Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 18
fövegna einnar frekrar uglu. Og það hlaut hann að vera. Art, Kalli og Gervais áttu ekki í neinum vandræðum með að ferðast í dimmu. Mamma hlaut að hafa haft rétt fyrir sér að þessu leyti — uglur áttu að sjá á nóttunni, en vera biindar á daginn. Og þar að auki voru örninn og fálkinn miklu sterkari en hann. — Gott, sagði hann að lokum. — Þið vinnið. Ég skal fara. En ég verð að éta, herrar mínir, og hvort sem þið trúið því eða ekki, sé ég ekki glóru í myrkri. Ég hið ykkur þess vegna að segja mér, hvert ég get farið, þangað sem ég er ekki fyrir og brýt ekki reglurnar. Örninn og fálkinn skutu á ráðstefnu. Jafet sá, að þeim kom ekki saman. Örninn hnussaði við hverri uppástungu fálkans, og fálkinn sagði i hvert sinn, sem örninn stakk upp á einhverjum stað: — Nei, við verðum að hugsa um okkar fólk þar. Þeir þráttuðu svo lengi, að Jafet fór að leiðast, og loks flaug hann á brott, án þer, að biða eftir niður stöðu fyrirfuglanna tveggja. Hann fann annan skóg — ekki eins fallegan og hann kom frá, en allsæmi legan þó — og hófst þegar handa. Næst um undir eins tók hópur af krákum eftir honum, og þær upphófu slíkan hávaða, að hann forðaði sér til þess að lenda ekki 'aftur í deilum við fyrirfugla. Þar sem hann stanzaði næst, veittist hópur skjóra að honum. Á þriðja staðn um, þar sem hann reyndi að setjast, veittist ófrýnilegur, smávaxinn brodd- göltur að honum — áreiðanlega fífl- djarfur í þeirri trú, aíi ailar uglur væru biindar i björtu — og gerði allt til þess að reita hann til reiði. En Jafet var orðinn þreyttur og þess vegna heldur óþolinmóður, enda leið ekki á löngu, þar til hann batt- enda á vaðalinn í brottgeltinum. Þetta rösklega framtak Jafets varð til þess, að áhorfandi fuglar létu hann í friði um sinn, og hann fann sér holu í tré í útjaðri nálægrar borgar. Honum tókst að ná í tvær hagamýs, áður en myrkrið skall á, og reyndi svo að sofna. Er hann svaf ekki vel. Hann-dlafði að- eins' fengið lítinn broddgölt og tvær hagamýs siðan Manitóba vissi hvenær, og það er ekki gott að sofa, þegar mag- inn er ekki ánægður. Hann langaði mest til þess að fara aftur heim til bernskustöðvanna, og magi hans krafðist tafarlausra og rót- tækra ráðstafana. — Til fjandans með allar reglur, m.uldraði hann hálfhátt. — Ég er svona gerður. Eg dey úr hungri, ef ég hlýði þeim. í hálfum hljóðum tók hann að raula: „Fram til orrustu ættjarðarniðj- ar“, til þess að auka sér hugrekki. Það gekk hægt, en að lokum hafðist það, og hann ætlaði að fara að leggja af stað til heimabyggðarinnar — jafnvel þótt það gengi sjálfsmorði næst, þegar hann heyrði skræka kvenmannsrödd. — Sjáðu þarna, JúIIa, sagði röddin. — Ljómandi falleg sandsteinsugla, eða jafnvel Nýja-Skotlands-ugla i glaða sól- skini. Sjáðu, fljótt! Ljósmyndavélarnir tikkuðu, þegar Jafet leit við til þess að virða þessar kvenpersónur betur fyrir sér. Sandsteins ugla! Því ekki að bæta gráu ofan á svart og kalla hann snæuglu? - Ég er ekki viss um, að það sé sandsteinsugla, sagði sú, sem nefnd var Júlía, fjórum ljósmyndum síðar. — Mér finnst hann líkari snæuglu í sumarbún- ingi, Ég vildi bara, að hann breiddi úr vængjunum, svo að við gætum verið vissari. Hún skellti tungu 1 góm og bjó til undarleg hljóð, sem hún hélt áreiðanlega að væru uglumál. — Svona karlinn, breiddu nú úr vængjunum. — Hví í Manitóbasar nafni ætti ég að gera það? sagði hann illskulega. Þessi ókurteisa athugasemd hans staf aði af illu skapi og gremju yfir kerling- arrausinu um, hvað hann væri. En hann átti ekki von á þeim áhrifum, sem þetta hafði. Konurnar létu mynda vélarnar síga og störðu á hann, opnum munni. Það varð þögn. Svo sneri Júlía sér hægt að vinkonu sinni: — Heyrðirðu það, sem ég heyrði? spurði hún. — Ég heyrði eitthvað — eins og „hví”, sagði hin eftir að hafa kyngt munnvatni sínu nokkrum sinnum. — Mjög