Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 15
Efri myndin er af gömlu Svalbarðskirkjunni, sem stendur enn, en talaS er um að flytja hana að sumarbúðum Æskulýðssambands Hólastiftis við Vestmanna- vatn. — Neðri myndin er af nýju kirkjunni á Svalbarði. síðar átti annar Glæsibæjarprestur skipti við Bðlu-Hjálmar, ólíkt ánægju legri. — Síra Jón Reykjalín átti ann- ars andstætt um þessar cnundir, og Jiefur því sviðiS enn sárar undan kersknisvísum sóknarbarns síns. Hann missti embættið 1820 — og lenti vestur í Skagafjörð, eins og Hjáknar. Uppreist fékk hann þó brátt aftur og þjónaði þá fyrst Hvammi í Laxárdal, síðar Fagranesi frá 1824, fékk Ríp 1839, en andaðist á leið austur í Breiðdal 1857, hafði þá feng- ið veitingu fyrir Eydölum. Honum er svo lýst, að hann væri gáfumaður imikill, snjall ræðumaður og söng- maður ágætur, en nokkuð ráðlítil'l. Sonur hans og fyrri konu hans Sig- ríðar Snorrad. prests tll Hofstaða Björnssonar, var síra Jón Reykjalín á Þönglabakka. Hann var fæddur i Tungu 1811, en lézt í Fjörðum 1892 Han nvar talinn frábær söngmaður Síra Daníel Halldórsson kom að Glæsibæjarbrauði haustið 1843. Var hann prófastur, sá eini í röð Glæsi- bæjarpresta. Síra Daníel fékk Hrafna- gil 1860, en þá var Glæsibær veittur síra Sveinbirni Hallgrímssyni, f. 1814. Hann dó á nýársdag 1863. í hans tíð var reist af nýju timburkirkja í Lög- mannshlíð, sbr. hér að framan og vígði hann kirkjuna á aðventsunnudag 1860. Jón Borgfirðingur var að vígslunni og dáist hann mjög að ræðusnilli sira Sveinbjarnar. Síra Guðjón Hálfdanarson, faðir síra Hálfdanar vígslubiskups á Sauð- árkróki fékk Glæsibæ 1 ág. 1863. Hann var prestur í öllum landsfjórðungum, því áður en hann kom að Glæsibæ hafði hann þjónað Flatey á Breiða- firði um 3 ár. Var honum veittur suður í Landeyjar, Krossþing, 1874, en varð loks prestur í Saurbæ í Eyja- firði 1882. Þar lézt hann ári síðar. — Er nú sr. Guðjón var farinn austur á Seyðisfjörð, kom að Glæsibæ sr. Jón Jakobsson. Hann varð úti á heim- leið frá Lögmannshlíð 19. jan. 1873, aðeins 38 ára. Var hann son síra Jakobs Finnbogasonar í Steinnesi. Síra Jón varð stúdent 1857, Presta- skólakandidat 1860, fékk Ása sama haust, Stað í Grindavík 1866 og loks Glæsibæ 6. apríl 1868. — Og átti nú aðeins einn prestur eftir að sitja í Glæsibæ. Var það síra Árni Jóhannsson, hreppstjóra á Syðri- Bægisá. Hann varð eigi eldri en fyrir- rennari hans, drukknaði á Eyjafirði 3. nóv. 1880, á heimleið frá Akureyri. — Þess má geta hér að sr. Árni var fermingarfaðir Hannesar Hafstein, sem þá ólst upp með foreldrum sín- um í Skjaldarvík, næsta bæ sunnar Glæsibæjar. Vegna mishermis í ævi- sögu Hannesar eftir Kr. Albertsson, skal það tekið fram, að Hannes var fermdur í Glæsibæjarkirkju einn sér barna haustið 1875. Vitnisburður hans er ágætt í öllum greinum. Sumarið 1874 riðu þeir suður að þjóðhátíðinni og urðu samferða, síra Arnljótur Ólafsson, síra Árni í Glæsi- bæ og Jón alþingismaður Sigurðsson á Gautlöndum. Staddir á Mælifelli 2. ágúst, gerðu þeir samning við skáldið Hjálmar Jónsson um forlagsrétt að kvæðum hans og ritum, gegn árlegu fastagjaldi Ól hans. Bólu-Hjálmar var örsnauður og á sveit, er þetta varð. Má geta nærri, hver fögnuður hinu gamla skáldi hefur verið að því að sjá ævistarf sitt svo vel metið af góðum mönnum. Og víst hefir hann glaðzt í T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 663

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.