Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 4
því, að þar losuðu menn sig við hann við fyrsta tækifæri. Ölluei var Ijóst, að skapferli hans gat hyergi komið að gagni nema helzt í nýlendunum: Hann var því sendur sem herskóla- nemi til Austur-indverska verzlunar- félagsins. Hann kom til Bombay í árslok 1842. Ekki leið langur tími þar til mönn- um varð ljóst, að hér var óvenjuleg- ur gallagripur á ferð. Hann fékk skólafélaga sína strax upp á móti sér og hóf þá iðju sína sem varð honum einhvers konar trúarbrögg — að standa upp í hárinu á yfirmönnum sínum. Um þetta leyti byrjaði hann að læra hið fyrsta Asíutungumál af mörgum, sem hann náði tökum á, með slíkum glæsibrag, að annað eins hafðí aldrei þekkzt. Hann lauk prófi .eftir sjö mánuði sem túlkur og byrj- aði þá samstundis að nema annað As- íumál, Gujarati. Þessi þáttur ævi hans er fyrst og fremst athyglisverð- ur fyrir uppreisnarhug hans gegn öliu valdboði og þrætugirni hans, sem bitnaði á öllu O'g öllum. Jafnframt óx hin furðulega tungumálaástriða hans. Hann nam hvert tungumálið á fætur öðru. Um þessar mundir þróað- ist með honum hæfileiki, sem átti eftir að hafa geysimikla þýðingu síð- ar í lífi hans og starfi. Hann tók að sækja markaði innfæddra dulbúinn sem kynblendingur Araba og Persa með hár niður á herðar, langt skegg og hendur, andbt og fætur litað 1 jós- brúnum lit. Mirza Abdulla frá Bush- ire kallaði hann sig, þóttist vera kaupmaður „yðar auðmjúki þjónn“ og ferðaðist víða í þessum dularklæð- um. Þetta gerði hann til þess að auka málaþekkingu sína og til að sýna fyrirlitningu sína á kynþátta- hleypidómum. Hann sleppti heldur IÁNDKÖNNUÐUR íDULARGER V! SIR RICHARD BURTON er ein- hver furðulegasti persónuleiki, sem saga landkannana greinir frá. Hann var eirSarlaus, stofn- aSi sér stöSugt í óþarfa hættur meS alls konar yfirsjónum og kórvillum, sem áttu sér upp- sprettu í hinum einkennilega klofna persónuleika hans. Hann var fullur hégómagirndar, laut engu valdi, átti í stöSugum erj- um viS alla, sem hann umgekkst og aflaS sér alls staSar óvin- sælda. Þrátt fyrir þetta verSur hann talinn meSal meiri háttar landkönnuSa, og þekking sú, sem hann aflaSi var ómetanleg á sínum tíma. Hann hlaut agalaust uppeldi; for- eldrar hans voru á sífelldum ferða- lögum frá einu landi til annars og námu hvergi slaðar til langframa. Hainm iþekkti ekkert til sjálfsagðs heim ilisaga, skorti tilfinnanlega þekkingu á almennum atriðum, og þegar hon- um óx fiskur um hrygg, sýndi hann almennum mannasiðum ■ fullkomna fyrirlitningu: Hann var sendur í Ox- ford-háskóla, þegar tímar liðu fram. Gengi hans þar verður bezt lýst með aldrei tækifærum til þess að gefa fyrirfólkinu langt nef. Hann lék á félaga sína í liðsforingjaskólanum og einu sinni á yfirmann sinn, ofursta. Það er meira að segja til frásögn um það, að hann hafi gabbað innborinn tungumálakennara sinn í þessu duiar- gervi. Tungumálakunnátta hans varg æ fullkomnari og þekking hans á siðum og háttum innborinna manna var furðulega mikil. Að sama skapi óx sjálfsálit hans, en það varð ekki til þess að auka frama hans í hernum. Samt sem áður kom ag þvi, að Sir Napier hershöfiíngi notfærð'i sér hina miklu þekkingu hans á lífi inn- borinna manna. Burton safnaði upp- 412 T I M I N IV - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.