Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 8
Sé8 helm aS EiSum.
Bráð eru ve'ðrabrigði, segir gamalt
spakmæli, og víst er um það, að oft
hefur það skeð á landi hér, að svo
skjótt hefur um veður skipt, að veg-
farandi, sem að heiman lagði í hinu
bezta veðri og átt'i aðeins skamma ltíð
að fara, náði ekki til áfangastaðar,
vegna þess að á leiðinni gerði slíkt
foraðsveður, að honum tókst ekki að
halda réttri stefnu, en hraktist vill-
ur vegar þar til hann annaðhvort
komst — stundum af einskærri til-
viljun — einhvers staðar til húsa,
eða þá að hann hlaut að kveðja þenn
an heim einn og hjálparvana í hríð og
óveðrum. — Sem betur fór er í þess-
ari frásögn eigi um slíka hríðargöngu
að ræða, heldur villu, sem endaði með
því, að fundin var hin rétta leið, en
sú villa gat vel hlotið annan og
verri endi.
Veturinn 1927—1928 var ég nem-
andi í l.bekk alþýðuskólans á Eiðum
á Fljótsdalshéraði. Ég átti hins veg-
ar heima hjá foreldrum mínum á
Úlfsstöðum f Eoðmundarfirði, en þar
bjuggu þau búskapartíð sína alla. •—
Loðmundarfjörður er næsta sveit við
Eiðaþinghá og má fara ýmsar fjalla-
leiðir milli sveitanna. En sú leið, sem
gre:ðfærust er og jafnaðarlegast far-
in, liggur um heiði er Tó nefnist.
Gengur heiði þessi upp úr botni Loð-
mundarfjarðar, eða öllu heldur upp
úr dal, sem liggur inn af Loðmundar-
firði og nefnist Bárðarstaðadalur. Er
hamraklif mikið fyrir botni dalsins,
(Ljósmynd: Páll Jónsson).
Á YZTU NÖF
allhátt og liggur um það einstigi upp
á heiðina. Þegar upp á klifið kemur,
tekur heiðin strax við. Er hún mikið
til slétt yfirferðar, urðir og ölduhrygg
ir. Þótt allmikil umferð væri fyrr á
árum um heiði þessa, hefur aldrei ver
ið ruddur yfir hana vegur. Þeir einu
götuslóðar, sem þar sjást á stöku stað,
eru troðningar eftir fé og hesta. —
Þótt gróður sé lítill á Tó, hefur jafn
an runnið mikið af fé um hana, þar
sem fé Eiðaþinghæinga hefur löng-
um sótt mjög í sumarhaga niður 1
Loðmundarfjörð. En þar eru afréttir
sérlega góðar, gróðurríkar og kjarn-
miklar.
Tó getur ekki talizt langur fjall-
vegur, aðeins fjögurra til fimm tíma
gangur bæja í milli, þegar auð er jörð
eða gönguleiði gott. Hins vegar get-
ur hún verið viðsjáll fjallvegur í hríð
ardimmu og snjó, þar sem hvort
tveggja er, að af henni er hætta á að
geta villzt til ýmissa átta, þar sem
flatneskjur, lágir hálsar og urðahrygg
ir liggja út frá henni í austur, suður
og vestur, og auk þess er hamrabelti
það, sem áður er áminnzt, að liggi
fyrir botni Bárðarstaðadals, hættu-
legt í myrkri og óveðrum, þar sem
hvergi er hægt að komast niður það
nema á einum stað, en í dimmviðr-
um og fannfergi getur verið erfitt
að hitta á þann stað, en auðgert hins
vegar að ganga fram af hömrunum,
hvar sem er, ef hvergi sér fyrir fæt-
ur fram. Og sú ganga myndi í flest-
um tilfellum nægja hverjum manni
að aldurtila, eða verra en það. —
í klifi því, sem farið er um gegnum
hamrabeltið, er auk þess oft á vetr-
um hætta á snjóflóðum; leggur þar
að auki oft hið versta harðfenni. —
Hægt er að komast af Tó niður í Loð
mundarfjörð með því að fara suður
fyrir enda hamrabeltisins, og liggja
þá brattar urðabrekkur og hjallar
niður af heiðinni ofan í svonefnt
Árnastaðafjall. Er sú leið oftast far-
in á vetrum, sé um hættur af snjó
að ræða í Klifunum, en þessi leið
er Iengri og getur auk þess brugðizt
að ná henni, sé um hríð og dimmu
að ræða.
Það hefur jafnan verið venja Eiða-
nema, sem nemenda annarra skóla
að fara heim til sín í jólaleyfi, sé
um skamma leið að ræða, eða auðgert
að komast. — Þar sem ég átti svo
stutta leið að fara, ákvað ég að bregða
mér heim um jólin. Vissi ég og, að
heima var þess vænzt, að ég kæmi
En ég var einn nemenda úr Loð-
mundarfirði, og var því ekki um sam
fylgd við neinn að ræða. Síðla í nóvem
ber og í byrjun desembermánaðar
gengu hríðar austur þar dögum sam-
an. Kyngdi þá niður allmiklum snjó
bæði um Úthérað og nyrðri hluía
Austfjarða. Um eða undir miðjan
desember hlýnaði í veðri nokkra daga
og þiðnaði snjór þá töluvert i byggð,
en hins vegar var allt á kafi í fönn, er
upp dró til fjalla. Og dagana fyrir
488
TÍMIN N — SUNNUDAGSBLA0