Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 7
EIRÍKUR JÓHANNESSON
ViS Suðurgötu í HafniarfirðL, ör-
gkoti sunnan við sjúkrahús St. Josepihs
systra, stendur lítið timhurhús á
vegamótum. í þessu húsi hefur um
langan aldur búið maður, sem nú er
liðlega setxugur að aldri. Hann heitir
Eiríkur Jóhannesson, — Eirík á spít-
alanum kalla sumir hann —, og hann
er einn þeirra manna (sem því miður
fer fækkandi, að því er sumir segja),
er alltaf hafa gefið sér tíma til að
sinna áhugamálum sínum og verið
óþreytandi til þátttöku I hvers konar
félagsstarfssemi. Eiríkur er skáti og
hefur verið lengi, hann leikur cneð
lúðrasveit bæjarins og hann hefur
verið mjög athafnasamur félagi í
Leikfélagi Hafnarfjarðar og viðriðinn
flestar sýningar félagsins frá upphafi
þess fyrir cneira en aldarfjórðungi.
Ég hitti Eirík fyrir skemmstu og
bað hann að segja mér eitthvað um
sjálfan sig.
— Ég er Árnesingur að uppruna,
fæddur að Skaftholti í Gnúpverja-
hreppi, en alinn upp á Reykjum á
Skeiðum ,og þar dvaldist ég fram und-
lr tvítugsaldur. En síðan lá leiðin til
Noregs. Eg hafði þá um nokkur ár
keypt Bjarma og í sambandi við það
komizt í kynni við séra Sigurbjörn Á.
Gíslason, og hann bauð cnér ókeypis
vist á norskum lýðskóla, kristilegum
s'kóla á Sunnmæri, og þar var ég í
fjóra vetur, 1920—24. í þessum skóla
voru kennd öll almenn fræði, svipað
og í gagnfræðaskólum, og þar voru
einnig fyrirlestrar í sálfræði, bibliu-
og trúfræði og kennsla í söng og tón-
listarfræðum. Umgjörðin um skóla-
starfið var kristiieg, og skól'astjórinn
var mikill alvörumaður, en um leið
alveg sérstakur húmorlsti. Skólinn
var heimavistarskóli, og nemendur
bjuggu þar allir, og margir notuðu
þennan skóla sem undirbúningsskóla
undir æðra nám, menntaskóla og
verzlunarskóla. Nemendur voru flest-
ir um 17 ára al'dur, svo að ég var
ívið eldri en þeir flestir, en hins
vegar held ég að Norðmennirnir hafi
að jafnaði verið eldri I sér, þrosk-
aðri í hugsun og tali en jafnaldrar
þeirra íslenzkir.
Þessi fjögur ár kom ég heim að-
eins einu sinnL Fyrsta sumarið bjó
ég hjá skólastjóranum. Hann kenndi
mér bókband um vorið, og um sum-
arið vann ég við að binda inn fyrir
hann bækur. Næsta sumar varð svo
af heimferð, og tók sú ferð mig þrjá
mánuði. Ég komst með tunnuflutn-
ingaski.pi til Siglufjarðtar, en þar
varð ég að bíða í þrjár vikur eftir
ferð suður. En ég sat þar þó ekki í
iðjuleysi þann trma, heldur kom mér
í síldarvinnu, meðan ég beið eftir
skipi. Síðan fór ég suður og heim-
sótti ættingjana, en hél't síðan fljót-
lega utan aftur. Ég fór með Gullfossi,
fyrst til Austfjarða, síðan til Eng-
lands, en þangað var hann að flytja
hross, þá til Suður-Noregs, og þar
fór ég af skipniu. Síðan ók ég með
lest til Álasunds og fór þaðan með
báti út í Hareid, en það er stærsta
eyjan á Sunnmæri og þar stóð skól-
inn. Síðasta spölinn yfir þvera eyjuna
fór ég fótgangandi með sleða í eftir-
dragi í bl'indbyl.
Næsta vetur var ég enn í þessum
sama skóla, og um sumarið réði ég
mig f heyvinmu I Hop, skammt frá
Bergen. Skólastjórinn útvegaði mér
það sfcarf, sem var hjá ættingjum
hans. Ég bjó hjá foreldrum skóla-
stjórans, og vann með bróðursynl
hans, sem bjó þarna. Og þama rtgndt
mikið að vanda; úrkoman í Bergen
er fimm sinnum meiri en annars
staðar í Noregi. Heyið var allt þurrk-
að á hesjum. Þær voru gerðar þannig,
að grannur vír var strengdur á spír-
ur, sem börkurinn hafði verið fleg-
inn af, og voru hafðir 7—8 þræðir &
bili. Bilið milli þráðanna var mjóst
neðst, og heyið var lagt þannig yfir
þá, að hvað studdi annað. Eftir að
heyið hafði blásið dautt, þurfti það
um dags þurrk til að verða hirðandi.
Öruvísi en á hesjum hefi verið óger-
legt að þurrka nokkuð þarna. Eg held
að það hafi aðeins komið tvisvar
sinnum fyrir, að við snerum heyi á
svipaðan hátt og gert er hér. Ann.
ars var jörðin yfirleitt svo gljúp a
rigningunum, að við urðum aUtaf ai,
ganga á tréskóm.
Skólastjórinn á Hareid var uppal-.
inn á Hop, og það var hann, sem kom
mér í þetta starf. Annars bjó þarna
talsvert af efnafólki, og ýmsir kunn-
ir menn áttu þarna bújarðir. Þeirra
á meðal var t.d. pólfarinn Johann
Svei;drup. Edward Grieg var einnig
alinn upp á þessum slóðum, og skóla-
sfcjórinn þekkti hann vel, meðan þeir
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAt)
655