Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 2
Magnús Kristjánssón frá Sandhólum: Úr sagnasjóði Bjarna gamla í Leyningi Sumarið 1909 var ég kaupamað- ur hjá gömlum bónda í Saurbæjar hreppi, Bjarna Pálssvni í Leyningi, Eg hafði mikið heyrt talað um þennan gamla mann, hvað hann væri hlédrægur og sérvitur. Var mér því forvitni á þvi að vita, hvernig mér geðjaðist að karli. Ég réði mig því í kaupavinnu hjá honum eina viku. Skyldi vinnan hefjast á mánudagsmorgni. Þegar ég kom í hlaðið, tók karl mér fálega, bauð mér þó kaffi, og drakk ég það. Hann sat hljóður meðan ég saup úr bollanum, stóð síðan upp og gekk út á hlað, stein- þegjandi, með hendurnar undir vestisboðungunum, tók orf sitt og hélt af stað suður tún. Fyrir sunnan túnið byrjuðum við að slá. Ég tók strax eftir því, að gamli maðurinn var með ör- mjóa ljáspík í orfinu. Blaðið var eytt upp í bakka. Ég vatt mér því að karl'i og spyr hann, hvort þessi spík biti nokkuð, þegar blaðið sé svona eytt. Karl svarar: „Veldur hver á heldur.“ — Ekki hafði ég fleiri orð af hon- um fram að miðjum degi. Þá var klukkan hálf-þrjú, þegar við borð- uðum miðdegismatinn. Við vorum inni í tvo tíma. Klukkan fimm um daginn vorum við búnir að slá stór- an teig, enda gott að slá þarna, rennislétt og frekar graslítið. Er við vorum komnir upp að ’hóli ein- um, sem var vestan við spilduna, yrti bóndi á mig og sagði: „Þetta er góður teigur — þú hefur langan ljá. Þeir eru góðir þessir,“ og mældi ljáinn með aug- unum. Mér fannst karl vera að hæla mér. Ég hafði heyrt, ag karl væri hag- mæltur. Datt mér í hug að tala um skáldskap við hann og spyr hann, hvort hann kunni vísuhelmíng, sem ég hafði yfir, en vissi ekki, hver hafði ort. Jú, hann vissi það. Vísan var eftir Ara á Þverá. Lof- aði hann mér að heyra hana og tvær aðrar eftir sama höfund. Eftir þetta breyttist viðhorfið til gamla mannsins. í hvert skipti, er við höfðum lokið við spildu, sagði bóndi: „Við skulum setja okkur niður.“ Brást það al'drei, að hann sagði mér þá eitt'hvað, sem mér fannst Magnús Kristjánsson frá Sandhólum mikill fróðleikur í. — Þótti mér sem með honum geymdist ótæm- andi sagnasjóður frá liðnum tima, einnig frá eldri tíma en ævi hans sjálfs. Eina sögu sagði hann mér, sem gerðist fyrir hans minni. Kvaðst hann hafa heyrt hana, þegar hann var unglingur, og var þá mikið talað um þennan atburð. Beinagrindin af sögu þessari er á þessa leið. Hvarf Arnarstaía- vinnumanns Eitt kvöld á jólaföstu var vinnu- maður frá Arnarstöðum sendur suður að Hólum. Úti var stórhríð og náttmyrkur. Erindið var að sækja naut. Það var hér fyrrum talið eins áríðandi og að ná í lækni eða Ijósmóður. Maðurinn kom ekki til baka, en morguninn eftir var hríðar-upp- stytta. Var þá farið suður að Hól- um til þess að frétta, hvort mað- urinn hefði þar komið. Nei, þar hafði hann ekki komið. Nú óttuðust menn, að hann hefði villzt af leig og orðið úti. Var safnað liðí til leitar. Fannst hann hvergi, en ekki voru leitarmenn grunlausir um, að þeir hefðu fund- ið spor eða slóð hans rétt fyrir norðan túnið á Hólum. Var þar leitað í öllum húsum og hlöðum á staðnum, en allt kom fyrir ekki. Leitinni var enn haldið áfram no'kkra daga, — en án árangurs. Héldu menn helzt að vinnumaður HÓLAR f EYJAFIRÐI. l J T f !l I M N - ‘SfTNNUDAOSm.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.