greinilega. — Þá er þetta ekki ugla, sagði Júlía. — Uglur segja hvur. — Eða hvur-hvur-hvuuur, samsinnti hin. Stundum hvutt og einstaka sinnum hvur-hvur-hvurt. — En aldrei hví? spurði Júlia hvísl- andi. Þær horfðust í augu, fölar af æsingi. Júlía rauf þögnina. — Doktor Anselmus verður að sjá þetta, sagði hón hásum rómi. — En hvernig eigum við að halda uglunni hér? spurði hin. — Hún flýgur burt, og okkur verður aldrei trúað, — allra sízt mun doktor Anselmus trúa okkur. Júlía var greinilega sú, sem hug- myndirnar hafði. Hún opnaði axlatösku, sem hékk við aðra lend hennar á móti myndavélinni og tók að rífa váxpapplr- inn utan af nestinu sínu. — Uglur eru þekktar fyrir græðgi, sagði hún and- stutt. — Dreifðu matnum þínum á jörð- ina, kannski hann fáist þá til þess að éta, meðan við sækjum doktor Ansel- mus. Þar að auki eru uglur ekki á ferli á daginn. Jafet ætlaði að fara að mótmæla, en lokaði svo gogginum. Þessar konuskepn- ur voru farnar að stafla eggjasalati og samlokum með pylsum á milli, súrsuð- um olífum, kökum og súkkulaðistykkj- um neðan við tréð hans, og ung, hungr- uð ugla gerir hvað sem er til þess að fá málsverð, jafnvel að þegja, þótt hallað sé réttu máli. Hann beið, þar. til þær fóru, en hoppaði svo niður úr trénu til þess að borða þá furðuleg- ustu máltíð, sem nokkurn tíma hefur verið borin fyrir uglu. — Sjáum nú til, sagði hann, þegar hann settist aftur upp á grelnina sína, úttroðinn eins og strætisvagn, um há- degisleytið. — Ég gætl sennilega lifað bezta lífi, ef mér tækist að vekja áhuga þessa Anselmusar. Ef hvi er töfraorðið, skal ég hvía fyrir hann i allt sumar. Hann söng hví, hvi, hví, i öllum tón tegundum, þegar kerlingarnar komu aftur með doktor Anselmus og fjórtán manna lið, alvopnað ljósmyndavélum, kvikmyndavélum, rafhlöðudrifnum segul bandstækjum og fuglabókum. í níu daga var Jafet undur fuglafræð- innar, branduglan, sem sat fyrir myndavélum til þess að fá matinn sinn þrisvar á dag, þar að auki aúkabita fjórum sinnum, kaffi og með þvi tvisvar sinnum og nokkra morgunverði, meðan birtan var enn ekki of sterk fyrir þá, sem vildu ná af honum verulega góðum lilmyndum. Fuglavinir streymdu hvaðan æva að til þess að skoða undrið, og þeir veittu honum ríkulega, og Jafet varð feitur og ánægður með lífið. Þá kom svoiítið fyrir. í/rökkurbyrjun áttunda dags þessarar himnesku tilveru, þegar Jafet ætlaði að fara að halla sér og ihyndatökufólkið lét i minni pokann fyrir dimmunni, heyrðist blíðlegt og sak leysislegt vængjatak rétt hjá trénu, þar sem söguhetja vor hafði tekiö sér bólfestu. Jafet sá uglu bregða fyrir rétt í svip, en svo hvarf hún í vaxandi húmið. — Það var rétt, muldraði Jafet. — Það var rétt hjá honum að vera ekki að sletta sér fram í mín mál. Hann lagðist á koddann, en svefninn vildi ekki koma. Það var eitthvað ó- venjulegt við þessa uglu — eitthvað gersamlega og dásamlega öðruvísi en — ja, til dæmis Art, Gervais og Kallt eitthvað svo mjúklegt, fallegt. — Hvað er eiginlega að þér, drengur? spurði Jafet sjálfan sig geðillskulega. — Þú sást þennan náunga ekki nema rétt í svip, og þú veizt, að þú getur ekki lesið stórt letur eftir kiukkan hálf fimm. Honum kom ekki blundur á brá. Það gekk svo langt, að hann fór að lokum úl á greinina til þess að reyna, hvort hann yrði ekki syfjaður í næturloftinu. Hann fór í huganum yfir það, sem hann hafði étið um daginn, í von um að finna, hvað héldi fyrir honum vöku. Þá barst að eyrum hans daufur þytur af flugi uglu í nágrenninu, og um leið var spurt, mjúkri, lágri og þýðri röddu: — Hvur? Þetta var kvenrödd, óseigjanlega þýð og lokkandi. Jafet fann, að brjóstfjaðr- ir hans titruðu af hjartslætti. — Jafet heitir hann, kallaði hann út í nóttina. — Höfum við ekki hitzt einhvers staðar áður, ungfrú Hvur? Og án þess að hugsa sig um, flaug hann 834 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.