Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 17
inn í að lenda í kjaftinum á einhverjum hreysikettinum. Bræðurnir hvísluðust á í myrkrinu fyrir ofan hann, og að lokum sagði Kalli: — Snúðu til hægri og gakktu svo sem sex fet áfram. Þá hlýturðu að hitta á það. Jafet hlýddi þessum fyrirmælum og gekk beint ofan í uppsprettu með ikristalstæru og ísköldu vatni. Hann krafsaði sig hóstandi og skyrpandi á land, en bræður hans héldu um magann að hiátri. Þeir voru enn þá flissandi, þegar þeir flugu burt, en Jafet kúrði sig skjálfandi af kulda við lindina og bjóst við að verða þá og þegar étinn af hreysiketti, villihundi eða fjallaljóni. En hann lifði nóttina af. í morgunskím unni sá hann glitra á lítinn, kátan læk, sem flýtti sér burt frá uppsprettu sinni. Fuglarnir fögnuðu sólarupprásinni, og skordýrin hófu að leika morgunsöng- inn sinn. Glaðlyndir silungar vökuðu í lindinni 02 fóru að skvetta hver á annan. — Þetta er svolítið annað, sagði Jafet við sjálfan sig. — Sjáið þessa liti! Sjáið, hvernig ljós 02 skuggar leika sér í vatninu. Hl'ustið á alla þessa dá- samlegu tónlist. Þessi náungi, Manitóba, segir, að við verðum að vera án alls þessa, bara af því að við erum uglur. Og hinir hlusta á þá þvælu. Hví? Hann lyfti sér upp á lága grein og Iét sólina þerra haminn. Þegar hann var orðinn samkvæmishæfur á ný, var hann orðinn svangur, svo að fyrsta snjáldurmúsin, sem átti leið fram hjá, var vel þeginn morgunverður. Sömuleið is hagamúsin, skógarrottan, höggormur- inn og önnur þau nagdýr og skriðdýr, sem voguðu sér út undir bert loft á þessum undurfagra morgni. Hann hafði verið við iðju sína í um það bil klukkustund, þegar hann heyrði vængjaþyt og sá stóran fugl setjast á grein þar skammt frá. Hann starði illi- lega á Jafet. Jafet rifjaði upp dýrafræðina, sem móðir hans hafði kennt honum, en fann ekkert svar. Þetta var ekki ugla, og áreiðanlega heldur ekki rauðbrysting- ur. — Halió, sagði Jafet varfærnislega. Nefið á ókunna fuglinum hreyfðist varla, þegar hann hvæsti: — Heyrðu lagsi, veiztu ekki, hvernig við förum með veiðiþjófa hér? Jafet sveiflaði hausnum í 359 gráðu hring og til baka aftur. — Ég sé hvergi að hér sé bannað að veiða, sagði hann. — Og svona þar fyrir utan, hvaða rétt hefur þú svo sem til þess að segja mér fyrir verkum? Hver sem þú ert? — Ég er fálki, karl minn, hvorki meira né minna, sagði hinn reiðiiega. — Er það nóg fyrir þig? Jafet drap tittlinga. Samkvæmt heima skóla Emilíu, voru fálkar auðþekktir á því, að þeir voru ekki eins litskrúðugir og páfagaukar. En Jafet lét ekki á neinu bera. — Einmitt. Svo þú ert fáiki. Einmitt það. — Svo þið uglurnar haldið, að þið getið stolizt inn í okkar veiðitíma, sagði fálkinn. — Þú áttir að hætta veiðum hér 02 fara heim klukkan fimm fimmtíu og sjö, miðað við Greenwich-meðaltíma. — Hvx? spux:ði Jafet. — Hví? endurtók fálkinn skrækróma. — Vegna þess, að lögin mæla svo fyrir. — Hvaða lög? spurði Jafet. — Hvernig á ég að vita, hver setti þau lög? Ég veit það eitt, að þú ert ekki aldeilis huglaus að vera að veiða hér í okkar tíma. Hvað mynduð þið uglurnar segja, ef ég tæki til að veiða á nóttunni? — Ég veit ekki um hina, svaraði Jafet, — en persónulega myndi ég álíta, að þú værir vitlaus. Það er miklu betra í björtu, þegar maður sér, hvað maður er að gera. Það fer líka betur með höfuðbeinin. Hann strauk vængbroddin- um yfir enni sér og stundi. Fálkinn glápti á hann. — Þetta skil ég ekki, sagði hann. — Þú átt ekki að sjá neitt í björtu. — Þú hefur verið að hlusta á hana mömmu, sagði Jafet fyrirlitlega. — Hún var eitthvað að þvæla um þetta við mig líka — að við uglurnar ættum að geta séð í gegnum tjörutunnu, en örlítil sól loki á okkur útsýnisgluggun- um. Hún er góð sál, hún mamma, en ekki vel skýr í kollinum. — Þú meinar, að þú getir ekki séð á nóttunni fremur en venjulegir, al- mennilegir