Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 5
Otl-o von Guricke, borgarstjóri, uppi 1601—1686 — samtímamaður Hallgríms Péturssonar. mynd um „horror vacui“ hafði komizt inn í hinn kristna heim vegna mis- skilnings á kenningu Aristótelesar, gríska spekingsins, sem trúði því, að allir hlutir og allt efni hefði sál. í biblíu kristinna manna er hvergi minnzt á „horror vacui“, heldur að- eins, „að jörðin sveif yfir tóminu“. Guericke gat notað biblíuna sér til varnar og þurfti þess líka. Sumar tilraunir hans voru hvort tveggja hugvitssamar og dálítið leik- sviðskenndar. Hann fyllti vínámu vatni, lokaði henni vandl’ega og reyndi svo að dæla úr henni vatninu, en samskeytin brotnuðu. Þegar hann reyndi á nýjan leik, þurfti þrjá kraftamenn til að hreyfa dæluarm- inn, en ískur loftsins, sem smaug inn í ámuna milli stafa, skelfdi alla. Næst lét hann smíða eirkúlu og reyndi að tæma úr henni vatnið. -Þetta gekk vel í fyrstu, eða þangað til að kúlan sprakk með miklum hveili, en allir, sem viðstaddir voru, urðu dauðhræddir. Ekki gafst Guer- icke borgarstjóri upp, en gerði fleíri tilraunir Hann gerði hina frægu til- raun með „Magdeborgar samlokurn- ar“ eða „Magdeborgar-kúluna“, sem öll Skólabörn kannast við. Það voru tvær hálfkúlulaga málmskálar, sem bvolf't var saman, Þegar loftinu var dælt úr þeim, hélt þungi andrúms- loftsins að utan kúluhelftunum blý- fast saman. Árið 1654 sýndi hann Ferdinand III. keisara og þýzku þing mönnunum, að það þurfti hvorki meira né minna en 16 dráttarhross til að slíta kúlurnar hvora frá ann- arri. (Kúluskálarnar munu hafa verið um 37 cm að þvermáli. Ekki hefur því þurft nema 1200 kg tog til að slíta þær sundur. Svo ekki hafa hross- in verið vel samtaka, þótt keisaran- um hafi blöskrað). Er hann eitt sinn (hlevpti lofti í lofttóma kúlu, greip loftsuaumurinn einn mann, sem stóð of nærri og skellti honum til’ jarðar. Afleiðing allra þessara tilrauna var sú, að Guericke fann upp sog- dæluna (þrýstidælan var fundin upp fyrir okkar tímatal). Sogdælan var að vísu ekki fullkomin, en hún átfi eftir að batna í höndum eftirkom- enda hans. Hann gat gert ýmsar til- raunir við misjafnan loftþrýs'ting. Hann uppgötvaði t. d., að klukku- bljómur heyrist ekki í lofttómi, að l'ogi deyr, að fuglar og fiskar gefa snögglega upp öndina, og að vínber er unnt að geyma í sex mánuði í loft- tómi. Gueridse fann einnig, að andrúms- loftið var misþungt og lieitt loft er léttara en kalt. Hann mældi þunga andrúmsloftsins með 10 m háum vatns-loftþyngdarmæli, Sem hann setti utan á hús sitt í Magdeborg. Hér hefur enn ekki verið minnzt á tilefni greinarstúfs þessa, rafmögn- unarvél Guerickes, og verður það því reynt nú. Rafmögnusiarvélin Borgarstjórinn í Magdeborg var ekki raffræðingur. Afsökun hans var, að raffræði var ekki til þá. Til var ein bók, sem fjallaði dálítið um raf- fræðilegt efni, og þá bók átti Guer- icke. Bókin var eftir Vilhjál'm Gilbert, enskan lækni, og var gefin út í Lon- don árið 1600. Þetta er eitthvert fræg asta rit veraldar og verður því reynt að sýna mynd af titilblaði bókarinn- ar, og vona ég, að myndin lieppnist vel. Allur t'itill bókarinnar var „De magnete magneticisque corporibus, et de magno magnete tellure, Physi- logia nova“. Á íslenzku mundi þetta vera: „Um .segulinn og segulmagnaða hluti og um hinn stóra segul, jörð- i.na. Ný eðlisfræði". Eins og nafnið bendir til,:var þessi bók aðallega um segulmagnið, en tilviljun olli því, að Vilhjál'mur Gilbert fjallar þar einnig um rafmagnið, gefur því nafnið og at- hugar þennan „rafkraft“ fyrstur manna vísindalega. Við athuganir sín- ar á segulmagninu viðaði höfundur „De Magnete", en svo er bókin nefnd, að sér öllu, sem hann gat fundið um segulmagnið. f rómversku riti frá fyrstu öld eftir Krist fann hann þær upplýsingar, að _ ' - • v - ■ . ; GREIN EFTIR EÐVARÐ ÁRNAS0N VERKFRÆÐING T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 485

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.