Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 18
\ nafði Kepler sett fram ýkjufulla hugs- mynd um linsu. Hann hugsaði sér að hún væri fullkomið brennigler, sem myndi safna öllum samsíða geislum nákvæmlega í einn og sama punkt. Franski heimspekingurinn Decartes tók þessa hugmynd þegar upp á sína arma og áleit, að hið fullkomna brennigler hlyti einnig að vera full- komin linsa. Hann bjó til, ásamt þeim Mydorge og tækjasmiðnum Ferrier — linsu, sem safnaði sólargeislunum raunverulega einmitt eins og Decart- es háfði reiknað með. Hann hélt nú til Hollands, fullur bjartsýni eftir þennan árangur til þess að koma í framkvæmd stórkostlegri þriggja ára áætlun. Hann skrifaði Ferrier og ■sagði, að hann skyldi koma til Hol- lands með tækið,' án 'vitundar Mydor- ges. — Deeartes hafði leigt höll og ráðið til sín kokk, sem gat eldað franSkan mat. Hann sagði hins veg- ar, að Ferrier skyldi hafa með sér rúmið sitt, því að hollenzk rúm væru hryllileg. f þessari afskekktu höll skyldu þeir búa saman eins og bræður í þrjú ár, snæða við sama borð og smíða ótruflaðir furðusjónauka, sem væri sterkari en fram til þessa hefði þekkzt. — „Kannski get ég með yðar hjálp, komizt að því, hvort dýr eru til á tunglinu", sagði Decartes að lokum, eftir að hann hafði lýst með mörgum orðum hinum fjárhagslega ávinningi, sem Ferrier hlyti við smíði sjónaukans. — En Ferrier kom ekki. Decartes varð að láta sér nægja að setja fram fræðilega lýsingu á kíki sínum og sætta sig við að hafa ekki séð ný fyrirbrigði á tunglinu, þegar hann gaf út rit sitt „Dioptrique" 1637. Verurnar á tunglinu voru líklega of fjarlægar til þess að mögulegt væri að greina þær — jafnvel með hinum sterkasta kíki; en það var hins vegar ef til vill hugsanlegt að fara til tungls ins og litast þar um, — kannski gætu líka tunglfuglamir flogið tll jarðar- innar? Margir létu sér detta slíkt í hug og gleyptu í sig metsölubók Francis Godwins um „Manninn í mánanum" og ferðina þangað. Þessi bók Godwins seldist einstaklega vel og kom út l fjölda útgáfa á mörgum tungumálum. — En við skulum halda okkur vlð 498 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.