Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 15
Brezkir togarar voru þá farnir að at- hafna sig fyrir utan, og þá var alveg vonlaust um afla. Hákarlinn leggst alltaf í niðurburð, þar sem hann er að finna, og þá er vonlaust að fá nokk uð innar. Straumar í vestanverðum Húnaflóa liggja inn flóann, en há- karlinn rennir á æti á móti straumi. Hann getur komið langar leiðir að og rennir sér hiklaust á ætið, en hann yfirgefur feimnislaust æti, en hann er í, ef hann hefur veður af nýrri krás. Og straumurinn flytur honum veiðifregnirnar og þess vegna leitar hann alltaf á strauminn. Það er af þessum sökum, sem fastar reglur voru fyrir því, hvernig báta skyldu leggjast, ef þeir voru margir úti í einu. Þeir lögðust alltaf hver austur af öðrum, þannig að allir væru jafn- framarlega, og milli þeirra átti að vera ein skipalega sem kallað var, það langt bÚ, að vel mátti sjá, ef næsta skip var með hákarl í heisingu. — Lifrin úr hákarlinum var alltaf hirt. í doggaróðrunum settum við hana í poka, en í skurðarróð'runum á stærri bátum var hún látin renna í lifrakassa neðan þilja í gegnum op á þilfarinu, sem kallaðist trekt. Það var óþrifalegt verk, að taka upp úr lifrarkössunum eftir langa útivist og velting, þegar lifrin var öll komin í graut. En hún var alltaf fiskuð npp með höndunum. í róðrunum höfðum við líka alltaf með okkur smá- ílát undir gall, en upp úr því þvoðum við vettlingana okkar, sem allir voru útataðir í grút. Grúturinn náðist ekki úr í öðru en gallinu. Þarna lagði há- karlinn sjálfur til meðalið við eigin skemmdum, svipað og karfinn gerir, en lækningin við stungum hans er að setja augnavökva karfans í stunguna. — Það lá alltaf vel á mönnum við þessar veiðar, og upp á ýmsu var fundið til gamans og skemmtunar. Einu sinni vorum við að ræða um frjálsa samkeppnj úti á sjó, og þá tókum við okkur til tveir og sögðumst ætla að sýna þeim hinum, hvernig frjáls samkeppni væri í reynd. Við tókum tvo seglgarnsspotta og hnýtt- um þá saman um miðjuna, þannig að endarnir voru fjórir. Síðan hnýtt- um við lifrarbita í hvern enda og köst uðum þessu í sjóinn. Veiðibjallan lét ekki á sér standa. Sú, sem fyrst kom, greip einn bitann og ætlaði að fljúga með hann á burt, en þá komu aðrar og tóku hina bitana, og svo togúðu þær ætíð hver upp úr annarri á víxl. Þetta var ekkert hættulega fyrir fugl ana; það voru engir krókar á spott- unum, heldur var þeim aðeins hnýtt í lifrina, en þarna gátu menn séð ó- hefta samkeppni í reynd. — En það gat líka verið óhemju kalt á vera við hákarlinn í opnum báti, þar sem hvergi var afdrep. Ég man, að það þótti einu sinni bezta verkið um borð, að' berja klakann utan af bátnum. Það .var gert með rot- unarkylfunum og við það var þó hægt að halda á sér hita. En Strandamenn voru aldir upp við hart veðurlag og harðræði, og aldrei mátti sleppa úr stund, sem hægt var að nota til að afla lífsbjargar.. Það varð að hafa vökult auga, (il að enginn tími færj til ónýtis. Og hendurnar urðu ekkert mjúkar við þetta. Ég man einu sinni. að eftir að við vorum komnir úr róðri var haldið ball á Hólmavík. Er, þegar ég fór að dansa við dömurnar. varð ekki gott í efni Þær voru auð vitað klæddar i sitt fínasta stáss, en hendumar á mér voru allar alsettar svo hörðufn blöðrum, að þræðir dróg- ust úr kjólunum þegar við þá var komið. Ég varð að halda utan um þær með handarbakinu í staðinn Þetta ball stóð alla nóttina og svo va» farið beint út aftur. — Hákarlinn mun alltaf hafa veriö verkaður á svipaðan hátt. Lifrina unn uyi við ekki sjálfir, heldur seldum hana strax. Hún var yfirleitt fyrst lát in í lifrarsái. Þeir voru áður gerðir úr rekavið og oft geysistórir, tóku kannski 40 eða 50 tunnur. Þessir stóru sáir voru stundum