Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Side 16
Pakkhúsið á Skipalóni er nú orðið 120 ára. Það býður niðurrifs, en verður endur- reist í byggðasafninu á Akureyri. mæðu sinni við þau þelhlýindi, sem lýstu sér í þessu góða verki. Síra Árni var ókvæntur og barn- l'aus, en vinur hans og granni, síra Davíð Gnðmundsson, sem sat þá á Syðri-Reistará, en komið hafði að Möðruvailakiaustursbrauði einmitt um sömu mundir og sr. Árni að Glæsi bæ, lét son sinn, sem fæddist daginn eftir að sr. Árni drukknaði, heita eftir honum. Bar hann raunar nafn tveggja presta, sr. Árna og sr. Hann- esar Stephensens á Innra-Hólmi, en því nafni var hann nefndur endra- nær. Hannes er nú nýlátinn, en hafðj búið á Hofi í Hörgárdal eftir föður sinn, en sr. Davíð lézt 27. sept. 1905, alla tíð fram ttt sl. árs, ásamt með Valgerði systur sinni, sem dó vorið 1956. — Enn var meðal barna sr. Davíðs og konu hans, frú Sigríðar Ól- afsdóttur Briems frá Grund í Eyja- firði, Ólafur náttúrufræðingur. Hann drukknaði í Hörgá 6. sept. 1903 á heimleið frá Gæsum, hlaðinn stein- um, sem hann var að safna fyrir er- lendan vísindamann. Ólafur áði á Hlöðum hjá Ólöfu skáldkonu, en drukknaði á Hlaðavaði, þar niður undan bænum. Áin var mikil eftir rigningar. Skammri bæjarleið innar með ánni var hin nýreista Hörgárbrú. — Þá var dóttir prófastshjónanna á Hofi Ragnheiður, sem giftist Stefáni B. bónda og alþingismanni í Fagra- skógi Stefánssyni, prests á Hálsi Árna sonar. Börn þeirra hjóna eru m. a. Davíð skáld, og Sigríður, gift Guð- mundi bónda Kristjánssyni í Glæsi- bæ. Son þeirra er Davíð Guðmunds- son, alnafni langafa síns á Hofi, sem nú er setztur að búi í Glæsibæ. Kona hans er Sigríður Manasessdóttir frá Barká. Síra Árni varð hinn síðasti staðar- prestur í Glæsibæ, eins og þegar er sagt. Tók nú við Glæsibæjarsókn sr. Davíð á Hofi, er sóknin lagðist til Möðruvalla, og þjónaði meðan hedsa og kraftar entust. Þá hafði síra Geir Sæmundsson þessar sóknir í auka- þjónustu um tvö ár, unz síra Jón Þor- steinsson kom að Möðruvöllum 1907. Þá átti Glæsibær að lögum að samein- ast Akureyrarbrauði, en hið forna Myrkárprestakall og Bægisárpresta- kall að leggjast undir MöðruvelM. Af því varð ekki þá, þar sem ungur prestur sat að Bægisá, síra Theódór Jónsson frá Auðkúlu. Þjónaði hann Bægisárprestakalli og Myrkársókn til 75 ára aldurs, 1941. Glæsibær var þó eigi settur undir Akureyri þá, heldur þjónað áfram frá Möðruvöllum, og var sú skipan lögfest rrokkrum árum síðar. Situr nú einn prestur í þessum sóknum í stað fjögurra áður. Glæsibæjarkirkja, sú er nú stend- ur þar, var vígð 1866, í prestskapartíð síra Guðjóns Hálfdanarsonar. Á hún sér nokkuð sérstæða forsögu: Að Ósi í Hörgárdal var byggð timburstofa um 1858, en þar settist þá að sr. Þórð- ur Þ. Jónassen, prestur til Möðru- vallaklausturs. Bjó hann áður í Stóru- Brekku, Arnbjargarbrekku, sem áður hér. Ekki var sr. Þórður guðfræði- menntaður sérstaklega, en stúdent 1847, þá amtmannsskrifari á Möðru- völlum og síðar stiftamtmanns- skrifari. Hann var vígður til Lundar 1853, fékk Möðruvalla- klaustur 1856, en Reykholt 1872, varð prófastur 1873. — Síra Þórður var kvæntur Margréti Ólafsdóttur, læknis á Hofi Thorarensens Stefáns- sonar amtmanns Þórarinssonar. Var hún fósturdóttir Þorsteins byggingar- meistara á Skipalóni, Danielsens. Reisti hann timburstofu á Lóni 1824, á Hofi 1829, og fyrir sr. Þórð á Ósi 1858. Sú stofa var ofan tekin og ílutt að Glæsibæ, er sr. Þórður fór að Þrastarhóli í Hörgárdal 1865. Var hún reist af nýju í Glæsibæ og vígð þar kirkja 1866. Er hún enn hið feg- ursta guðshús, björt og vel við haldin. Árið 1929 var reistur við hana turn á stöpli og forkirkja, en kvistgluggi settur yfir prédikunarstóli. Kirkjurnar eiga nú færri muni en fyrrum. Þær éru háreistari en guðs- hús feðra vorra, en miklum mun snauðari að helgigripum og bókum, svo sem glöggt má sjá af Pétursmál- daga hér að framan. Þó á kirkjan í Glæsibæ enn tvo góða gripi. Hinn fyrri er kaleikur með nafni Jóns Björnssonar sýslu- manns, síðast á Grund í Eyjafirði, og ártalinu 1612. Var Jón sonarsonur Jóns biskups Arasonar. Hinn síðari er altaristafla eftir Arngrím Gíslason málara, talin mik- ið listaverk. Helztu heimildir: fsl. fornbréfasafn, fsl. æviskrár, Prestatal og prófasta, Kirkjubækur Glæsibæiar* Formáli a'ð Ljóðum Bó'lu-Hjálmars e. Jó,n Þor- kelsson, og Aldarmjnning Lögmanns- hlíffiarkirkju e. Sigurð Stefánsson vígslubiskup. HOFSSTOFAN, reist 182>. (Ljósmynd: Gunnlaugur Pálsson) T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.