Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 17
Þannig lítur yfirborð tunglsins út í nútímas'tjörnukíkjum. Myndin sýnir takmörk milli láglendis og hálendis mánans við niið- baug hans. - fjarlægðir", að sólin er meira en átján sinnum fjær okkur en máninn, en minna en tuttugu sinnum. En þeir af hinum sérfróðu, sem staðsetja mán- ann lengst burtu, segja, að hann sé 56 jarðar-radía frá okkur. Látum okkur þess vegna ekki trúa, að við gerum eitthvað rangt með því að álíta, að máninn sé jörð. Og hvað hinu svokallaða andliti hans viðkem- ur, skulum við hugsa okkur, að hann hafi djúpar lægðir, alveg eins og okkar jörð og þar sé að finna miklar holur og gjár með vatni eða dimmu lofti, sem sólarljósið kemst ekki í gegnum“. Hálfu öðru árþúsundi síðar en þetta var ritað las stjörnufræðingurinn Kepler það og gladdist yfir að finna hugsanir hjá Plutark, sem voru svo skyldar hans eigin. Kepler (1604) á- leit gerð mánans einnig sams konar og jarðarinnar; hann væri ójafn með vatn í lægðum og fjöll, sem væru tiltölulega stærri en fjöll jarðarinn- ar. Þegar hann virti hálfmána fyrir sér, hafð'i hann séð, að markalínan milli ljóss og skugga var engan veg- inn bein lína, en ójöfn og hlykkjótt. Hann notaði ekki kíki, þegar hann sá þetta. En fimm árum seinna beindi Harriott hinni rétthyrndu sjónpípu sinni að mánanum og síðan Galilei sinni sívölu sjónpípu. — Galilei skrif ar á þessa leið: „Á fjórða eða fimmta degi eftir nýtt tungl, þegar það hefur skínandi horn, er markalínan milli ljósa og myrka hluta þess ekki jafn bogi, eins og hún yrði af fullkominni kúlu, held ur ójöfn og í bylgjum. Svipað fyrir brigði sjáum við á jörðinni við sólar- uppkomu, þegar enn er ekki fuU bjart í dölunum, þótt fjöllin austan megin í dalnum séu böðuð í sólarglóð. Þessir dökku blettir á mánanum verða ljósari eftir því sem geislafletirnir verða stærri, með nákvæmlega sama hætti og skuggarnir í lægðum jarðar- innar verða styttri eftir því sem sólin hækkar á lofti“. Þegar Galilei beindi kíki sínum að öðrum himinhnöttum, sá hann enn merkilegri og óvæntari fyrirbrigði. Starfsbræður hans reyndu að útvega sér stærri kíkja; — fyrst Galilei gat uppgötvað svo mikið með hinni fyrstu frumstæðu sjónpípu sinni, vonuðust þeir til þess að sjá hvert undrið af öðru í tungli og stjörnum. Árið 1604 TÍiINN - SUNNUDAGSBLAÐ 497

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.