grafnir að miklu deyti i jörðu til að fá’ stuðning. í þessum sáum var lifrin geymd til vors, en þá var farið að bræða hana. Hún var brædd í stórum bræðslu- pottum og þess var gætt að Iáta aldr- ei slokkna undir þeim, þar B1 allt var fullbrætt. Reynt mun hafa verið að flokka lýsið strax. Það, sem rann fyrst, var haft sér, enda var lýsi, sem kom upp úr upphitun og úrgangi miklu verra lýsi. Annars var hákarla- lýsið mikil og góð markaðsvara, en það þótti alltaf óþverravinna að vera í bræðslu. Sjálfur hákarlinn var brytjaður nið ur í stykki, lykkjur af ákveðinni stærð, og þessar lykkjur höfðu sín sérstöku nöfn. Slapalykkja var fremst af honum, þar sem tálknin höfðu ver ið flegin af. Búklykkja kom af bakinu, og strabbaíykkjan var sporðurinn, en hákarlssporður hét strabbi. Gotraufar ugginn hét skauf, og þaðan var tekin skaufarlykkja og bæglislykkja frá hliðaruggunum. Af kviðnum voru svo teknar kviðlykkjur eða kviðir. Hákarlinn var yfirléitt látinn liggja fyrst efttr að hann var kominn í land, en að því kom, að hann var settur í kös. Það var yfirleitt ekki gert fyrr en komið var undir vor og farið nokk- uð að hlýna. Þá var hann látinn í klettagjótur, sem voru nægilega langt frá sjó til að ekki félli í þær. Þar var honum raðað niður. Kviðlykkjur voru hafðar neðst, utan með og ofan á, ttl þess að hlífa búklykkjunum. Áður hafði hryggurinn verið skorinn úr lykkjunum. Heima var þó sú venja, að brjóskið var ekki tekið allt innan úr lykkjunum og það hélt þeim sam- an. Ef það var tekið alveg, teygðist á lykkjunum, þær urðu þynnri og létt ari og hákarlinn varð miklu verri. — Eins var alltaf dálítið af kvið láttð fylgja með búklykkjunum, og voru þar gerð göt ttl þess að festa lykkjurn- ar á rár, þegar að4>ví kæmi, að þær yrðu hengdar upp. Ofan á kösina var svo borið grjót. Hnefastórir steinar þóttu ágættr og var sett talsvert lag af þeim yfir hákarlinn, en ekki hafðir mjög stórir steinar. Eftir hæfilegan tíma þurfti svo að umkasa. Þá var öllu snúið við, efstu lykkjurnar settar neðstar og þær neðstu efstar. Síðan var aftur borið grjót á og þetta láttð liggja það lengi, að hver einasta taug væri orðin mork in. Hér syðra fáum við oft hákarl, þar sem sjást hvítar taugar í sárið, þegar hann er skorinn, en það er ekki nógu vel kasaður hákarl. Hákarlinn var láttnn liggja í kösinni minnst tvo mán uði, en síðan var hann tekinn og hengdur upp. Reynt var að velja á- kveðið veður ttl þess starfa. Bezta veðrið var þurr norðan- eða norðaust angjóstur, því að þá settist skel, vind- skán, utan á hákarlinn og tryggði, að ekki kæmi í hann fluga. En áður en hann var settur á rárnar, þurfti að þvo hann sérstaklega vel. Það hafði mikla þýðingu fyrir útlit hákarlsins. Hákarl mátti ekki hengja upp í þaklausum hjöllum, þar sem sól gat skinið á hann, því að þá var hætta á að hann sólsoðnaði og við það varð hann með öllu óætur. Yfirleitt var há- karl því hengdur upp í hjalla með torfþaki. Þó kom fyrir, að þegar afli var mikill, að hákarl var hengdur upp í gerðahjalla, en þá reyndum við allt af að hafa til ábreiðu og breiða yfir hann í sólskini. Hákarlinn hékk í hjöllum allt sum- arið, venjulega fram yfir göngur. Þá -var farið að taka hann niður og varð :að gera það í þurrviðri, svo að há- karlinn væri vel þurr. En það varð að varast að leggja hann ekki í hrauka, bunlca honum ekki saman, því að þá leitaði fitan út og hann blotnað'i og varð miklu verr útlítandi. Bezt var að binda saman tvær eða þrjár lykkj- ur og hengja þær upp einhvers staðar innanhúss. Þá þrýsti ekkert að hon- um, sem gat skemmt hann. KB. Sunnudagsblaðið birf- ir fúslega skemmiilegar sg vel skrifaSar grein- ar» sem þvi beras!. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.