Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Side 19
hunda Lnn í svefnherbergið og hafði
þá þar í afþiljuðu horni. Katrín ætl-
aði að kafna af óþefnum, sem af
þessu stafaði, en furstinn sagði, að
við þvi yrði ekki gert, enginn mætti
vita um þessa skemmtun hans.
Veturinn sem Katrín varð átján
ára, segist hún hafa farið að fríkka
og farið ag halda sér til og einstaka
slnnum hafi sér verið hrósað fyrir
fegurð.
Einu sinni fór hirðin í heimsókn á
sveitasetur, sem elskhugi drottningar
var nýbúinn að láta byggja. Vildi þá
hvorki betur né verr til en bygging-
in hrundi og fyrirfólkið bjargaðist
margt nauðuglega út, en um tuttugu
manns af þjónaliði og handverks-
mönnum fórust. Drottning þoldi eng-
um að láta í ljós ótta eða hafa orð
á þessu.
Og tíminn leið vig skemmtanir,
ferðalög, og ótrygga vináttu æðri sem
lægri. Þeir, sem voru vildarvinir í
dag, voru á morgun píndir og dæmd-
ir í útlegð. Stórfurstinn hélt áfram
að venja hunda og misþyrmdi þeim
stundum svo, að Katrín ætlaði ag ær
ast, en fékk engu tauti við hann kom
ið. Og nú er komið árið 1750 og Katr-
ín og furstinn eru í Pétursborg, en
fátt eitt af hirðinni enn komig frá
Moskva. „Þá átti hirðfólkið enn þá
erfiðara með að yfirgefa Moskva en
nú“, segir Katrín, „þann stað elskar
þag umfram alla aðra og þar er slæp-
ing9háttur og leti þess göfugasta
verkefni. Það' er ekki sjaldgæft að sjá
þar hlið að stórum húsagörðum, þar
sem mykja og alls konar óþverri er í
hrúgum umhverfis fúna og ógeðslega
trúskúra, opnast fyrir skrúðklæddum
og gimsteinaprýddum hefðarfrúm,
sem sitja í íburðarmiklum vögnum,
sem sex húðarjálkum með skitin ak-
týgi er beitt fyrir og stjórnað af ó-
greiddum, ótótlegum þjónum í snotr.
um einkennisbúningum, sem rudda-
legt útlit mannanna eyðileggur. Yfir-
leitt verða bæði karlar og konur
væsklar og vesalingar hér í stórborg-
lnni. Þau sjá ekki né fást við annað
en það, sem gæti deyft og sljóvgað
sköipustu anda. Þau þjóna ekki öðru
en lund sinni, sniðganga lög og rétt,
og árangurinn verður sá, ag annað
hvort lærir þetta fólk aldrei að
skipa fyrir eða verður að örgustu
harðstjórum".
Hún heldur áfram að lýsa þeirri
harðstjóm, sem þarna viðgangist
henni til viðurstyggðar og hve frá-
leitt sé viðhorf yfirstéttanna til al-
múgans og hverri andspyrnu hún hafi
mætt, er hún vildi bæta kjör bænd-
anna.
Næst lýsir Kalrín því, er hirðmeyj
ar koma með þau skilaboð frá drottn
ingunni, að stórfurstinn ætti að fara
1 bað, en hann taldi slíka uppáfinn-
ingu andstyggilegt, rússneskt fyrir-
bæri, sem hann neitaði að beygja sig
fyrir. Hirðmærin hótaði honum fang-
elsi, en hann grét og skammaðist og
neitaði og bætti það ekki samkomu-
lag hans og drottningar. Furstinn
hélt áfram að verða ástfanginn af
hverri hirðmeynni eftir aðra, en
ónotast við eiginkonuna og átti jafn-
vel til að berja hana, ef hún ekki
tók undir, þegar hann lofsöng meyj-
arnar, sem hann girntist hverju sinni.
Katrín gefur 1 skyn, að hún hafi á
þessum árum farið að gamna sér með
einstaka aðalsmönnum og verður
einkum líðrætt um Serge Saltykov,
sem að vísu var fyrir skömmu kvænt
ur, en var fljótúr að útskýra, að konan
hefði valdið honum vonbrigðum. —
Katrín segist hafa reynt að telja hon
um hughvarf, en því miður hafi hún
ekki getað varazt að hlusta á hann.
Hann hafi verið engilfagur og eng-
inn við hirðina hafi jafnast á við
hann í menntun og andríki. Aðdrag-
andi ástasambands þeirra virðist hafa
verið æði langur, en eitt sinn voru
þau í veiðiferð úti á eyju og skall á
óveður, og lætur hún þá í það skína,
að andspyrna sín hafi verið þorrin.
Æði lengi tókst þeim að fara í kring
um hjón þau, sem raunverulega áttu
að gæta Katrínar og eiginmanns henn
ar í umboði drottningar.
