Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Side 8
1 niðamyrkrinu, hinir urðu ag halda
á fötunum. Þótti þeim notaleg vist-
in í 30° heitu vatninu á að gizka
300 metra inn undir jöklinum. Allar
tölur varð'andi hellinn eru hér settar
með fyrirvara, því að engin nákvæm
mæling var gerð.
Við fórum úr tjaldstaðnum við
Kverkfjöll um kl. 2,30 á sunnudag
16. júní nema ellefu manna hópur-
inn, sem var seinna á ferð.
Næsti áfangi voru Hvannalindir og
náð'um vig þangað um 6-leytið um
kvöldið.
Við' fórum að mestu slóðina okkar
til baka eg vorum nú fljótari í för-
um þvi að sandurinn er hér ótrúlega
þungur yfirferðar einkum þeim, sem
fyrstur fer og leggur slóðir, en þær
verða líka mjög skýrar og standa
vel. Slóð'ir Knudsen, sem eru 3—5
ára gamlar, eru vel greinilegar enn
þá, þótt fokið sé í þær. Okkur bar
sem sagt hiati yfir. Jafnvel Langa-
hlíð virtist stutt. Langahlíð er hluti
af hólaram þeim, er við ókum lengst
með fram. Hann er aftur sennilega
hluti af' Kverkfjallarana. Áður en
varð'i vorum við' aftur komin norður
á móts við Rifnahnjúk og beygðum
þvert austur að honum, yfir stór-
grýtismela, ;]]a yfirferðar, en bötn-
uðu þó er austar dró og austur við
Rifnahnjúk eru sléttir sandflákar og
hlemmivegur. Þar komum við á slóð-
ir brúargerðarmannanna frá í fyrra,
seni liggia til Hvannalinda og nú ók-
um vig aftur suður á bóginn en
miklu austar, austan við' Kverk-
fjallarana, en áður vestan hans. Væru
torfærur á veginum voru umsvifalaust
gerðar vegabætur. J. S. þóttist vita
ag komast mætti þvert yfir stórgrýt-
ismelana og liraunið' allmiklu sunnar
og losna þannig við þennan langa
krók norður, þegar farið væri bæði í
Kverkfjöll og Hvannalindir, en vildi
ekki eyða benzíni í þær athuganir,
því að benzmsk ortur getur alltaf verig
yfirvofandi á óþekktum leiðum. Aft-
ur hugðist hann og fleiri ætla að rann
saka leiðir frá Hvannalindum suður
til Kverkrjalla ,austan Kverkfjalla-
rana, þá um kvöldið. En þag fórst
fyrir, því að í Hvannalindum biðu
önnur verketni
Veður var fremur leiðinlegt fram-
an af degi og stundum stórrigning.
Var það álit margra, að bezt væri að
hafa aðeins viðkomu í Hvannalindum
en fara norður í Herðubreiðarlindir
til gistingar. En það fór sem fyrr, að
í hvert skipti, sem vig stigum út úr
bílunum, birti í lofti, og þegar við
komum i Hvannalindir, var veðrið
orðið hið ákjósanlegasta, heiðskír
himinn og hiti. Ekkert var minnzt
á áframhald, en allir tjölduðu í gríð
og erg.
Ekki vorum við fyrr komin á þenn
an stag en vig fundum kindaspörð,
sem skynbærir menn sögðu vera frá
því snemma í vor eða síðla vetrar. Þó
að Hvannailndir skíni eins og perla
þarna í auðninni, eru þær engan veg
inn tryggur ódáinsakur. Lindirnar
geta bólgaað upp og myndag svell-
gljá yfir aiit haglendið, eins og segir
í Heimþrá Þorgils Gjallanda. Og þá
bíður hungurdauð'inn einn þeirrar
skepnu ,sem þar hefur vetrarvist. Því
var brátt hafin leit að þessari kind
eða kindum. Leituðu nokkrir’ menn
allt kvöldig um allar Lindirnar. Að
lokum fundust þær í djúpum lækjar-
grafningi rétt vig tjaldstað'inn. Þær
voru þrjár, ær með tvo veturgamla
dilka, hrút og gimbur. Öll voru þau
grá og mjög íallegar og vænar kind-
ur. Þótti möiinum sennilegast, að
þær hafi veritf að seilast í melhnaus
þar í hraunjaðrinum, en snjóloft
verið yfir lækrmm, sem brotnaði und-
an þeim, og þær fallið í lækinn og
króknað. Þóttu okkur þessi örlög
næsta óhugnanleg og ömurleg.
Kindurnar voru nú grafnar og þeim
reist varða.
Jón Stefánsson — Þorgils Gjallandi
— kom í Hvannalindir árið 1880 í
fjárleit. Eftir þá ferð skrifar hann
smásöguna Heimþrá, sem fremur ögr-
um skáldskap hans hefir skapað hon-
um frægð og langlífi bæði heima og
erlendis. Hann segir þar, að beinin
hennar Stjörnu hvíli á lágum blá-
grýtishól í Lindunum. Jón Sigurgeirs-
son hafði hug á að finna þessi bein,
ef þau væru þar til', og í fjárleitinni
um kvöldið, gengu nokkrir menn
mjög langt norður með öllum lindum.
Ekki fundust beinin, þeir fóru heldur
ekki nyrzt í Lindirnar og trúlega eru
þau enn á sínum sögulega melhól.
Aftur á móti liggja önnur hrossabein
í litlum krika í jaðri þess úfna bruna-
hrauns, sem Gjallandi talar einnig um
í sögunni, og varð Stjörnu að fjör-
tjióni Þau eru af trippi, sem vitað er
að bar þarna beinin fyrir 15—20 ár-
um.
Um þessi bein hefur engin saga ver-
Framhald á 693. síðu.
680
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