Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 7
HALLDÓR STEFÁNSSON: KYNLEGUR FYRIRBURÐUR ÞjóStrúarfræðm geymir margar frásagnir um xeimleika — sagðar með fullum rökum og sannindum, en fást þó hvorki sannaðar né afsannaðar. Þjóðtrúin rekur oft slíka fyrirburði til atburða eða orsaka frá liðinni tíð, en „vísindin“ meita öllum slíkum tílefnuim og heimta Samjnanir. — Dómstóll er enginn til, sem dæmt geti á milli. Meðal frásagna um reimleika eru margar um fyrirburði í svefnstofum sveitabæja. Eftir ag reimleika þótti hafa orðið þar vart, voru gestir ekki látnir sofa þar einir nema þeir, að sögð um málsvöxtum, teldu sig hafna yfir slíka „hjátrú og hindurvitni“ og létu sig það engu máli skipta. Oft fór öamt svo, að slíkir ofurhugar fengu karlmennsku sína fullreynda. — Dæmi um það er eftiitfarandi frá- sögn Björns R. Stefánssonar aiþm, Sunnmýlinga 1916—19: „Eg var nýbakaður Möðruvalla- stúdent og var ráðinn farkemnari í Breiðdal veturinn 1899—1900. Heim- il'i átti ég í Heydölum hjá fóstur- foreldrum mínum, Sigriði föðursystur minni pétursdóttur og manni hennar séra ÞorSteini Þórarinssyni. Um miðja vikuna eftir nýárið var ég kominn að Eyjum, næsta bæ við Heydali, til að kenna þar þá daga, serm eftir voru vikunnar, en hugðist fara heim á laugardagskvöldið og vera heima á sunnudaginm. Fyrsta kvöldið á Eyjum spurði bóndinn, Sigurður Jónsson, mig, hvort ég vfldi heldur sofa í baðstofu eða gestastofu, sem var til hliðar við bæjardyrnar. Eg kaus að sofa í stof- unni. Spurði Sigurður þá, hvort mér væri ekki kunnugt um reimlei'kaorð- róm þarnn, sem lægi á stofunni. Eg kvað svo vera, en það myndi ekki standa cnér fyrir svefni. Verður vikið nánar að þessu efni í eftirmála. (Þrjár næturnar næstu svaf ég í stof unni og varð einskis var. Þegar ég að lokinni kennslu á laugardaginn var búinn til heimferðar, var kominn kafalds norðanbylur, svo að ég varð að gista á sunnudagsnóttina. Heimamaður i Eyjum, Guðmundur Björnsson að nafni, fylgdi mér tli svefnstofu um kvöldið. Spurði hanm mig, hvort ég hefði einskis orðið var undanfarnai nætur, sagðist ekki vera myrkfælinm, samt vildi hanm ekki sofa hér einn. Eg svaraði, að séra Erlendur hefði ekki sýnt mér þanm sóma að heimsækja mig, og að ég ætti ekki von á, að hann gerði það í mótt. Að loknum þessum orðaskipt- um bauð Guðmundur góða nótt og fór, en ég lagðist fyrir og fór að lesa við kertaljós, sem stóð á skáp við höfðalagið á rúmi mímu. Þess verður nú að geta, að rúm- stæðið var við þann vegg stofunnar, sem var gegnt glugganum, en himum megin veggjar var eldhús og út frá því fjós. Hafði ég heyrt stundum undan farnar nætur ysinn úr fjósinu. Þegar ég hafði lesið nokkra stund, sl'ökktl ég Uósið, hagræddi mér til svefns í rúminu og sofnaði brátt. Ekki vissi ég, hvað ég hafði sofið lengi, þegar ég vaknaði vig einhvern hávaða. Hélt ég, að hann stafaði frá brölti kúnna, bylti mér til veggjar og hugðist sofna aftur, en fann brátt að ég myndi ekki geta sofnað, tók því hendi til eldspýtnastokks á skápn- um vlð höfðalagið tll að kveikja á kertinu og lesa mig í 'svefn. En í sama bili heyrði ég að snúið var hurðarsnerlinum og að ískraði í hurð- arhjörunum. Hugði ég þá, að kominn væri fótaferðahtími og að einhver heimamanna ætti erindi fram í stof- una og vildi fara hljóðlega til að raska ekki svefnró minni, bærði því ekki á mér og lézt sofa. Heyri ég nú að gengið er hljóðlega að rúminu og sagt dimmum rómi: „Bjössi“ — „Já“ anzaði ég lágt. Þá er aftur sagt: „BjösSi, Bjössi — sefur þú?