Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 10
1 þessum hvítu og hreinlegu gerkörum gerjast öliS. hest og fjórhjólavagn til þess. Þess- um hesti var eigmlega platað inn á jnig Hanon hafði fælzt og tiplaði alltaf fyrir vagninum, gekk al'drei eðiilega. Þetta var mjög gáfuð og indæl skepna cg fældist aldrei með ölvagninn. Seinna keyptum við ann- an gráan hest, sem var grindhoraður, þegar við fengum hann. Við fóðruð- um þá á maltúrganginum, sem kall- aður var hrosti, og þeir þrifust vel af því, enda hafa ölgerðarbestar þótt bera af öðrum hestum í útliti. — Sumír haida, að þú heiÞr Egill Skalla-Grímsion. — Já, ég fæ líka stundum bréf erlendis frá, sem" eru stíluð á hr. Sk'aHa-Grímsson. Annars skírði ég öl- gerðina í hóTuðið á Agli, af því að ég hafði ekki hevrt um neinn annan, sem verið hafði kræfaii við öldrykkj- una. Ég hef líka alitaf haldið upp á íslendingasögurnar og lesið þær mér ti'l sálubótar. — En þú sjálfur, ert þú ek'ki mik- ill öldrykkjumaður? — Nei, það hef ég aldrei verjð, og þegar ég var unglingur, þótti mér öl vont. Það hvarflaði víst e.kki að mér þá, að ég ætti eftir að framleiða þennan bragðvonda drykk, eins og mér fannst hann þá vera. <Ég kom einhvern tíma á Eyrarbakka, u ’igli'ng- ur, kluk’kian 6 að morgni. Þar vildi bakarinn gerá mér gott og kom með öl í ausu ti-1 mín, en ég gat ekki drukkið það. — Löngu seinn,: varð mér ljóst, að þetta hafði verið gott öl. — Ég keypti líka einu sinni gamla Carlsberg hjá Thomsen gamla — ein- mitt þar sem ég varð síðar til húsa með öigerðina — ég hafði heyrt, að Caristoerg væri fitandi. Ég var hor- krangi og mig langaði til að fitna af þessum undradrykk. Ég keypti flösk- una og fór með hana í portið bak á við, dró úr henni tappamn og ætlaði að drekka úr henni, en ég kom ekki inni'haldinu ofan í mig, — mér fannst það svo vont. Þá kostaði innihaldið 20 aura, en flaskan 6 aura. Ég heilti niður úr flöskunni og þóttist góður að geta bjargað þessum 6 aurum með því að selja flöskuna. Ög þetta voru nú öll ölkaup mín í lifinu. — Fá menn ekki líka leið á öli. þeir vmna við framleiðslu á því? — Nei, nei, ég vann einu sinni i nokkra mánuði á ölgerðarhúsi í Dan- mörku til þess að kvnnast framleiðslu háttum. Þar vann gömul kona. Hún hflfði farið í kappdrykkju við karl- mann, mikið svolamenni. Þau byrj- uðu að morgni. Hún mátti ráða, hvað þau drukku, og kaus að drekka Port- er, sem var sterkasta ölið. Klukkam hálf tólf gafst svolamennið upp. Hann var þá búinn að drekka tíu flöskur, en hún tólf, en samt bætti hún við sig tveimur fram að hádegi. Það var ekki að sjá, að hún væri orðin leið á ölínu. — Það var líka einu sinni hjá okkur hérna heima í ölgerðinni þýzkur bruggm'éistari. Hann hafði verið bruggari í Kairo og var þar kallaður tíu litra maður. En sjálfur sagðist hann hafa komizt mest upp í 14 lítra á dag og fann aldrei bragð af minna en tveimur hálff'löskum. Hann fékk bara þunnt öl hjá okkur, og sagði, að það myndi drepa sig. En hann lifði hér í mörg ár, þrátt fyriT þunna ölið. Þjóðverjar eru mikli- ;1- menn, enda er ölið stór hluti af fæðu þeirra. — Reyndist samkeppnin við danska ölið ekki erfið? -— Jú, en 1926 vorum við búnir að fá fullkomin áhöldt og erlendan fagmann í þjónustu ölgerðarinnaT. — Þar meS varð okkar öl jafngott því danska. Þá hvarf danska ölið af mark- aðinum. Þegar við vorum búnir að ná markaðinum, ætluðu stjórnarvöld- in að tolla framleiðsluna jafnt og danska ölið. Það h?fði verið dauða- dómur. Það varð þess vegna að sam- komulagi, að tollurinn skyldi vera Vá af tollinum á erlenda ölinu. — Ölgerð hér verður alltaf dýrari en erlendis, vegna þess að hér verður að kaupa allt utanlands frá nema vatnið og vinnuna. — Þetta hefur sem sagt ekki verið neinn dans á rósum. — Nei, það voru mörg ljón á veg- inum ti'l ag byrja með og vonlítið fyrstu árin, að eitthvað verulega rættist úr framleiðslunni. Ég hafði mikið fyrir þessu í byrjun. Svo þeg- ar það fór að ganga, tók hið opinbera 418 llMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.