Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 3
er hann ekki i rónni fyrr en hún hef- ur verið krufin til mergjar. Hann byrjaði að umsnúa öllu í her- berginu, ýtti borðinu út að veggnum, svo að við hetðum nægilegt rúm til athafna, eins og hann sagði. Svo fór hann inn í svefnherbergið og kom aftur með knippi af reykelsisstöngum, sem hann kveikti á og stakk í vasa hingað og þangað um h.erbergið. Þið vitið, nversu ' undarleg áhrif þessi höfgi ilmur hefur á skilningar- vitin. Hann virðist gefa afkáralegu ímyndunatafli eða ótta lausan taum- inn.. Á mig persónulega hefur hann svæfandi áhrif, og ég vildi helzt liafa mig á burt. en Nickey mátti ekki heyra það nefnt, hann betolínis neyddi mig til þess að vera kyrran. Honum líkaði ekki birtan. „Djöfl- ar vilja hafa rökkur“, sagði hann, og á næsta augnabliki sátum við í daufri skímu frá standlampa, einum af þess- um lömpum, með rauðu skermunum, sem maður kveikir á, með þvi að stinga snúruenda á þilið. Somers tók þetta líka mjög alvar- lega. Bókin virtist hafa hann á valdi sínu. Hann sagði, að við yrðum að hafa ákveðna fyrirætlun, eitthvert tiitekið markmið til þess að beina athygli okkar að, — einhvern mann. Og í eins konar illkvittnisgáska, stakk Nickey upp á Hugh. „Hann verður fyrirtaks miðill, kúrandi þarna uppi Sá held ég verði illur á morgun, þegar ég segi honum, að hann hafi ékki lengur neina sál.“ „Já, en hvert eigum við að senda sál hans?“ spurði Somers áhyggju- fullur. „Það er einmitt það — við skulum skipa sál Hughs að fara úr líkama hans og inn í þetta — bíðið andartak. Ég ætla að klæða gínuna, gera hana raunverulegri — meira líka“ — —. En hann lauk ekki við setninguna. Trylltur ákafi greip hann. Ég horfði á hann opna skúffur í æðislegu flaustri, draga upp buxur, vesti og jakka. Hann festi jafnvel flibba um háls gínunni og svart hálsbindi með lafandi endum. Að lokum setti hann gínuna á stól og lét hendur hennar hvíla á hnjánum og gekk svo aftur á bak til að athuga hana. En Somers fullkomnaði verkið með því að þrifa af mér gleraugun og festa þau á kónganef gínunnar. Áhrifin voru óhugnanleg. Nickey var eins og barn. sem hefur fengið nýt! leikfang: „Hafðu hálflokuð augun, Mason, nei, deplaðu þeim dálítið", skipaði hann. „Geturðu ekki séð hann fyrir þér?“ Gínunm ^vipaði vissulega talsvert til Hughs Auðvitað gerðu fötin sitt til þess — Hugh leit alltaf út eins og hann kæmi beint úr ruslaskrínu. og hin daufa birta hjálpaði manni td þess að ímynda sér slægðarsvipinn í gljáandi augunum. „Við verðum að mynda hring og takast í hendur", fyrirskipa'ði Som- ers. „Ég ætl'a að lesa formúluna upp úr bókinni — hún er aðein-s fáeinar setningar, og við verðum allir að ein- beita huganum að Hugh — hugsa okkur sál hans yfirgefa líkamann og fara í gínuna. Ég gat ekki fellt mig við hugmynd- ina — hún virtist svo barnaleg — svo afkáraleg — en ég treysti mér ekki til þess að stæla við Nickey. Hacn var svo óskaplega æstur i þetta. Hann þaut yfir að stólnum mínum og togaði mig upp á hand leggjunum. „Komdu nú, Mason“, hrópaði hann, og hikandi tók ég í hendur þeirra. og