Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 13
hafa hann heima. Daginn eftir var allt klappað og klárt, og ég flutti hvolpinn heim. Hann var þá svo blásnauður, aS hann átti hvorki hálsband né nafn. En síðar komst ég að því, að hið síðarnefnda hafði hann eignaat, en týnt því aftur. Úr þessu bætti ég fyrst, og skýrði hvolpinn Limmí. Hálsbandig fékk Limmí síðar, og lifði eftir það við allsnægtir. Limmí lærði fljótt að þekkja nafnið sitt, og ég byrjaði á að kenna benm að hlýða og haga sér eftir settum reglum. Jafnframt reyndi ég að skilja óskir hennar og uppfylla þær. Hún var mjög elsk að okkur hjónunum og litlu dótt- ur okkar, og eí það bar við, að þær voru einar saman, taldi Limmí skyldu sína ^ð vernda hana, ef háska bar að höndum. Hún hélt henni þá fastri með tönnunum, þar til hjálp barst eða hættan leið hjá. Lund hennar var einstaklega ljúf og lipur, og þag var oft unun ag sjá, hvað hún leitaðist við að ]áta að vilja okkar og hlýddi fús- lega hverju orði og bendingu. Limmí var fremur smá vexti, miðað við sinn ættflokk. Hún var ljós um höfuð, kvið og fætur, en svört á bak, eins og hún hefði brugðið yfir sig svartri skikkju. Hún var slétt og fögur í háralagi, en hærðist nokkuð, þegar aldur færðist yfir hana. Nú skal sagt frá því, hvernig ég fékk vitneskju um fyrra nafn Limmíar, og eigandann, sem gaf henni það. Svo bar við, að frænka mín í Hlíðardal lánaði mér bók, og kom ég heim með bókina og tók hana úr umbúðunum. Er Limmí sá umbúðirnar, þreif hún þær til sín, og hljóp með bréfið í bólið sitt, lét vel ag því eins og það væri hvolpur, og er við vildum fjarlægja það, var hún ófáanleg til þess að sleppa því. Vig skildum ekkert I þessu háttalagi Limmíar, fyrr en við náðum fundi frænku í Hlíðardal. En þegar hún hafði heyrt sögu okkar, sagði hún: „Þetta er þó ekki hún Otta mín?.“ Og þegar betur var að gætt, kom þag á daginn, að frænka í Hlíðardal hafði um tíma haft kynni af Limmí, því að þáverandi eig- andi hennar, sjómaður, sem gaf henni Ottu-nafnið, dvaldist í Hlíð- ardal með hvolpinn, þegar hann var í landi. Oft gerðum við það í gamni að nefna hana gamla nafn inu, og það leyndi sér ekki, að hún kannaðist við það og var glöð við, er það var nefnt. Tvær dætur Limmiar. Það er orða sannast, að þótt margur sé heiðurshundurinn, þá hefur öll hundaþjóðin sætt þung um ámælum fyrir ruddalegt fram- ferði í ástamálum sínum, bæði hneykslanlegt fjölkvæni og dólgs- leg áflog og hávaða vig frjóvgun- ina. Og þrátt fyrir aldalanga sam- búð, virðist hundaþjóðin ekkert hafa lært í þessu efni af mönnun- um, sem bindast siðlega einni konu og búa með henni alla sína löngu ævi. En í þessu efni segir frúin, að Limmí hafi átt algera sérstöðu. Ag undanskildu einu forskoti, átti hún aðeins einn elskhuga. En yfir þeim báðum vofði refsivöndur yfirvalda borgarinnar, sem var hvorki meira né minna en dauða- dómur, ef þau sæjust utan húss. Ástvinur hennar hét Týrus og átti heima í Háteigi. Hann var af góð- um ættum og alinn upp við góða stjórn og siðsemi. Sá munur var á aðstöðu þeirra td laganna, að í Háteigi hafði verið kúabú og mætti kannski segja, að Týrus hefði haft þar embætti að gegna, þótt hundar séu að vísu lítt not- aðir við slík bú, og kýrnar löngu horfnar. Niðurstaðan verður þó sú, að Týrus stóð í skjóli við kýrn- ar í Háteigi, en Limmí í skjóli við hann, svo ag aldrei kom að því, sem yfir vofði, að mann í góðum fötum og með gyllta hnappa bæri að garði þeirra erinda ag kubba lífsþráð þeirra. Týrus var skyldurækinn, trygg- LIMMÍ fær sér sykurmola lyndur og háttvís í framgöngu, og sambúð hans og Limmíar stóð í fimmtán ár. Urðu afkomendur þeirra 46. Aðeins einn þeirra dó nýfæddur, og hann vanskapaður þannig, að fæturnir sneru upp. Hinir urðu fjárhundar uppi um sveitir og reyndust sumir vel, en aðrir miður, því að ekki geta allir orðið ættarfaukar, þótt af góðu kyni séu. Einn sonur þeirra ólst upp Framhald á bls. 430. io«o«o»oéo*OBO»0' T I M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ 421

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.