Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 14
Myndin er tekin á Þjóðminjasafninu, og sjást á henni ýmis þau áhöid, sem notuð voru við hákarlaveiðar. Áhöldin eru komin til safnsins frá Bjarna Jónssyni i Bjarn. arhöfn, hróöur Jóhannesar. — (Ljósm.: Tíminn — GE). en við það varð hann máttlaus. Það mátti alls ekki stinga í bakið á hákarli í doggaróðrum, því að þá fór mænan í sundur og náðist ekki úr, en afturhlutinn, sem hélt mænunni, var þá lifandi og spriklaði, svo að erfið- ara var að hafa hann í slefi. í skurðarróðri var farið allt öðru vísi að. Þar var ekki hirt nema lifrin og bakið, en hitt skorið í sjóinn. í skurðarróðrana var líka farið á stærri bátum, og þar var hægt að nota tæknina til hjálpar. Þegar há karlinn kom upp á yfirborðið, var hann stumginn með áholdi, sem kallað var drepur. Við það fór mænan í sundur, en sá, sem stakk varð að vera snar í snúningum. Hákarlinn hef- ur nefnilega þann sið að velta sér á sárið, og þá reið á að vera búinn að kippa drepnum burt, því að annars gat hákarlinn þrifið hann úr höndun- um á stungumanninum. Síðan var -krækt í hákarlinn og hann hífður upp með spili. Þegar hann var kominn allur upp úr, var kviðurinn og sporð- urinn skorinn frá og látinn fara í hafið, en það sem átti að hirða skor- ið með skálmum í hæfilegar lykkjur. Síðast var svo hausinn látinn fara í sjóinn. — Mestan afla, sem við fengum í einu í doggaróðri, yar veturinn, sem við rerum frá Gjögri og við vorum fljótir að fá þann afla. Eg man, að við vorum orðnir beitulausir, en for- maðurinn hringdi í Pétur í Ófeigs- firði, sem alltaf átti beitu, og ekki stóð á henni hjá honum. Pétur tók einnig að sér að koma beitunni á- leiðis til okkar og flytja hana út undir svo kallað Eiði, sem er milli Norðurfjarðar og Ingólfsfjarðar. Ég man ekki, hvort Pétur tók nokkuð fyrir þetta, en ég efast um, að hann hafi gert það. Við vorum settir að veizluborði í Norðurfirði, meðan unglingspiltur var sendur eftir beit- imni yfir Eiðið. Um kvöldið höldum við svo út, mig minnir við höfum farið á mið, sem kallað er Hnúkar. Klukkan tíu um kvöldið vorum við lagztir fyrir stjóra, og klukkan tvö um nóttina höfðum við fengið tuttugu hákarla, fjórir menn. Það flýtti fyrir að við drógum þá ekki alla. Við hök- uðum eina þrjá við borðstokkinn, en þeir höfðu í græðgi sinni fylgt félög- unum upp. Níu skárum við inn í bát- inn, en ellefu höfðum við á seil. Síð- an höfðum við uppi og lögðum af stað í land. Veður var gott, blæhvítt logn og lítil alda, en samt gekk fremur seint, því að vélin var heldur kraftlítil. Þó sé þokkalega vel af stað. En eftir hálftíma bilar vélin, og þá er ekki um neitt annað að ræða en að taka fram árar og róa. Það hjálp aði okkur, að við höfðum strauminn með okkur og aldan ýtti aðeins á, en þó rétt mjökuðumst við áfram. En klukkan átta um morguninn mætum við þeim Magnúsi Hannibals- syni og Gunnari á útleið. Þeir draga okkur að landi, þar sem skemmst var, í Akurvík á Reykjanesströnd. Þar fara tveir í land, formaðurinn og einn há- setanna, og ganga inn að Gjögri til að fá aðstoð við að koma aflanum síðasta spölinn. Þar brugðust menn fljótt við. Fenginn var bátur, sem móðurbróðir minn átti, og Jón Sveins son, sem þá var kaupmaður á Gjögri, lánaði menn úr vinnu hjá sér og fór sjálfur með. Auk þess voru nógir sjálf boðaliðar til að fara til liðs við okkur. Mig minnir þeir hafi komið átta sam- an á bátnum, stórum árabát, fimm manna fari. Upp í þann bát var skor- inn sá hákarl, sem við höfðum haft á seil, og léttist okkur bátur mikið við það. Þó var aflinn svo mikill, að báðir bátarnir urðu að draga nokkur bök á seil inn að Gjögri. Sú ferð gekk að óskum og tókst að bjarga öllum afl anum, en þá hafði öll sjóferðin tek- ið rúman sólanhring. Verðmæti afl- ans jafngilti tuttugu haustlömbum, en meðalhákarl var metinn á við haust- lamb. Okkur þótti þetta góður túr. Þeir Magnús og Gunnar komu líka í land með fullan bát þetta kvöld. En þetta var síðasti aflatúrinn okkar þá vertíð. Við fórum út um morguninn eftir, en þá var engan hákarl að fá. 494 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.