við mynduðum hring um stólinn, sem gínan sat á, hreyfingarlaus og hátíðleg, og tilraunin byrjaði. Eftir nokkrar .sekúndur byrjaði Somers að þylja eitthvað, ömurleg- um, tilbreytjngarlausum rómi. Ég gat ekki skilið, hvað hann sagði, en það minnti mig á söng prest meðal frum- stæðra þjóða, og við’ biðum rólegir, þangð til sönglið hófst á ný. Smám saman, en óafvitandi, urðum við al- varlegri. Án þess að við réðum við það, urðu hugir okkar örir af hug- myndinni. Loftið varð seiðmagnað í lestrarhvíldunum virtist þögnin þrungin ofvæni. Meðvitund um bið og vökula athygli náði tökum á okk- ur. Eftirvæntingin varð næstum kvalafull. Eftir því sem hún óx, fór öll meðvitund um tíma og rúm, var að engu orðin. Ég stalst til að líta á Nickey. Andlit hans var rjótt af ákafa. Allt í einu fann ég. að hann greip fast um hönd mína. Ég leit snöggt við og sá, að hann hafði rétt úr sér og hálfteygði höfuðið upp á við, eins og hann væri að reyna að hlusta eftir einhverju. Somers hafði þagnað einu sinni sem oftar, þegar snögglega, fyrirvara laust, kvað við tryllt, vitfirringslegt hláturöskur, beint yfir höfðum okk- ar. Aðeins eitt öskur — meira ekki, og svo — geigvænleg, titrandi þögn. Mér rann ískalt vatn milli skinns cg hörunds af skelfingu. Þetta var svo ómennsk rödd — blóðvana — eins og hún kæmi frá hlakkandi djöfli. Mér fannst ég verða að gera eitthvað — framkvæma einhverja líkamlega hreyfimgu. Mig langaði til að hrópa — æpa — gera eitthvað, en ég gat það ekki. Og þá gerðist nokkuð. Nokkuð, sem við gátum ekki séð, aðeins skynj- að — nokkuð, sem gerði okkur svo skelfingu lostna. að köldum svita sló út um okkur. Einhver eða eitthvað kom inn í herbergið. Við urðum varir við nær- veru einhvers óþekkts. Við fundum það. Þessi uggvæna, hrollkennda til- finning, að horft væri á okkur af ein- hverjum, sem við ekki saéjum, læsti sig um okkur. Laumulega. hræddur um að vera staðinn að verki, sneri ég liöfðinu o’ leit á Nickey. Þá var eins og blóðið frysi í æðum mínum. Andlit hans var afmyndað af hryllingi, og nc-ð-i vör hans titraði ofsalega, en það var skelf ingin — örvæntingin í ausum hans, sem stappaði stálinu í mitt þve",a'idi hugrekki. „Nickey, Nickey“, æpti ég. „Hættu þessu —heyrirðu það. Hættu þessu" Hann skalf og strauk hend;nm um ennið. Svo byrjaði hann að flissa — hlæja — öskra, á sama djöfullega hátt og við höfðum áður heyrt uppi yfir okkur. „Það er Hugh“. hrópaði hann æðislega. „Hugh. segi ég Hann er hérna — þarna — lítið þið á hann — hann glottir framan í m s, hann er------“ Gínan hafði fallið aftur á bak í stólnum, svo að höfuðið hvíldi á stól- bakinu, en andlitið sneri að Nickey. Hægri handleggurinn var á lofti Nickey var örvita af hræðslu „Ég skal láta hann hætta þessum grett- um“, skrækti hann. „Lítið þ'ð á!“ Framhald á bls. 430. .MÍÉ Einhver eða eitthvað kom inn í her- bergið. Við urðum varir við nærv%ru einhvers óþekkts. Við fundum ]>að. ;$ Þessi uggvæna, hrollkennda tilfinn- ing, að horft væri á okkur, læsti sig um okkur. T I M I N N SUNNUDAGSBI.AÐ 411

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.