Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 12
GLÆSIBÆR VIÐ EYJAFJÖRÐ GLÆSIBÆJARKIRKJA Af máldaga Auðunar biskups rauða Þorbergssonar fyrir Hólabiskups- dæmi árið 1318 er ei meir til en BppihafSQxðin fyrir Glæsibæ. Þessi forna skinnbók var skrifuð upp á 17. öld, og getur afskrifarinn þess, að vanti blað í bókina. Á hinum glataða hloita máldagans hafa verið vísitazíu- gerðir nokkurra kirkna, því að næsti hluti, sem varðveitzt hefur, er frá Stærra-Árskógi. Árin 1439—1480 sat i Glæsibæ síra Þorgrímur Jónsson. Um miðja prest- skapartíð hans gerði Ólafur Rögn- /al'dsson eitt smn yfirreið um bisk- apsdæmi sitt. Máldagi hans er enn yarðveittur, en þegar Árni Magnús- son lét bera afskriftir sínar saman við frumritið, varð ekki lesið: Illuga- staðatnáldagi, Lögmannshlíðar- og Glæsilbæjarmáldagar, >né heldur kirknatalið. Til skamms tíma var mál- dagabók ólafs biskups innbundin í fornt skinn, órakað og hárið rautt, en snöri hárhamur út, o.g var það ann- að hvort útselaskinn eða nautaskinn. Nú er búið að fletta máldagabókina þessu forna bandi og það glatað. Er það illa farið, því að fyrir band þetta rciun bók þessi í þjóðsögunum hafa orðið Rauffskin.ua sú, er mestur gald- ur var í, og var í höndum Hólabisk- ups. Einn hinna fornu máldaga Glæsi- bæjarkirkju er þó enn vel varðveitt- ur. Er hann frá vísitaziu Péturs Hóla- biskups Nikulássonar anno 1394. Og skal hann nú tekinn hér upp að mestu, en í nútíma stíl: Kirkja í Glæsibæ er helguð eneð Guði hinum heilaga Nichol'ao. Hún á allt heimaland og skógarstöðu I Fnjóskadal. Þetta iminan kirkju: Messuklæði fornt og laus hökull, kantarakápa, sloppar tveir vondir, brík, krossar 3, blöð 2 og spjald. Nicholás líkneski og Jóns biskups. Maríuskrift með hurð- um og önnur minni hurðalaus.. Alt- arisklæði 3 og dúkar, tveir blámerkt- ir, hinn þriðji með sprang. Altaris- teinar 2, dúkur sæmiligur fyrir Ni- cholao. Sacrarium mundlaug, glóðar- ker, 4rar altarisstikur, tvær sæmileg- ar stikur fyrir líkneskjum. Klukkur 4rar og hin 5. bjalla, en sjötta læst niðri. Skrúðakista sæmilig. Kaleikur, stólar 3. lektarar 2, sár, sacrarium handklæði. Þetta í bókum: Nicholaus saga ný og önnur forn, Þorlákssaga, Vor bók de tempore og de sanctis að öllu. Óttusöngvabók de sanctis á sumarið frá Jónsmessu og til jólaföstu og tvær lesbækur af sama. Missale. Bók de sanctis allt árið. Kommune suffra- gium samsett að öllu. Sumarbók að pistíum og guðspjöllum. Matutinale bók að lesa á sumarið. De tempore jólabók samsett. Messubækur frá jól- um og til páska de tempore. Saltari, kyrial, lágasöngvakver, messudaga bréf. Historia sancti- Nicholai. Sálu- tíðakver. Crismakier. Fontur með umbúnaði. Matutinale fornt. Glergluggar tveir. Lítið skrín um t . . . , stentjöld 3 um kór all- vond, steintjald, litað og á cruci- fixum. Tjald um framkixkju. Hym- narius og capitularius. Merki tvau. í Glæsibæ er prests skyld, tekur heima í leigu 4 merkur, en utan garðs hundrað. Ljóstollur og heytollur af tíu bæj- um. Tíund tali árl. kirkju hluti hálfur tíundi eyrir. Þetta í kvikfé: Ásauðar, kúgildi átta, kýr níu, geldfjár kúgildi níu og tíu aurar, hundrað og tuttugu vöruvirðt. Tvö hundr. í slátrum, fjög- ur hundr. í hafnarvoðum. Hross tvau, roskin, og eitt tvævett. Árið 1429, tíu árum fyrr en sr. Þo - grímur Jónsson sezt að Glæsibæ, set- ur Jón biskup Vilhjálmsson Jóni smið Guðmundssyni staðinn um eins árs skeið: „stadarbref jons smidz gudmundz- sonar vm eitt ar glesibæ, ver jon med &gúst Sigur§sspn stud. Ihéö% 660 T 1 M 1 N JN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.