn í litlu forstofuna, fórum við beina leið að vinnustofu Hughs. En dyrnar voru læstar að innan- verðu. Við beygðum okkur að skráar- gatinu og sáum, að lykillinn stóð í að innan, en ekkert hljóð heyrðist það- an, svo að við settum herðarnar í hurðina. Hún lét undan við fimmtu atliögu, og ég datt inn í herbergið. Ljós var í herberginu, en allt var á tjá og tundri, eins og þar hefði verið flogizt á, og á gólfinu, beint uppi yfir staðnum, þar sem Nickey hafði fleygt gínunni, lá Hugh — dauður. Blóð vætlaði hægt úr sári á háls- inum, á nákvæmlega sama stað og pappírshnífurinn stóð í hálsi gínunn- ar niðri. En þarna var enginn hnífur né verkfæri af neinu tagi, svo að við gætum séð. Og enn þá höfðum við ekki sagt nokkurt orð hver við annan — aðeins Nickey hvíslaði einhverju að dyra- verðinum, og hann fór burt. En við settumst taæglátlega niður og biðum eftir lögreglunni“. R. J. þýddi. 59 K 1 \/ i SSS 0 ■1 K o N n N r V 9. N n N i J4 i T S 5 u D D I 1 u Ú i V 0 M G n r L 1 K i ó i ú i L jsSs lí i- U N n * i R 6 N 6 < L y F 7 p > N y N G 1 R ú M G G U 6 G n U n V E ? s 1 6 U p M T T (t V 1 í L M n w 1 P 1 1 s 7 R n K. S S M I P 1 p I K n 1 s V /t K J fl N | L 1 S n‘ u K l W 6 ö 1? n I N I p M t 1 G V N / V N s P N VNXS S L E G N U ..... 1 Ö i s /t L F n I VVRJ. n 3 N Ó u i 0 1 's H I N U rt N fí r T U K G 6 N G U N u M 1 t) 1 tJ R K i U R I N P L u N G n ó P u K 11 R n L L T t M I N N 430 SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.