Katrín var mikil hestamanneskja
og skemmti sér við útreiðar og klædd
ist þá karlmannsfötum og reið í
hnakk. Drottnirgin hafði orð á því við
gæzlukonu hennar, að kannski staf-
að'i bamleysi Katrínar af þessu hátta-
lagi og klæðnaður hennar væri ósið-
legur. Gæzlukonan svaraði, að ekki
vaéri von, að Katrín yrði bamshafandi,
Slíkt gerðist ekki af sjálfu sér. Þá
skammaði drottningin gæzlukonuna
fyrir að hafa ekki vakið „áhuga við;
komandi persónu" og eftir miklar
bollaleggingar var ákveð'ið að fá stór
furstanum eins konar kennslu-
konu — umga og laglega —
ekkju. En þar sem það er Katrín
siálf, sem getur þess að Saltykov
hafi aftur verið kominn til hhðar-
innar, áður en nokkur vottur sást
um að kennslan bæri árangur, virð
ist vafalítið, hver valdur hafi verið
að þunga hennar. En í einni vetrar
ferðinni til Moskvu frá Leningrad,
veiktist hún og missti fóstrið.
Þann vetur árið 1752, var þeim
hjónum fengin til íbúöar ný við-
bygging við höllina í Moskvu, og
var húsið svo illa byggt, að allt
rann út í slaga. 1 búningsherbergi
Katrínar áttu allar hirðmeyjar
liennar og þjónustustúlkur að sofa
og voru þær sautján aHs. Ekki var
annar inngangur í herbergið en
gegnum svefnherbergi Katrínar. í
þessu herbergi lá hún veik og
reyndi að' skýla sér með skermum,
en lítið var um næði. Drottningin
heimsótti hana loks á tíunda degi,
og þegar hún sá allan umganginn,
sem um svefnherbergið var, skip-
aði hún að setja aðrar dyr á bún-
ingsherbergið, svo það varð enn
minna, og stúlkurnar urðu að fara
út og yfir götuna til að komast
milli herbergja. „Ekki skil ég“, seg-
ir Katrín, „hvað verndaði stúik-
urnar frá að taka einhverja far-
sótt og fárveikjast. Svefnherbergi
mitt var fullt af alls konar óværð,
sem rændi mig nætursveini".
Þegar Saltykov kom næst til hirð
arinnar, var ást hans eitthvað tek
in að réna. Gæzlukonan fór aftur
að hefja ináls á nauðsyn þess, að
Katrín eignaðist son, og sagði að
lokum, að hún skyldi sjá til þess,
að henni yrði frjálst að velja milli
Saltykov og annars aðalsmanns, til
að koma þessu á rekspöl, og ekki
skyldi hún á nokkurn hátt verða
meinsmaður þess, að slík tilraun
yrði gerð. Og aftur varð Katrin
þunguð, og allt fór á sömu leið og
í fyrra skiptið. Lá hún fárveik í
sex vikur og fáir sinntu henni,
nema lítil þjónustustúlka, sem var
1 í úf og góð.
Stórfurstinn drakk og iék sér að
brúðum, og þegar þjónarnir vildu
ekki gegna honum, af því að þeir
voru allir drukknir, sótti hann
Katrínu til að skamma þá fyrir sig.
Einu sinni kom Katrin þai að, sem
hann var að hengja rottu, sem
hafði klifrað upp á pappírshöll,
sem stóð á borði, og sagðist stór-
fiirstinn hafa stefnt rottunni fyrir
herrétt. Gramdist furstanum mjög,
er Katrin hló að þessu réttarhaldl
hans.
Ári síðar brann höiiin, og flutti
þá Katrin og furstinn fyrst heim
tii hjónanna, sem gættu þeirra. Er
ljót lýsing á þeun bústað. Vind-
urinn blés gegnum rifur, hurðir
fiestar fúnar og gólfið allt í göt-
um, en þarna bjuggu sjö börn hjón
anna og þjónalið. Drottningin sagð
ist hafa misst fjögur þúsund al-
kiæðnaði í brunanum, auk alls
annars. Næst fluttu þau hjón til
biskups borgarinnar og þó að það
hús væri skárra af því, að undir
því var kjallari, þá voru ofnarnir
svo lélegir, að alls staðar sá í glóð
ina og reykinn lagði inn í stofurn-
ar. Öllum súrnaði í augum og ótt-
v.ðust að brenna inni hvern dag,
enda kviknaði einum þrisvar sinn
um í húsinu meðan þau dvöldu
þar.
í þriðja sinn átti Katrin von á
b&rni, en þrátt fyrir það, varð hún
að fara akandi til Pétursborgar og
tók ferðin heilan mánuö. í sumar-
höllinni þar voru henni fengin í-
búðarherbergi rétt við herbergi
drottningar og leizt henni heldur
dapurlega á þau, dimm og einangr
uð. Hinn 20. september fæddist
henni sonur, sem skirður var Páll
strax eftir fæðinguna. Síðan skip-
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
547