fuglar? spurði fálkinn. — Sjáðu nú til, sagði Jafet. — Þessi þarna Manitóba bjó til nóttina, svo að elli.r gætu hvíl'zt í ró, en daginn til þess að maður gæti flogið um. Þetta er eitthvað í sambandi við snúning jarðar og hraða ljóssins og efnaskiptin i lif- andi verum eða þess háttar. Og hvers vegna ætti einn fugl þá að hafa annað eðli en hinir, þótt al'drei nema hann sé ugla? — En — allan þennan tíma, byrjaði fálkinn, en vissi svo ekki, hvað hann átti að segja. Jafet yppti öxlum. — Það er kannske ekki rétt af mér að segja það, en það er eins gott að horfast í augu við stað- reyndir: Flestar uglur eru ósjálfstæðar og heimskar. Einu sinni endur fyrir löngu sagði einhver þeim að vaka á nóttunni, en sofa á daginn — eða þær halda að minnsta kosti, að einhver hafi sagt þeim það — og síðan hafa þær verið að paufast þetta, fljúga á, fá lauf og greinar i augun og ráðast á einhver grey, sem reynast svo kannski vera systkin þeirra eða tengdafólk. Svo það getur vel verið, að með ái-unum hafi þær þróazt upp í að sjá skár í myrkri en flestir aðrir fuglar, en við skulum ekki tala um þann óstöðvandi höfuð- verk, sem þær hljóta að vera með. En væri ekki réttara að nota þessa birtu, sem Manitóba bjó til fyrir langa l'öngu? Fálkinn var algerlega orðinn ruglaður: — Þú verður að hafa mig afsakaðan, sagði hann að lokum. — Ég ræð ekki við þetta einn. Eg verð að bera þetta undir einhvern. Jafet hélt glaður áfram fæðuöflun sinni. Hún gekk svo vel, að þegar fálk- inn kom aftur með vin sinn, var uglan svo södd og ánægð, að hún leyfði nokkr um gómsætum matarbitum að fara óá- reittum fram hjá. Fálkinn kom með miklu stærri íugl með sér, hann var með gráan fjaðra- skúf á höfði og hvassan svip. Jafet leit á þann gamla og lyfti upp vængn- um: — Ekki segja neitt, sagði hann. — Þú ert örn. Lof mér að heyra þig garga trúnaðareiðinn. — Heyra livað? spurði örninn hissa. — Hvað? Jæja, var mamma gamla nú eitthvað að rugla, sagði Jafet. — En þú ert þó allavega örn? —Jú, víst, svaraði hinn viröulega. — Hvað er það, sem ég heyri um þig, ungi fugl? Að þú brjótir reglurnar? Það er ekki hægt. Það er blátt áfram dónalegt. — Ég veit ekkert um það, svaraði Jafet. — Hins vegar kemst é2 ekki hjá því að éta, og ég sé ekki glóru í myrkri. — Hvaða vitleysa, sagði örninn kurteislega. — Nákvæmlega það sama og ég sagði, skaut fálkinn inn í. — Ert þú einn af þessum lýðræðis- sinnum? spurði örninn. —- Ég hef heyrt um ykkur. Burt með erfðavenjur, burt með umgengnisreglur, burt með lög og allt það, sem hefur komið okkur til einhvers þroska, er það ekki boðorð ykkar? — Nei, það er ekki það, sVaraði Jafet. — Ég er ekki lýðræðissinni. Eg skil bara ekki, hvers vegna ég má ekki njóta ókeypis sólskins, ef mig langar til þess. Er ekki til nóg sól'skin handa mér líka? — Við skulum halda okkur við efnið, sagði örninn þurrlega. — Þetta er útúr- snúningur. Mergurinn málsins er, að við getum ekki leyft að snúa öllu við vegna þess eins, að hálfvitlaus ugla finnur upp á því að hætta að vinna á nóttunni og vill fara að vinna á dag- inn. Jafnvel þótt við vildum, gætum við ekki gert undantekningu með þig. Það yrði slæmt fordæmi. — Hví? spurði Jafet. — Hví? .... Nú, bara af því, svaraði örninn. — Hugsaðu þér bara, ef skógur inn fylltist af uglum, síspyrjandi eins og bjánar: Hvur, hvur? Fráleitt! Áður en þú gætir talið upp að tíu, myndu dagfuglarnir fara að vaka á nóttunni. Heimurinn hefði bókstaflega. endaskipti. Hann starði fast á ugluna urgu, — Áttu enga sómatilfinningu? spurði hann. — Eða ætlarðu að neyða okkur til að grípa til róttækari ráðstafana? Jafet hugsaði málið. Nauðugur viljug- ur viðurkenr.di hann, að örninn hafði mikið til síns máls. Það var í rauninni fáránlegt að bregða út af reglunum T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 833

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.