Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 14
PÁLL BJARNASON Það var vorið 1923. Við erum stödd i litla verzlunarþorpinu fyrir botni Húnaflóa, Blönduósi. Þar bar sjald- an margt til tíðinda, enda lá ferða- mannastraumurmn þá ekki um þorp- ið eins og nú er. Helztu gestirnir voru bændafólkið úr byggðunum í kring. En oft var langt milli kaup- staðaferðanna. Meginhluti bænd anria hafði viðskipti við kaupfélagið. Helztu nauðsynjar voru pantaðar gegnum pöntunardeildina þrisvar á ári og fluttar héim um leið. Menn bjuggu enn að mestu á forna vísu Heimilin reyndu að komast sem mest af með eigin framleiðslu. Ýmsir liðir, sem nú eru miklir útgjaldaliðir í bú- rekstri bóndans, þekktust þá ekki eða voru mjög óverulegir. Vöruflutn ingar um héraðið fóru enn að mestu leyti fram á klökkum, þó voru hest- vagnar komnir töluvert í notkun. Skipin önnúðust alla vöruflutninga til og frá héraðinu, og með þeim tóku menn sér fari, ef ferðast þurfti lengra til, nema um hásumarið, en þá ferð- uðust menn á hestum landshornanna á milli. Skipakomur voru því aðal- tilbreytin.gin í lífi_ þorpsbúa. Lau/jardagsmorguninn 28. apríl 1923 var uppi fótur og fit á Blöndu- ósi, og bar fleira en eitt ttt. Það var von á nýju, íslenzku skipi, skipi, sem enginn þorpsbúa hafði fyrr augum litið og sem menn gerðu sér miklar vonir um. að yrði til stórra samgöngu- bóta fyrir smáþorpin úti um landið. Esja var að koma. Þetta var jóm- frúferð eldri Esju. Skipið var smíðað í Kaupmannahöfn, kom í fyrsta sinn ttt Reykjavíkur 19. apríl 1923, og nú var von á því til Blönduóss hinn 28. apríl. Þetta eitt var ærið ttthlökk- unarefni, en hitt var ekki minni ný- lúnda, að með skipinu var vtm á tveim bilum, sem koma áttu í land á Blönduósi og til starfa i héraðinu. Með skipinu var einnig von á tveim lærðum bílstjórum, sem ætluðu að aka vögnunum um göturnar á Blöndu ósi og út um héraðið eftir því', sem aðstæður leyfðu og béraðsmenn æsktu eftir. Nöfn bílstjóranna voru þegar orð- in kunn á Blönduósi, en þeir hétu Páll Bjarnason og Vilberg Jónsson. Höfðu þeir um veturinn haft síma- samband við kaupfélagsstjórann. — Hafði hann gefið þeim upplýsingar um vegamál héraðsins, útvegað þeim húsnæði á Blönduósi og undirbúið komu þeirra á annan hátt. Um leið og skipið kom á höfnina, fór bróðir kaupfélagsstjórans þegar um borð ttt viðtals við bílstjórana, því að bílana varð að sjálfsögðu að taka í upp- ískipunarbáta, þar sem skipið gat ekki lagzt við bryggju norðan ár, og þar biðu þeir fram yfir helgina. Nýja heimtti bilstjóranna var sunn an árinnar, og þangað þurftu þeir að flytja sængurfatnað og annað nauð- synlegasta af varningi sínum þegar fyrsta daginn. Þar sem bílarnir voru ekki enn ökufærir, urðu þeir að láta sér nægja gömlu tttfærurnar. Var þeim vísað ttt ökumanns þar á staðn- um, en þess um leið getið, að kona ökumannsins hefði forbannað manni sínum að láta ökuhest þeirra nokkurn tíma fyrir bíl. Páll httti ökumann- inn, og var hann fús ttt fararinnar. Brá hann þegar við, en um leið og hann tók út hestinn, kemur kona hans út úr hesthúsdyrunum og fyrir- býður honum að fara með hestinn til þess arna. Karl lét þetta þó ekki á sig fá og leysti erindi þeirra bíl- BJarni Jónasson frá Blöndudalshólum 422 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.