Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 2
ÞÓRÐUR KÁRASON: Neðri röð: Jón Jónsson, Magnús, Alexander, Kristín og Vilborg Guðmunds Sigrúnu. dóHir. Frá Snæfellsnesi til sléttuborgar Árig 1883 fluttu til Kanada hjónin Jón Jónsson, hreppstjóri á Hjarðar- felli á Snæfellsnesi, og kona hans, Vilborg Guðmundsdóttir frá Mi3- hrauni, með stóran og mannvænleg- an barnahóp. Voru þau í hópi hinna fyrstu vesturfara, sem settust ag í Winnipeg í Manitóbafyiki. Hafa niðj- ar þeirra flestir búið þar og lagt drjúgan skerf til þeirrar borgar, sem Islendingar eiga mest ítök utan ís- lands. / Jón r/g Vilborg urðu kynsæl og eru nú um 200 niðja þeirra á lífi og flest- ir í Manitóbafylki. Eru þar i hópi menn í ýmsum trúnaðar- og forstjóra- stöðum, og má geta þess til gamans, að einn sonarsonarsonur Jóns varð varabankastjóri vig Konunglega bank- ann í Kanada aðeins 27 ára gamall. Eitt barna þeirra Jóns og Vilborg- ar er á lífi, Kristín, ekkja J. J. Swan- sons, sem var kunnur fasteignasali í Winnipeg, dáinn 1947. Sumarið 1960 heimsóttum við hjón- in Kristínu, sem enn er hin emasta og kann frá mörgu að segja, þar sem hún hefur séð sléttuborgina vaxa úr þorpi í 500.000 manna borg. Kristín hefur stöðugt haldið sambandi við ættfólk og kunningja á íslandi og kom hingað til lands fyrir fáum árum. Hún er nú 79 ára. Kristín ber sterkt svipmót ætt- menna sinna, Hjarðfellinga, sem margir frændur hennar þar vestra. Hún á mannvænleg börn og barna- börn, en býr út af fyrir sig í sínu gamla húsi, sem einkenndist af gest- risni og höfðingsskap. Hjá Kristínu hittum við einnig mágkonu hennar, Guðnýju, 85 ára, fædda á Akranesi, ekkju Þórðar Jónssonar úrsmiðs, en hann hafði látið gera æviminningu um foreldra sína, sem hér birtist mynd af. Þetta skjal er merkilegt á margan hátt og sýnir ræktarsemi til foreldra og fósturlands ag þeirrar tíðar hætti. En menn af íslenzkum ætt- um eru eins og aðrir sem óðast að hverfa í þjóðahafið, íslenzk sérein- kenni glatast og ýmislegt, sem ritað jr á íslenzku, týnist. Þessar gömlu heiðurskonur vildu því, ag skjalið kæmist til íslands, og birtist hér hluti af því, en efnið er ótrúlega mikið á ekki stærra blaði. En ástæðan til þess, að ég skrifa þessar línur er sú, að nýlega sendi Kr'istín mér mynd af foreldrum sín- um og systkinum, sem tekin var 1891. Gamlar vesturfaramyndir eru í fárra höndum. Munu ættingjar Hjarðarfells hjóna á íslandi ef til vill hafa gam- an af ag sjá mynd af þessari mann- vænlegu fjölskyldu, sem margir hafa heyrt getið, því að sjónarsviptir þótti að brottför hennar frá Snæfellsnesi. Á æviminningunni er getið æviat- riða Jóns og rakin ætt hans til Egils Skallagrímssonar, og neðst eru erfi- ljóð, er Þ. K. Kristjánsson orti. Er æviágripið og erfiljóðið birt hér til gamans. Áttaiíu ár eru liðín síðan Jón á Hjarðarfelli og Vil- borg, kona hans, fluttust til Vesturheims. Þar báru þau beinin, þótt ekkí festu þau þar rætur: „Fannst hon- um örSugt í framandi landi. . . kunningjar færri og fátt tiPgleSi". 482 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.