Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 11
í taumana meg tollum sínum og skött- um. Flestar stjórnir hafa hækkað toll- ana. Ég þekki hvergi til, þar sem óá- fengt öl er jafn hátollað og hér. — En mér varð strax Ijóst, að það varð að duga eða drepast. Ég var skuldug- ur og fannst ósæmilegt ag hlaupa frá skuldunum. Það var því ekki um annað að ræða en halda áfram, þótt maður gæti ekki oft látið mikið eftir sjálfum sér. — En hvenær komst verulegur skriður á ölgerðina? — Hún varð umfangsmeiri, þegar ég eignaðist lóð á Njálsgötu 21. Þar byggði ég tveggja hæða steinhús fyrir ölgerðina o.g flutti hana þangað 1917. Þetta hús er notað enn þá fyrir af- tappingssal og kjallari þess fyrir geymslu á öli. 1924 byggð'i ég nýtt lagerhús og 1929 nýtt suðuhús. — Ég var eini stofnandinn og eigandinn að öLgerðinni til 1932. 1930 hafði verið stofnuð ölgerðin Þór inni vig Rauðar- árstíg. Hún framleiddi bæði öl og gos drykki, en ölgerðin mín var einnig farin að framleiða gosdrykki um þ'etta leyti, því að ég hafði keypt gosdrykkja gerðina Síríus. Ölgerðin Þór náði aldr ei verulegri fótfestu á markaðnum. og það fór svo, að Ölgerðin Egill Skalla-Grímsson yfirtók hana og varð þá um leið hlutafélag. Ég var eftir sem áður forstjóri hennar og stærsti hluthafinn. Eftir 1930 framleiddum við ntargs konar gosdrykki. — Það eru alltaf sífelldar breytingar á gos- drykkjamarkaðnum, því að smekkur- inn breytist frá einum tíma til ann- ars. Áður voru sítrónu-, jarðaberja- og hindberjalímonaði, aðalgosdrykk- irnir. Ávaxtadrykkirnir komu ekki fyrr en síðar. Þag var 1930, sem við fengum fyrsta bílinn okkar. Þá fór- Framhald á bls. 429. í suðuhúsinu í ölgerSinni. Þessi pottur tekur um 5000 Htra, í honum blandast lögurinn. T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 419

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.