Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 8
milli tveggja raða stríðsmanna. Þetta voru stórir, hálfnaktir villimenn, sem stóðu eins og myndastyttur og renndu illilegum augunum fram og aftur. Ilver þeirra hélt um digurt spjót- skaft, sem stóð í gólfi, en sjálft spjóts blaðið var á stærð við skóflublað. Ég gerði mig reigingslegan í fasi af á- settu ráði og hvessti augun á grimmd arleg andlit þeirra. Ég hafði marg- hleypuna falda undir belti mínu og ég var ákveðinn í því, ef ég sæi minnsta vott þess, að þeir ætluðu að veitast að mér, að hlaupa til Amírsins og þrýsta byssuhlaupinu að hausnum á honum. Það gæti ef til vill bjargað lífi mínu, ef nauðsyn krefði“. En Burton þurfti ekki að grípa til þessa örþrifaráðs. Eftir að Amírinn hafði tekið vig bréfinu og Burton „skýrt“ innihald þess, brosti hann. Þar með hafði hann veitt Burton móttöku, fyrsta hvíta manninum, sem þangað kom. Hitt er annað mál, að brosið hefði aldrei lifnað á andliti hans, hefði hann vitað, að Burton var hvítur maður. Þá hefðu spjótin verið látin tala. — En verk Burtons var enn ekki nema hálfkarað. Nú var eftir að komast út úr Harar. Það var eklci hlaupið að því. En ekki er að orð lergja það, að þrátt fyrir það að Burt- on var í mikilli lífshættu alla dvalar- daga sína í Harar sökum bólusótt- arinnar, tortryggni og andúðar íbú- anna, tókst honum að sleppa úr borg- inni — þegar Amírinn lá veikur. Hann kom aftur á brezkt yfirráða- svæði í febrúar 1855. Lagði hann þá jafnskjótt upp í annan leiðangur, að þessu sinni með þremur liðsforin.gj- um, Speke, Herne og Stroyan. Þessi ferð félck skjótan endú — Fallbyssu- bát’T sigldi með þá til Berbera, þar sem þeir slógu upp tjaldbúðum til frekari undirbúnings. Báturinn þurfti síðan að aðstoða skip i nauðum, en í fjarveru hans gerðu stigamenn árás á þá félaga: Stroyan var rekinn í gegn með spjóti í tjaldi sínu. En Burton, Speke og Herna tókst að sameinast í einu tialdi og vörðust þar meðan skotfærin entust. Þegar þau voru á þrotum, hjuggu stigamennirnir tjald- ið niður; þeir félagar tóku til fót- anna. Burton fékk létt kastspjót í gegnum kjálkann, en komst undan og varð viðskda við félaga sína. Speke var tekinn til fanga, bundinn og hon- um misþyrmt. Hann hafði fengið spjót í gegnum annan fótinn, en tókst — þótt furðulegt megi teljast, — að komast undan. Herna komst líka und an, skrámaður og skeindur, en ekki alvarlega særður. Þetta reið leiðangrinum ag fullu, og Burton varð að fara heim til Eng- Iands til þess að láta græða sár sín. Meðan Burton dvaldist í Englandi setti hann fram þá kenningu, að íljót ið Níl, sem rennur eftir endilöngu Egyptalandi, ætti upptök sín í vötn- unum uiklu í Mið-Afrikú. Enginn hvítur maður hafði nokkru sinni litið þessi vötn augum. — Næsta verkefni, sem honum var falið, var að ganga úr skugga um, hvort þessi kenning hans hefði við rök að styðjast. Ferða- félagi hans í leiðangrinum var Speke sá, er áður er nefndur Hinn eiginlegi leiðangur hófst 14. júní 1857. Ferðin var bæði erfið og hættuleg frá byrjun til enda. Sjálft landið, sem þeir þurftu að fara um, var hættulegt yfirferðar vegna geysi legra hita, eyð'imarka, villidýra og hitabelUssjúkdóma, sem læknar þessa tíma þekktu ekkert ráð við. Auk þess var fólkið, sem landið byggði, fjand- samlegt hvítum mönnum. Burton sýndi enn einu sinni innsæi sitt í sál hinna innfæddu manna: Hann mútaði galdramanni til þess að spá vel fyrir ferðinni. Það hafði góð áhrif á inn- fæddu mennina í leiðangrinum, og eft ir átján daga ferð frá suðurströnd Afríku komust þeir til borgarinnar Ehutu, sem er um 190 km. frá strönd- inni. Með fram troðningunum sem þeir fóru um, voru víða beinagrind- ur manna, sem höfðu dáið úr hungri og þotsta eða orðið fómarlömb bólu- sóttarinnar, sem geisaði í landinu. Hún hjó líka skörð í leiðangurinn — beinagrindurnar urðu fleiri við troðn ingana. Nú tók tse-tse flugan líka að ásækja þá. Þeir áttu líka erfitt með að afla sér fæðu. Speke var