Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 19
rétta tímaröð og líta næst í bók Kepl- ers — draum hans um mánann — sem gefin var út að honum látnum og hét „Somnium“ (kom út 1634): Ungur maður, Duracoto, — eigin- lega Kepler sjálfur — er aðalpersóna bókarinnar. Myrkraandar flytja hann til mánans. Þessir fordæmdu og út- skúfuðu andar halda til í hinum kúlu- formaða skugga jarðarinnar. Þegar tungbð — við tunglmyrkva — keraur inn í skugga jarðarinnar, geta and- amir stigið „um borð“ á tunglinu og falið sig í dimmum holum þess og ferðazt þannig með tunglinu á hring- ferð þess umhverfis jörðu. Stundum kemur fyrir, að tunglskugginn snert- ir jörðina — við sólmyrkva, — þá geta andamir steypt sér niður þessa skuggabrú og lent á jörðinni aftur. Ef þeir vilja fara aðra ferð til mán- ans, verða þeir að bíða, þar til hann kemur aftur inn í jarðskuggann. — Stundum kemur fyrir, að myrkraand arnlr taka mann með sér í þessa för til tunglsins. — Kepler lætur andana sjálfa lýsa því, hvernig þetta fer fram: „Við steypum okkur hópum saman yfir þann útvalda, styðjum hann og lyftum honum hratt upp. Upphaf ferðarinnar reynir mikið á hann, því rJS hann þýtur upp, líkt og honum væri Jcotið úr faHbyssu. Þess vegna deyf- ttm við hann áður með ópium, og útlimir hans era lagðir til með kost- gæfni, svo að þeir rifni ekki frá búkn um. Áhrifin verða að skiptast jafnt milli allra líkamshluta. Þegar ofar dregur, á hann í miklum erfiðleikum vegna óhemju kulda og andþrengsla. Hin meðfædda hreysti okkar vemdar okkur gegn kuldanum, en sem vöm gegn andþrengslunum höfum við rak- an svamp fyrir munninn. Þegar fyrsta hluta ferðarinnar er lokið, verður hún auðveldari fyrir okk ur. Við sleppum leiðsegjendum okkar og látum þá sjá um sig sj'ájfa. Þeir dragast sundur og saman eins og köngullær og komast þannig áfram fyr ir eigin krafti og fá af sjálfu sér rétta stefnu. En þar sem aðdráttarafl mán ans verður sterkara eftir því sem nær honum dregur, myndu þeir skella á honum með allt of miklum krafti og slasast, ef við ekki þytum á undan þeim og vemduðum þá gegn þessari hættu. Þegar maðurinn losnar við á- stand deyfingarinnar, þjáist hann venjulega af máttleysi í öllum út- limum, og hann jafnar sig ekki nema smám saman svo, að hann verði fær um að ganga“. Þessi furðulega lýsing á ferð til tunglsins er bara inngangurinn að riti Keplers, „Somnium", sem í raun- inni er vísindalegt innlegg í tungl- fræði. Kepler lýsir greinilega í þessu riti, hvernig tunglbúi sjái stjörnuhim tninn, pláneturnar og jörðina, og hvernig hreyfingar þeirra líti út frá tunglinu séð. Ætlun hans með „Somn- ium“ er að fá fólk til að sjá hluti frá óvenjulegum sjónarhóli, en bækur af því tagi verða sjaldan vinsælar. Hin auðskilda fantasía Goldwins var aftur á móti gefin út í 24 útgáfum. Hún fjallaði um ævintýraþyrstan Spán- verja, Domingi Conzales að nafni, sem tamdi 25 gæsir til þess að fljúga með sig frá St. Helena. Einu sinni, þegar hann ætlaði að lenda eftir vel heppnaða flugferð, flugu gæsirnar skyndilega enn hærra í loft upp. Þær höfðu allt í einu allar samtímis ver- ið gripnar eðli farfuglsins. — „Mér til ósegjanlegrar skelfingar og undr- unar flugu þær hærra og hærra, i heila klukkustund, að því mér fannst, en þá drógu þær af sér, og að lokum (þvílíkur léttir), hættu þær að blaka vængjunum. Það slaknaði á taumun- um, en samt sem áður héldum við áfram líkt og við hefðum engan þunga (Gonzales skynjar, að hann er tekinn að nálgast tunglið). Ég hafði skynjað for- og bakhlið jarðarinnar tólf sinnum, þegar ferð- in var á enda. Gæsirnar mínar lentu með mig á hæð, þar sem gat að líta margt furðulegt. . . Trén vora þrisvar sinnum hærri en á jörðinni og meira en fimm sinnum gildari, sema gilti um plöntur, fugla og dýr. Ég á erfitt með að bera fuglana saman við okkar: þeir vora svo ólfkir þeim, sem við eigum að venjast, burt séð frá svöl- um, næturgölum, gaulrum og einstaka villtum hænsnfuglum, sem ég sá — auk gæsanna mi.nna — ég skildi nú, að þessir fuglar eyða þeim tíma, sem þeir eru ekki hjá okkur, í þessum heimi, á tunglinu". Það merkilega er, að þessi heiia- spuni um, að farfuglarnir dvelji á tunglinu yfir veturinn, var tekinn al- varlega og útfærður í vísindalegu formi. Heiðurinn af því átti ensk- ameríski eðlisfræðingurinn, Chárles Morton (1627—1698). Morton bendir á það, að menn þekki lífssögu skordýr- anna og dýranna — meira ac segja fiskanna — en slíkri þekkingu sé ekki til að dreifa um fuglana. „Við vitum ekki, hvert þeir fara eða hvað- an.þeir koma, en þeir virðast kom? af himnum ofan eins og fyrir krafta- verk“. — Og þar sem enginn vissi, hvar farfuglarnir héldu sig á hinum kalda árstíma, var augljóst, að þeir hlytu að dvelja utan jarðarinnar yfir vetrarmánuðina. „Hvert skyldu þess- ar skepnur þá fara, ef ekki til tungls- ins?“ — Ferðin til mánans tæki þá tvo mánuði, ef þeir færu með hraða, sem- svaraði U1 125 enskra mílna á klukkustund. Þótt máninn færist til, geta fuglarnir samt sem áður hald- ið sinni upprunalegu stefnu, því að eftir tvo mánuði verður máninn á sama stað og hann var, þegar fuglarn- ir lögðu af stað. Morton hefur haft vakandi athygli á því, sem mælti gegn því, að tunglið væri dvalarstaður fa. fuglana yfir vetrarmánuðina. T þess að setja undir lekann, lét han - í ljós þá hugmynd, að fuglarnir kæmu við á eins konar „ljósvakaeyjum" * IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 499

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.