Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 13
gudz nadh etc. gerom ollum monnum kunnigt ath vær hofum uætt oc skip- at stadæn oc kirkona j glæsibæ jonæ smidh um æitt aar med ollum gogn- um etc oc eckki læighsælia edr lia af stadnum oc mæga tala efter stad- arens godzsæ logliga oc bioda firir þeim rangliga hafua haldit. Oc til sanninda her vm etc. vt gefuit a holum j hialtadal þridia dagen næsta firir jool, er þat thomas messo postula aftan anno M cd xx nono'1, þ.e. 20. des. 1429. Það sama ár hafði Jón biskup gert sína fyrstu yfirreið um Vaðlaþing og Þingeyjarþing. Segir í máJdaga hans fyrir Glæsibæjarkirkju, að hún eigi m.a. 4 kúgildi, 6 hundruð í virðingar- gózi, 3 hundruð í hrossum, item 17 aura sérdeilis o.s.frv. En í Ólafsmáldaga 1461 eru þessar ítölur kirkjunnar: skógur í Fnjóska- dal, út frá Hofstöðum, mánaðarrekst- ur öllu búfé í bæði mál fram í fremri kleifum dals lands heiði (óljóst i skinnb.), afrétt hrossum og öllu geld- fé undir Bröttubrekku í Hörgárdal. Tólf feðmingar torfs árlega í Dag- verðareyrarjörðu, hálfsmánaðarteigur í Moldhaugajörðu árlega gegn þara- göngum í Básum. — Kirkja var um langt bil á Laugalandi á Þela- mörk. Hinn 4. marz 1400 kaupir Runólfur nokkur Sturluson þá jörð, og eru kaupin gerð í Saurbæ í Eyjafirði. Tilgreindar ískyldur eru m.a. að kirkjan í Glæsibæ átti mánaðar rekstur í bæði mál, á surnar, búfé, ella tveggja mánaða rekstur í annað mál. Laugalandskirkja átti hinsv. ítök í iandi kirkjunnar í Auðbrekku, engjateig vænan, og sn. Dauðatjörn í Möðruvall'aklausturs jörðu, svo að nokkuð sé nefnt. Að Glæsibæ í Kræklingahlíð var eins og áður getur Nikulásarkirkja. Annexíur vorú Lögmannshlíð, þar var Ólafskirkja, og Svaibarð, og var þar Jónskirkja postula (Jóhannes- ar — ). Fyrrum var kirkja í Siglu- vik á Svalbarðsströnd, en alls lágu 5 bænhús til Svalbarðs, eitt þeirra var á Gautsstöðum. — Hálfkirkja var á Ytra-Krossanesi. en bænhús í Sam- týni. — Að Gásum var kirkja, fyrir 1359, að vitað er ,og sér enn vel fyrir kirkjustæðinu á hól rétt ofan búðar- rústanna. Mátti enn vel sjá fyrir skemmstu stóra hellu fyrir kirkju- dyrum að Gásum. Við rannsóknir, sem gerðar voru þar 1908, mun ekk- ert hafa fundizt, er benti til að grafið hefði verið að Gásakirkju. Vel væri vð hæfi, að ekki sé meira sagt, að hinum fornu menjum að Gásakaup- stað væri meiri sómi sýndur en verið hefir til þessa, t.d. að tóftirnar væru girtar og friðlýstar, en minnisvarði reistur að hinni fornu góðhöfn Norð- lendnga. Hinn 22. febr. 1452 gefur Gottskálk biskup leyfi sitt til þess að Einar ábóti á Munkaþverá selji Sigurði príor og klaustrinu á Möðruvöllum Gásir, og þar ttt 10 kúgildi fyrir jarð- irnar Vaglir og Gil í Hrafnagilsþing- Síðan skömmu eftir aldamót hefir búið á Gæsum, en svo er staðurinn nú nefndur í dagl. tali, sjálfseignar- bóndinn Kristján Kristjánsson, en nú eru synir hans teknir við jörðinni. Gæsabærin stendur spölkorn frá hin- um fornu kaupstaðarrústum. Svalbarðskirkja á Svalbarðsströnd, um. Séð heim að Glæsibæ neðan frá lendingunni: Hér lá sjávargata prestanna í að minnsta kosti hálfa S. öid. T í M I N N — SUNNUDAGSiiLAÐ 661

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.