Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 10
stóð fönninni, og þá fyrst varð mér ekki um sel. Sá Mettur vissi ég að ekki var á iþeirri leið, sem ég hugð- ist og átti að vera á. — Eg settist niður við klettinn og þótti nú vand- ast málið. Ég tók upp nestisiþita minn frá Ingi’björgu á Brennistöðum og fór að reyna að hressa mig upp með að borða hann. En geigur og kvíði tók nú að sækja fastar að. Hvergi sá neitt fyrir fannburði og liríð og aug- ljóst var, að ég var orðinn vi’llur vega og gat á engu greint, hvert halda skyldi. Átti ég að láta fyrir- berast þarna undir klettinum, eða standa upp og halda áfram út í óviss- una? — Hugurinn um hvort tveggja fór um mig sem kaldur straumur. Mér var ljóst, að tvísýnt var og meira en það, hvort ráðið, sem ég tæki, til hvers drægi, ef slíku veðri héldi áfram. — Og nú komu mér í hug bænarorð séra Ásmundar, er hann á föstudags- kvöidið bað fyrír heimför okkar og mælti á þá leið, að hinn stytzti spöl- ur lífsgöngu okkar gæti orðis ganga harms og háska, ef hönd Guðs og for- sjón ekki vekti yfir fótmálum okkar. Og spurningin fór, sem ólífisör gegnum huga minn. Gat það verið, að þessi heimför mín, ekki lengri leið, yrði ein slík ganga? Gat skeð, að bæn séra Ásmundar yrði ekki heyrð, svo innilega, sem hann bað okkur ánægjulegrar heimferðar? — Mér fannst óhugsandi að trúa því. Það hlyti eitthvað að gerast, sem leiddi mig heilu og höldnu til byggða. — Og sem ég hafði setið þarna nokkra stund í þessum hugleiðingum gerð- ist það, sem ég vonaði. — Allt í einu tók að rofa meir og meir í hríðina. Ég reis fagnandi á fætur og tók að horfa í kringum mig, til að athuga hvar ég væri staddur. Og nú birti svo, að til fjalla sá. Sá ég þá skjótt, að ég var staddur nyrzt á hamrabelti því, sem liggur í eystri brún Tóar, fyrír botni Bárðarstaðadals. Hafði ég því gengið í norðaustur í stað suð- austurs. Og það sem mér vakti nú hroll mestan var það, að er ég leit niöur fyrir fætur mína, sá ég að ég átti aðeins ógengin tvö til þrjú fótmál fram á naumustu brún klefta- beltisins. Hefði ég ekki hitt á klett- inn í hríðinni og áð undir honum, heldur gengið nokkrum fetum lengra, lá það eitt fyrir mér að ganga fram af hömrunum og hefði sú ganga orðið a.m.k. slysaganga, ef eigi annað meir, sem fyllstu líkur eru til. — Ég tók nú til fótanna og hélt suður hamra- beltið og suður fyrír enda þess og þar niður í Árnastaðafjallið. Veðrið hélzt allbjart, en tekið var nú fast að nálgast rökkur. — Mér óx þróttur og þrek, er rofaði í hríðina og ég fann mig á réttri leið. Ég gekk því svo hratt sem ég gat, og þó að fann- burðurinn um daginn hefði allmikið spillt gangfæri, var ég sæmilega fljót ur út í Árnastaði. Þar þá ég góðgerð- ir og hélt síðan heim að Úlfsstöðum. En á milli þeirra bæja er aðeins snertispölur. Var þá orðið dimmt af kvöldi. Þann tíma allan hafði veðiir haldizt sæmilegt. En, sem ég steig fyrstu skrefin inn fyrir túnfótinn á Úlfsstöðum, skall aftur saman með glórulausa snjóhríð. Fór hríð sú harðn andi um nóttina og hélzt allt fram undir kvöld daginn eftir. — Er það víst, að hefði ég legið úti þann tíma, mundi ég ekki frá tíðindum sagt hafa þá er rofaði upp. Mér hefur oft verið hugsað til þess arar ferðar minnar, einu ferðar, sem ég hef villzt í, á fjöllum uppi. — Og ávallt er mér kemur þetta ferðalag í hug, vakna sömu spurningar í huga mér: Var það tilviljun, að ég í hríð- inni fann klettinn á brún hamrabeltis ins, í stað þess að ganga fram hjá honum og fram af klettinum? Var það einnig tilvdjun, að hríðaiTof urðu •meðan ég áði við klettinn, svo að ég sá villu mína og náði réttri leið, og að þau hríðarrof héldust þar til ég var kominn svo að segja í bæjarblað heima, en þá skellti á hríð aftur? — Eða voru það hinar einlægu og inni- legu ferðabænir séra Ásmundar frá föstudagskvöldinu, er hvoru tveggja happinu ollu? — Þeir, sem te]ja Guðstrú og bænarhug gömul hindur- vitni og óskhyggju ema, munu ekki í vafa um, að hér hafi aðeins tilvilj- anir einar að verki verið. — En vaka ekki önnur og æðrí, ósýnileg öfl oftar en við gerum okkur ljóst, bak við það, sem við köllum tilviljanir? Og eitt er víst, að aldrei getur það slcaða valdið né torleiði, að fylgt sé orðum sálmaskáldsins er svo kvað: „Bænarlaus aldrei búin sé, burtferð af þínu heimili". Knútur Þorstemsson. 490 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.