“ Svaraði ég þá fullum rómi, því að ég hélt, að komumaður hefði ekki heyrt svar mitt. — f þriðja sinn er spurt hins sama. — „Já“ svaraði ég í glettni, þvf mér þótti að óþörfu spurt eftir að hafa tvisvar tekið undir við komumann. En nú varð þögn. Snéri ég þá höfðinu á koddanum til að sjá komumann. Sé ég þá, að skáhallt á rúmstokknum situr maður. Skuggsýnt var að vísu í stofunni, en af því að manninn bar við gluggann, sá ég vel það af honum, sem tók upp fyrir gluggakarminn. Reri hann sér ákaft fram og aftur. Þegar hliðarmynd hans bar við gluggann, sá ég — óglöggt þó, að nefið var stórt og munnurinn gapti. Mér kom í hug, að þetta væri Guð- mundur Björnsson, sem vildi reyna, hvort ég væri eins óhræddur, sem ég hafði látið um kvöldið. Virti ég þessi skringilæti fyrir mér um st'und, ávarþaði hann svo og spurði: „Hvað er framorðið?" og ættaðist til að hann skfldi, að þýðingariaust væri að halda þesSum skripalátum áfram lengur. — Efckert svar, og komumaður rær sér sem áður. Hugði ég þá að láta hann fá nokkra viðurkenningu, sný mér snöggt í rúminu, dreg mig í hnút og spymi öðru hnénu af afli í náung- ann, en hitti fyrir aðeins harðan rúmstokkinn, og náunginn reri' sér eftir sem áður. Skildi ég þá, að þetta var ekki Guðmundur. Eldspýtustokk- inn hafði ég í hendi og kveikti, en þá var ekkert að fijá. Þóttist ég nú vita, að þetta hefði verið svipvera séra Eriends — hann hefði ekki vil'jað láta ósvarað ögrun minni um kvöldið. — Ekki brá mér ti'l ótta við þessa kynlegu sýn, né vildi láta á- sannast, að ég hefði orðið hræddur, tók bók mína og las um stund, lagðist svo til svefns og svaf fram á bjartan dag. Síðar um veturinn var ég aftur við kennslu í Eyjum og svaf þá aftur í stofunni. Síðasta nóttin þar var einnig sunnudagsnótt. Eg vaknaði ekki fyrr en hálfbjart var orðið, og lá um stund vakandi í rúminu. Sá ég þá mann koma inn um luktar dymar, ganga skáhallt yfir gólfið og hverfa út í homið við útvegg stofunnar. Sýndist mér hann lágvaxinn og gild- vaxinn. Svipmót hans sá ég ekki svo gl'öggt, að ég geti lýst þvi Mér brá svo ónotalega við þessa sýn, að ég myndi hafa komið mér hjá því, að sofa oftar einn í stofunml á Eyjum. Nú víkur máli að því , sem talið var tilefni reimleikanna í svefnstofu minni í Eyjum. Séra Eriendur, sá, sem nefndur er í frásögninni, var prestur síðast á Kolfreyjustað. Ævi- lok 'hans urðu með sviplegum hætti haustið 1803. Hanm fannst örendur í flæðarmáli í Eskifjarðarkaupstað — hafði verið þar í kaupstaðarferð. Var haldið að annaðhvort hefði hann drekkt sér eða gengið óvart fram af bryggju, e.t.v. í ölæði. Brátt eftir dauða hans þótti verða vart við svip- veru hans á reiki, sem alkunnugt er í þjóðtrúnni um memn, sem farizt hafa sviplega og voverflega. Meðal barna séra Erlends var dóttir, sem Helga hét. Hún giftv Jóni bónda Björnssyni á Gilsá Breiðdal. Eftir að hún var flutt þang- að, kom upp orðrómur um reimleika þar af völdum séra Erlends enguu samt til meins, en aðstandendum til ama, og þess vegna lítt haldið á loft. Framhald á bls. 502 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 487

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.