Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Síða 8
voru báSir ungir. Hann sagði, að það hefði verið mjög yfirlætislaus maður Að þessu sumri loknu, hafði ég ætl'að mér að halda heim, en þá breyttust ástæður mínar nokkuð, mbóðir mín lézt þá, og skólastjórinn bauð mér að vera fjórða veturinn á skólanum En um vorið 1924 hélt ég aftur til íslands, og þá um haustið flutti ég til Hafnarfjarðar, og þar hef ég átt heima síðan. Fyrsta vetur- inn minn þar vann ég á vegum KFUM og K. Ég sá um lesstofu og sam- komustað, sem félagið hafði opið þennan vetur. Þarna lá-gu frammi spil og töfl og bækur, sem unglingar gátu notfært sér. Þetta var talsvert sótt, en les-stofan var þó ek-ki starfrækt nema þennan eina vetur. Hún reynd- ist of kostnaðarsöm fyrir samtökin. Næsíu árin vann ég ýmist við kirkj- una hér í Hafnarfirði eða við sjó- mannaslofuna í Reykjavík, en árið 1927 réðst ég að spítal'anum og hef starfað við hann síðan. Hér vinn ég v; rnargs konar störf, bæði úti og inni. Það er margt, sem til fellur ó stóru heimili; það má ef til vill segja, að ég sé hér eins konar „alt mulig mand“. Fljótlega eftir að, ég kom til Hafn arfjarðar fór óg að taka þátt í ýmsu félagslífi. Skátafélag var stofnað í bænum veturinn, sem ég vann hjá KFUM. Félagið var stofnað í KFUM- húsinu, og það vor-u drengir úr KFUM, sem stóðu að félaginu i fyrstu. E-g var ekki beint stofnan-di, en ég var i námunda við félagið i byrjun og varð fljótlega félagsmaður. En það var Jón Oddgeir, sem stof-n- aði félagið og hann dvaldist suður frá í nokkum tima til að koma félag- inu á rekspöl. Síðan hefur alltaf ver- ið skátafélag í Hafnarfirði, en framan af var það aðeins einn flokkur, og félagið var þá í miklum tengslum við félagið í Reykjavík, en síðan varð úr þessum vísi algerlega sjálfstætt félag. Og núna má segja að félagið sé komið á góðan grundvöll. í því eru að mig minnir hátt á þriðja hundrað félagar, og þar á meðal sérstaklega mikið af piltum um tvítugt; það gerir hjálparsveifin. Einnig hefur nú fýrir skömmu verið stofnað félag eldri skáta, St. Gteorge-skáta. Það er félags- skapur manna, sem hafa verið skátar, en eru hættir að starfa, en eru þó til taks til að vinna að enálefnum skáta- hreyfingarinnar, og vdja fúslega við- halda gömlum kynnum. Starfið í skátafélaginu hefur frá byrjun verið mjög svipað: fundir, æf- ingar, útilegur og ferðalög um ná- grenni bæjarins. Á einhverju fyrstu áranna kom það einhverju sinni fyrir í útilegu, að einhverjir gerðust of- sterkir inni í tjaldi, þar sem verið var að vinna að matseld, og tókust á. Þessu fylgdu talsverðar sviptingar, og þeim lauk með því, að súpupotturinn valt um koll. Þá voru settar þær regl- ur, að aldrei skyldi tiogizt á ínni í tjaldi, þar sem verið væri að elda mat, og sú regla er enn í fullu gildi. Þá hef ég einnig sótt mörg skáta- mót bæði hér á landi og erlendis, stundum verið í fararstjórn og stund- um ekki. Meðal annars fórum við um 90 skátar á alheimsmót skáta í Frakk- landi árið 1947. Þar voru skátar frá 43 löndum, og hver hópur bjó um sig að sínum hætti í eigin tjaldborg. Síð- an voru þar, eins og alltaf á skáta- mótum, haldnir varðeldar og guðs- þjónustur og keppt i ýmsum skáta- íþróttum og flokkarnir heimsóitir á víxl. Á skátamótum eru engir tungu- málaörugleikar; skátar skilja alltaf hverjir aðra. Og einn aðatþáttur slíkra móta eru aukin kynni milli þjóða og einstakra manna, seni þau glæða. Leikfélag Hafnarfjarðar var stofn- að 19. apríl 1936, og stóðu nokkrir áhugamenn að því. Áður hafði þó starfað í bænum leikflokkur um nokkur ár, og hann hafði sett nokkur leikrit á svið. Páll heitinn Sve:nsson kennari var aðalhvatamaður að stofn- un þess lelkflokks, og fyrsta verkið, sem hann tók til meðferða, var Tengdamamma eftir Krisíínu Sigfús- dóttur, sem sýnd var við góðar undir- tektir árið 1933. Árið eítir sýndi leik- flokkurinn svo Saklausa svallaran-n, og þá var ég meðal leikará, og siðan hef ég verið viðriðinn nær allar leik- sýningar í Hafnarfirðí. Félagið hefur alltaf sett upp 1—2 leikrit á vetri, og yfirlei.tt við nokkuð góða aðsókn. Oft- ast hafa verið sýndir ga-manleikir; þeir eru yfirleitt léttir í uppsetningu, krefjast ekki mjög mikds útbúnaðs og búast má við sæmilegri-aðsókn að þeim. Annars held ég að smekkur- inn sé að breytast. Áður vildu áhorf- endur helzt gamanleiki, en nú held ég að þeir séu farnir að verða sólgnari í þjóðleg leikrit. En aðstaða okkar er áð s-umu leyti erfið hér í Hafnarfirði, erfiðari en í bæjum af svipaðri stærð úti á landi. Það gerir nálægðin við Reykjavík; Framhald á bls. 670. 656 TÍMINN - SUNt UDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.