Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 13
Eins og sjá má á þessari mynd, getur komið mikið af iifur innan úr einum hákarli. skammtaði auðvitað, hvað hægt var að vera mikið að. En það voru ekki setin af sér nem tækifæri. — Annars vil ég taka það fram, að þegar við byrjuðum að róa, voru gömlu bátarnir með öllu úr sögunni. Eini áttæringurinn, sem þá var enn til, var Ófeigur, sem nú er kominn á safn, og þá var fyrir alllöngu hætt að róa honum. Og þegar við bræð- urnir fórum að róa, voru raunveru- lega hættar alla hákarlaveiðar, sem nokkuð kvað að. Þær hurfu úr sög- unni með gömlu formönnunum. Þeir voru þrir, sem voru sérstaklega mikl- ir hákarlamenn á seinni árum. Það voru þeir Pétur í Ófeigsfirði, sem var með Önnu, Finnbogi á Finnbogastöð- um Guðmundsson með Heklu og Magn ús Hannibalsson á Gjögri með Andey. Til þessara manna réðst alltaf mann- val, því að þeir voru bráðheppnir afla menn og góðir sjómenn, mestu dugn- aðarmenn. Eg tel, að þessir hafi verið síðustu raunverulegu hákarlamennirn ir. — Við bræðurnir rerum á bát, sem hét Síldin. Það var fyrst árabátur, en síðan var sett í hann vél. Yfirleitt rer um við heiman úr Asparvík, nema eitt vor, að við fórum út að Gjögri og rerum þaðan. Þá reri þaðan einnig annar bátur, og var Magnús Hanni- balsson formaður á honum. Honum þótti lengi gaman að hákarlaveiðunum, gamla manninum. Með honum í þess- ari útgerð var Gunnar Guðmundsson útgerðarmaður, sem síðar varð. En þetta, að við skyldum flytja okkur út í Gjögur til að vera nær miðunum, sýnir að þessar veiðar voru sóttar af talsverðu kappi, enda veiddum við mikið þetta vor. — Þegar komið var á hákarlamiðin, var lagzt fyrir stjóra og sóknin beitt með selspiki. Við beittum alltaf sel- spiki, þangað til við fórum að fá eitt- hvað, en þá tókum við gallpunginn úr hákarlinum og beittum honum. Þeg- ar vaðurinn var kominn út og búið að taka grunnmálið, var færið sett fast. Hver vaðmaður sat við sinn vað og fylgdist með því, hvort hákarl kæmi. Það gat stundum verið dálítið óþægilegt fyrir viðvaninga að finna hvort hákarlinn var við, því að hann gerir Utið vart við sig, þótt hann sjúgi beituna. Hákarlinn fer þannig að, að hann leggst á bakið til að taka beituna. Hann nartar fyrst dálítið í hana, og ef honum líkar bragðið, tek- ur hann dálítið í og fikrar sig upp eftir beitunni, en opnar kjaftinn á milli. Vaðmaðurinn verður að finna, þegar hákarlinn opnar kjaftinn og slaka þá á vaðnum, svo að beitan fari betur upp í 'nann, og síðan að vera fljótur að taka í færið, er hann hef- ur innbyrt agnið. Það var talsverð íþrótt að setja vel í hákarl, enda voru vaðarmenn yfirleitt valdir menn, helzt alltaf sömu mennimir. Það þótti illa sett í, ef of naumt var krækt í skolt- inn, og það þótti fremur hneisa að setja þannig í hákarl. En það gat ver ið erfitt að finna þetta. einkum fyrir lítið vana menn og ef öldugangur var dálítill, en vanur maður lét þó aldrei plata sig í þessu. — Eg hef heyrt, að áður fyrr hafi oft verið vani að hafa mann lausan um borð til dráttarins og tveir hafi þá alltaf dregið, þegar hákarl var kominn á. En hjá okkur dró alltaf einn. Hákarlinn var þungur í drætti, en hann var ekki með nein viðbrögð eða spretti; var nærri því eins og steinn að draga. Einkum var hann þungur svangur, og þá tók hann líka miklu verr. Hákarl, sem er í æti, tek- ur örar og er léttari í drætti. Þegar svo stendur á, er ekkert óalgengt að hann elti þann, sem verið er að draga, alveg upp á yfirborðið, og þá er stundum hægt að haka hann, þar sem hann syndir í kringum bátinn. Fyrir gat einnig komið, að ekki kæmi annað upp á sókninni en haus- inn. Þá voru félagarnir búnir að éta skrokkinn upp. Þetta kom aldrei fyr- ir hjá okkur, en ég hef heyrt frá þessu sagt. Það þótti mikil háðung að láta éta af sókninni hjá sér, en gat komið fyrir óvana í vondu veðri. Farið var í tvenns konar hákarla- legur, doggaróðra og skurðarróðra. f doggaróðrunum var allur hákarlinn hirtur, engu mátti fleygja. Dogga- róðrarnir stóðu yfir í ákveðinn tíma, framan af veiðitímanum. Eg held, að það hafi verið til emhver samþykkt fyrir þessu; þó hef ég aldrei séð neina skrifaða reglugerð um þetta, en okk- ur var þetta i blóð borið. í þessum róðrum innbyrtum við nokkuð af afl- anum, skárum hann inn í bátinn, en allir stærri hákarlar voru bundnir á seil utanborðs. Þegar hákarlinn kom upp úr sjónum, rotuðum við hann með kylfu, sem til þess var ætluð, og síðan trumbuðum við hákarlinn, þ. e. við skárum kringlótt gat á trýnið & honum, sem hægt var að stinga hand legg inn um. Þar náðum við í mæn- una og drógum hana úr hákarlinum, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 493

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.