Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 22
hástöfum. Hann á í vök að verjast, reynir aö hrista hana af sér, en árásir hennar eru linnulausar. Allt i einu hleypur hann fram á klett, sem rís þverhnípt við vatn ið. Hann fer á fremstu nöf og fleygir yrðlingnum niður fyrir. Frá vatninu berst dauft skvamp í sömu andrá sleppir tófan tök- um á greifingjanum. Hún rekur upp harmsárt vein, nemur staðar á klettabrúninni og mænir á yrðl- inginn, sem flýtur í vatnsskorp- unni. Skammt frá er lægð í kletta- vegginn, eins og örslcot þýtur hún þar fram af og æðir út í vatnið. Itefurinn var á næstu grösum og heyrði hávaðann. Greifinginn nýtur ekki lengi sigurgleðinnar. Hann var í þann veginn að skjót- ast inn { híðið til að vitja yrðling- anna, sem eru varnarlausir. Þá stekkur refurinn á hann. Gamli greifinginn er dasaður, tekur þó hressilega á móti, þegar eigi verður ko'mizt hjá hólmgöngu. Veitir andstæðingnum vel útilátna pústra og sparar hvorki kjaft né klær. En rebbi er ekki neinn aukvisi. Tekur kjaftfylli í gráan feld greif- ingjans, hvassar tennur ganga gegn um skinn og vöðva. Blóð drýpur. Befurinn nær frumkvæði. Hann þjarmar að greifingjanum. Tann- ar aðra framlöpp hans og kennir notalegrar sæluvímu, þegar and- stæðingurinn kveinar. Herðir tak- ið; bítur svo fast, að marrar í bein- um. Bardaganum lýkur. Gamli greif- inginn laétur undan síga. Rebbi fylgir honum dáiítinn spöl. Hleyp- ur svo niður að vatninu til að skyggnast um eftir konu sinni. Hún hefur bjargað yrðlingnum á land, lagt hann til þerris móti sól. Hann er ekki alvarlega slas- aður, raknar fijótlega við eftir volkið. Gleði móðurinnar er óblandin. Fáum dögum seinna haltrar gamall greifingi umhverfis hól langt norður í skóginum. Hann ætlar að grafa þar nýjan bæ. Önn- ur framlöpp hans er sáraum, svo aí hann hikar við að hefja verkið. Bn el'jusemin bregzt ekki. Þó er sá kvíði ásækinn, að jafngóð hí- býli og hann átti við fjallavatnið, eignist hann aldrei framar. S. J. íslenzkaði. Kynlegur fyrirburður Framhald af bls. 487 Sonur Helgu var Sigurður bóndi í Eyjum. Með honum fl'uttist orðróm- urinn af umgangi svipveru séra Er- lends þangað. Þekkti ég, sem aðrir, þann orðróm, en var litt trúaður á hann, sem fyrr segir. Haldið var, að hugur séra Erlends hefði fylgt einhverjum erfðagripum úr búi hans til nefndra niðja hans. Það kann að vekja tortryggni á frá- sögn Björns, að í fyrra skiptið verður hann reimleikans var bæði heyran- lega og sjáanlega, en í síðara skiptið aðeins sjáanlega, en kunnugt er slíkt í þjóðtrúarfræðum. Fyrirburðirnir verða við ólíkar ástæður. í fyrra skiptið er næ» aldimmt. Reimleika- valdinum þykir þörf á að vekja at- hyglina á sér með heyranlegum hætti. í síðara skiptið er hál’fbjart og nægilegt að vekja athyglina aðeins sjáanlega. Fyrsta rafmagnsvélin Framhald af bls. 486. Á íslandi er vélarinnar fyrst getið í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á Stjörnufræði eftir Ursin. (Prentuð í Viðey 1842). Jónas kallar vélina þar „rafurmagnstól". Frímann B. Arn- grímsson getur þess, að hún hafi verið til í „lærða skóianum" í Reykja vík 1894. Sá, er þessar linur ritar, sá hana fyrst í barnaskólanum á Akur- eyri í lok fyrra stríðs, og þótti mikið til koma, en ekki vissi hann þá, að halastjarna var ljósmóðir tækisins. Árið 1672 gaf Guericke út bók, sem prentuð var í Amsterdam, og er þar greint frá flestum tilraunum hans. Hann andaðist í Hamborg 11. maí 1686. Hann »r kallaður fyrsti verk- fræðingur Þvzkalands. Hjarðfellingar Framhald af bls. 483 Á ÍSLANDI AUSTUR fyrir árum sjötíu, í Hnappadalssýslu í hreppnum Eyja, fæddist að Þverá fríður sýnum, við Hjarðarfell síðar hann var kenndur. Hnigin er ævisól að eilífu djúpi. -Liggja iðjumannsins bein orpin moldu. Lausn 62. krossgátu Duft í dimmri gröf, í dauðans sölum Ijúf er lúnum hvíld að loknu starfi. Fallinn af þjóðstofni er þróttar viður, með knáleika sem varðist kastvindum lífsins, skalf ei á velli, þó skruggur heyrðust, máttarstoð sinna frá morgni ag aftni. Enn munu margir í Miklaholtssóknum minnast hans, sem á Hjarðarfelli í þjóðbraut bjó fyrir þrjátíu árum, sem gestrisni og alúð öllum sýndi. Heima var hann talinn með höfðingjum sveitar, þegar hann flutti af fósturjörðu, söknuðu hans nágrannar nær sem í fjarlægð, enn hefur ei byggt þar annar hans líki. Hann var lundfastur, lig veitti snauðum, hygginn og tryggur, trúfastur vinum. Hann var margfróður, hagleikssmiður, þangað í liðsbón því leituðu margir. Fannst honum örðugt í framandi landi, allt aðrir siðir og annarleg tunga, og fátt til gleði, kunningjar færri sem til foma, á Fróni heima. 502 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.