Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 4
Eftir uppreisnina í Tenochtitlan glötuðu Aztekar gullnu tækifæri til sigurs yfir liði Cortés, er þeir leyfðu honum að komast Óhultum til bandamanna sinna í Tlaxcala, en þar endurskipu lagði hann llðið og fékk nýjar birgðir neðan frá ströndinni. — A myndinni hér að ofan sést, hvernig innfæddur listamaður gerði grein fyrir þeim flutningum. Á miðri myndinni má lita jlys, sem kom fyrir, er hópur Indíána, bandamanna Spánverja drukknuðu í vatnsfaiii á leiðinni. ★ Þegar Cortés og >hermenn hans héldu inn j TenochUtlan, undruðust þeir það, sem þeir sáu. Þeir áttu ekki von á slíkri stórborg vestan hafsins, Og það borg, sem í þeirra augum minnti á höfuðborg heimsveldis. Feg- urð borgarinnar hreif þessa harð- geðja menn um leið og þeir litu hana augum. Bernal Diaz del CastiUo, einn þessara manna, hefur skrifað svo um þann atburð, að þeir hafi ekki vitað, hvað þeir skyldu segja, né verið viss- ir um, að það, sem þeir sæju, væri raunverulegt. Og síðar, þegar Monte- zuma höfðingi Azteka leiddi Cortés með sér upp á fórnarstall og sýndi honum ríki sitt, farast Bernal Diaz, sem var viðstaddur sjálfur, svo orð: „Síðan tók Montezuma í hönd Cortés og bað hann að horfa yfir þessa borg og allar aðrar borgir i vatninu og yfir landið umhverfis vatn ið. . . . Við stóðum og horfðum í kringum okkur, því að heiðnahofið var svo hátt, að frá því sást vel yfir allt, og við sáum meginleiðiimar þrjár inn í Mexíkóborg . . . og við sáum ferskvatnsleiðslurnar þrjár . . . og við virtum fyrix okkur mikinn fjölda báta á vatninu, suma að koma með matvæli, aðra að snúa aftur með varning og við sáum, að hvergi í borg inni né í öðrum borgum, sem voru byggðar í vatninu, var hægt að fara milli húsa nema á vindubrúm, sem gerðar voru úr tré, eða á bátum. Og í þessum borgum sáum við hof og altari, sem voru eins og turnar og virki og öll ljómandi hvít og þetta var dásamleg sjón að skoða“. Þegar þessi atburður gerðist, var saga sjálfstæðs ríkis Azteka að renna út. Cortés tók Montezuma í gislingu skjótlega eftir fyrstu komu sína til borgarinnar og náði þar fljótlega öll- um völdum. Um fall ríkisins hefur oft verið skrifað, enda atburðir allir með einstæðum hætti. Heil þjóð, stór- veldi, gefst upp fyrir fámennum hópi atvinnuhermanina, þreyttra og þvældra ævintýramanna. Þó eru þessi úrslit hin eðlilegustu og hníga að þeim mörg rök. Aztekaríkið gat illa annað en fallið fyrir jafnsnöllum herforingja og Cortés. Þjóðfélagsskip an Indíánanna og menning gat ekki staðizt snúning hernaðartækni Vest- urlandabúa. Spánverjar komu einnig á mjög heppilegum tíma til sigurs, sálfræðilega séð. Aztekarnir virðast hafa verið lamaðir og baráttuvilji lítiU sem enginn meðal þeirra. Hernaðartækni Azteka var gjörólík stríðsmennsku Evrópubúa, og hern- aður þeirra bundinn í fastar skorður trúarbragðainna. Indíánarnir voru vanir að berjast til fanga, og í augum þeirra brutu Spánverjarnir grund- vallarreglur ófriðarins með því að drepa andstæðinga sína á vígvellin- um Auk þess kom Cortés síðla sum- ars, einmitt á þeim árstíma, þegar frumbyggjarnir voru önnum kafnir við uppskeruna og fóðursöfnun til vetrarins og höfðu ekki tíma til meiri háttar herferða. En meginástæðan til hruns ríkisins mun hafa verið stjórn- skipun þess, skorturinn á fastri ríkis- heild. Aztekarnir ríktu ekki yfir undir- þjóðum sínum í nútímaskilningi. Þeir heimtu skatt af ættbálkum á stóru landsvæði, en áttu stöðugt við að stríða uppreisnir og brigðmæli. Það væri þvi nær lagi að segja að í Mexíkó hafi á þessum tíma verið mik- ill fjöldi óháðra borgríkja, sem áttu stöðugt í deiluin og ófriði sín á milli, og auk þess komu til munur á þjóð- erni, tungumálum og atvinnuháttum. Við þessar aðstæður gat innrásarfor- ingi, sem hafði á að skipa harðsnú- inni sveit, nógu lítilli til að geta lifað af landinu, náð undraverðum árangri, og Cortés sýndi mikla herstjórnar- hæfíleika og hafði lag á að dreifa andstæðingunum og etja þeim saman hverjum á móti öðrum. Þá voru sálfræðilegar forsendur fyrir sigri Spánverja. Árin næstu á undan komu þeirra, höfðu mikil teikn gerzt og illir fyrirboðar. Montezuma, hernaðahhöfðinginn, hafði skörrmu AZTEKARtKID 652 llMIN N — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.