með óráðs æði á köflum, og Burton varð að fjar- lægja vopn hans, svo að hann færi ekki sjálfum sér eða öðrum að voða. Þetta gerði Speke tortrygginn og upp stökkan. Þannig héldu þeir áfram í fjóra mánuði. Þá loks komu þeir til arabísku borgarinnar Kazeh, sem var miðstöð þræla,7erzlunarinnar á þessu Iandssvæði. Burton naut þess að vera aftur kominn í hóp Múhammeðstrú- armanna og tala mál þeirra. Speke gat hins vegar' ekki talað arabísku. Við þá yfirburði Burtons jókst andúð hans á honum. Öðru hvoru rifust þeir heiftarlega og þrættu. Þeir héldu áfram inn í landið, — Speke nærri blindur vegna augna- bólgu og burðarasninn hans dauður. En loks, þegar verst gegndi, sáu þeir ljósa rák í fjarlægð glampa í sólskin- inu. Þetta var vatnið Tanganyika. — Enginn hvítur maður hafði áður lit- ið það augum. Þetta hleypti nýju lífi í Burton. Hann var þess fullviss, að Níl rynni úr vatninu. Nú þyrfti að- eins að komast norður fyrir vatnið til þess að ganga örugglega úr skugga um þetta. Þeim tókst að komast yfir arabiskan bát og komust til borgar- innar Ujiji, en þar bilaði heilsa þeirra enn á ný. Burton lá veikur nær dauða en lífi f hálfan mánuð. Speke náði sér fyrr, og Burton sendi hann nú til þess að finna, hvar Níl rynni úr vatninu. f tuttugu og sjö daga bárust engar fregnir frá Speke, og sjálfur virtist Burton liggja fyrir dauðanum. Þegar Speke kom loks til baka, að þessum tíma liðnum, hafði Burton þó náð sér talsvert. Speke hafði ekki getað lokið hlutverki sínu. Honum hafði ekki tekizt að útvega bát. Klæði hans voru orðin rotin vegna sífelldra rigninga og riffilinn hans ryðgaður. Þessi cndalok ferðar Spekes urðu Burton hvatning. Hann lagði sjálfur af stað, en honum hafði tekizt með miklum klókindum að verða sér úti um tvo langbáta með fimmtíu mönnum. Þeir höfðu samt ekki lengi farig á vatninu, þegar bátsverjar neituðu að halda lengra. Þá tjáði og sonur sol- dáns nokkurs honum, að fljótið við enda vatnsins rynni í það, en ekki frá því. Þessi tíðindi höfðu geigvænleg áhrif á þá félaga. Farareyrir þeirra var á þrotum og ekkert annað sýnna en þeir yrðu að snúa aftur til strand- arinnar við svo búið án þess að hafa lokið ætlunarverki sínu, sem var að finna upptök Nílar. Þeir dvöldust í fjóra daga í Ujiji, niðurbrotnir á sál og líkama. En þá vaknaði bjartsýni Burtons á ný. — Hann varð þess fullviss, að þrátt fyrir staðhæfingu sonar soldánsins, rynni Nil úr vatninu. Hann gaf enga skýr- ingu á þessari fullvissu sinni, og Speke var honum engan veginn sain- mála. Ekki varð þessi ágreiningur til þess að bæta sambúð þeirra, sem var nógu slæm fyrir. Þeir héldu frá Tanganyika i átt til strandarinnar, og því lengra sem dró frá vatninu, þeim mun sannfærðari varð Burton um, að Níl rynni úr því! — Hann varð að geta sagt frá þvi, að h'ann hefði fundið upptök Nílar. Þegar þeir komu aftur til Kazeh, var þeim sagt frá öðru vatni lengra -í norðri. Það var stærra en Tanganyi- ka. Burton hafði reyndar verig sagt frá þessu valni, þegar hann kom fyrst til borgarinnar, en hann hafði ekki gefið þeirri frásögn gaum af einhverj- um ástæðum. Hann sendi nú Speke til þess að rannsaka þetta vatn með- an hann sjálfur legði síðustu hönd á undirbúning fyrir brottförina frá bor.g inni. Sá möguleiki hvarflaði ekki að honum, að Níl rynni úr þessu vatni, enda hefði hann þá sjálfur farið, en ekki sent Speke Þetta vatn er þekkt nú á dögum undir nafninu Viktoria Nyanza, og þar á Níl sér einmitt upp- tök. Speke fann vatnið og tjáði Burt- on, að Níl væri afrennsli þess. Nú framdi Burton hin mestu mistök á öll um ferli sínum: Hann neitaði að trúa Speke. Hann sagði, að Speke hefði ekki rannsakað vatnið og neitaði með öllu að taka niurstöður hans trúar- legar. Hélt hann stöðugt fram, að Níl væri afrennsli Tanganyika. Á leiðinni til strandarinnar stóð hatrið eins og hárbeittur hnífur milli þessara manna. Báðir héldu við sitt. FramhsM á bls. 429. 416 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.