Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 2
BJARNDÝRADRÁP I NUPSKÖTLU Það mun almennt vera talið svo, að veturinn 1917—18 sé síðasti „ísa- vetur“ á landi hér. Að visu hefir kom- tð hafíshrafl nokkrum sinnum síðan, aðallega síðari hluta vetrar og á vor- in, en ekki hefir þar verið um neinn magnís að ræða, og varla orðið land- fastur, svo að teljandi sé. í eftirfar- andi linum mun ég segja iitilsháttar frá ískomunni þennan vetur, og þeim atburðum sem henni fylgdu. Það var fyrstu dagana í janúar 1918, sem ísinn rak að landi. Gerði þá þegar hafþök, eins og það var kall- að, fyrir öllu Norðurlandi, en það þýðir, að samfelld og samfrosin ís- hella var upp í hverja vík, og svo langt á haf út, að hvergi sá út yfir. Þegar ísinn hafði rekið að, gerði frost hörkur miklar, enda hefir þessi vetur hlotið nafnið frostavetur, ýmist kall- aður frostaveturinn 1917—Í8, eða frostaveturinn síðari til aðgreiningar frá nafna sinum, frostavetrinum 1880—81, en margir mundu þá vetur báða. Á Sléttunni var á tímabili um og yfir 30° frost á celsius, mun hafa farið hæst í 33°. Á Hólsfjöllum varð frostið 38—39°. Ekki voru þó svona 'hörð frost nema um vikutíma, en héldust tnilli 20 og 30° allt fram á þorra. Þegar kom fram á þorrann, fór að draga úr frosfcunum, fór þá líka fljófclega að koma l'ítilsháttar los á ísinn. Með góunni gerði miklar sunnan-hlákur, og rak þá allan ís til hafs. Með einmánuði gekk aftur tíl norðanáttar með snörpum hríðar- áhlaupum og frosthörkum. Rak þá ísinn að aftur, en varð þó ekki veru- lega landfastur. Viku fyrir sumar brá svo aftur til sunnanáttar, og tók þá algjörlega fram úr. Rak þá ísinn frá, og sást hann ekki meir á því vori. Á þessum árum voru byggingar, einkum til sveita, enn að langmestu leyti í gömlum stíl. Torfbæir voru það algengasta; á nokkrum stöðum voru komin timburhús, en steinhús voru hreinar undantekningar. Það var sameiginlegt með flestum þessum íbúðum, að upphitun var ýmist engin, eða þá af mjög skornum skammti. Þá kom það og lil í kaupstöðunu&, að þar var eldiviðarskortur mikill, því kol fengust ekki nema mjög takmark- að, og olli því heimsstyrjöldin fyrri, sem þá var í algleymingi. Það var þvi erfifct að verjast kuldanum, en tókst þó furðanlega. En ýmislegar skráveif- ur gerði frostið mönnum. T.d. fraus slátur og annar súrmatur, víða í ílát- um, og ónýttist að mestu, en þess háttar matur var þá stór liður í fæði fólks, einkum til sveita. En allt gekk þó þolanlega fram, menn og skepnur, og olli þar mestu um, hve vorbatinn kom snemma. Þá kem ég að því atriði, sem átti að vera aðaluppistaða þessa þáttar, en það er, hve bjarndýr gengu þá óvenju mikið á land upp, einkum á Sléttunni, og í nágrenni hennar. Það hefir oft borið við, þegar ís hefir orðið landfastur um lengri eða skemmri tíma, að bjarndýr hafa geng- ið á land, og eru til margar sagnir um það. Hafa þau stundum farið ófriðlega, er þau hafa verið soltin, og ráðizt að mönnum og skepnum. Hafa þau því jafnan þótt viðsjál, og litlir aufúsugestir. Nú, þennan vetur, þegar komin voru hafþök af ís, svo að hvergi sá út yfir, þótti mönnum ekki ólíklegt, að bjarndýra gæti verið von, lét það og ekki lengi á sér standa, að þau gerðu vart við sig. Ég, sem þessar línur rUa, átti — þegar þetta gerðist — heima á bæn- um Núpskötlu á Melrakkasléttu, og var nýorðinn 18 ár gamail. Bærinn Núpskatla stóð á þessum árum svo að segja á sjávarbakkanum, en suður frá bænum lá stórt stöðu- vatn, og var aðeins stutt varpabrekka niður að vathinu. Á veturna var tunnustrokkur, botnlaus í báða enda, settur í ísinn skammt neðan við varp- ann, og þar tekið vatn í bæ og útihús. Svo er það sunnudaginn 13. janúar, skömmu fyrir morgunverð. — morg- unmatur var þá étinn ki. 10, — aö þörf var á að skreppa eftir einhverju út í skemmu, sem stóð áföst viS bæj- arhúsin, en var þó ekki innangengt í, — varð að fara út á hlaðið til þess að komast í hana. Var Kristbjörg, systir mín, þá 16 ára gömul, send út í skemmu. Fer hún og lýkur erindi sínu í skemmunni, en þegar hún kem- ur út á hlaðið aftur, heyrist henni eitthvert þrusk niður á vatninu, og verður litið þangað. Sér hún þá bjarn- dýr við tunnuna í ásnum. Kemur hún inn með nokkrum hraða og segir tíð- indin. Ég snarast þegar fram, en verð þó of seinn til að sjá dýrið, það var horfið upp af brekkunni, sem er rétt austan við vatnið, og þótti mér held- ur súrt í broti. En dýrið hafði tekið á rás, þegar það varð Kristbjargar vart, og fór á harða stökki austur yfir vatnið. Er mú borðað, án þess að fléira beri tU tíðinda, en að því búnu förum við Kristinn, föðurbróðir minn, út til gegninga. Þegar við kom- um út, förum við að skima út í ísimn. Sjáum við þá þrjú bjarndýr, sem þar eru að snuðra, er eitt stærst, en tvö nokkru minni. Horfum við á þau um stund, en þá skyggði yfir él, svo þau hurfu okkur, og sáum við þau ekki meir í það sinn. Líður mú fram til miðvikudagsins 16. janúar, svo að ekki ber til tíðinda. En þann morgun, þegar við erum ný- lega kommir inn frá því að gefa morg- ungjöf, gengur Kristinn eitthvað fram í bæjardyr, en kemur um hæl inn aftur, allhvatlega, og segir, að þrjú bjarndýr séu á vatninu, rétt neðan við varpann. Er nú ekki að sökum að spyrja, að allir ryðjast fram, hver sem betur má. Gaf nú á að Jíta þrjú bjarndýr, eitt stórt, og tvö cninni. Eru þau að snuðra rétt ; 'Nýlega var skotið bjarndýr vestur í Horns- vík, og þótti það tíðindum sæta. ís var ekki Iandfastur, þegar þetta átti sér stað, en hafði verið skammt undan landi um tíma. Áður fyrr, þegar ís festi hér við land, bar | hann með sér bjarndýr - oft fleiri en eitt. á Hér segir Stefán Vigfússon frá biarndýra- f drápi í Núpskötlu á Melrakkasléttu 1918 650 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.